Sagan

Skotfélag Austurlands var stofnað 19 nóvember 1988. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Skúli Magnússon og var hann fyrsti formaður félagsins. Með honum í stjórn voru Sveinn Ingimarsson, Sigurður Aðalsteinsson, Þorkell Þorkelsson og Einar Eiríksson. Strax var farið að leita að landsvæði fyrir starfsemi félgsins og var gerður 15 ára samningur um land á Þrándarstöðum og þar kom félagið upp skotborðum fyrir riffla, félagshúsi og turnum fyrir leirdúfukastara. Á árunum 1990 til 1994 voru haldin nokkur mót á landsvísu í Hunter Class, m.a. Íslandsmeistaramót og Bikarmeistarmót Íslands. Þegar líða fór á tíunda áratuginn var ljóst að samningur um afnot af svæðinu yrði ekki endurnýjaður og var því farið að leita að nýjum framtíðarstað fyrir félagið. Það var löng þrautarganga en þann 1.12.2008 var skrifað undir samning við Fljótsdalshérað um afnot af landspildu úr landi Þuríðarstaða á Eyvindarárdal á Fljótsdalshéraði. Þá fór uppbygging á fullt skrið og í maí 2009 var félagshús flutt á staðinn en það hafði verið endurnýjað á Þrándarstöðum. Hafist var handa við byggingu riffilhúss.

Einnig voru settir upp battar og er hægt að skjóta upp i 600 metra færi. Þeir félagsmenn sem vilja nýta sér svæðið geta fengið keypta lykla hjá stjórnarmönnum. Í ágúst 2010 fékk Skotfélag Austurlands starsleyfi, á nýja svæðinu, frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands en þar er þess meðal annars krafist að eingöngu séu notuð stálhögl vegna nálægðar við vatnsverndarsvæði.