Kæru félagar

Það hefur vart farið framhjá neinum að það er komin mjög falleg og góð brú yfir Eyvindaránna og því fært öllum félögum á skotsvæðið. Við ætlum að fagna þessum áfanga og gera eitthvað úr þessu mikla og góða verki. Þann 22. Ágúst verður vigsla og opinn dagur að Þuríðarstöðum. Við ætlum að hefja gillið kl. 13:00 með formlegri athöfn við brúnna. Því næst verður kynning á SKAUST og deildum þess og í kjölfarið opinn dagur þar sem fólk getur kynnt sér starfsemina. Hugmyndin er að hafa Bogfimi kynningu og leyfa fólki að taka í boga, kynning á haglabyssu og riffil svæðinu.

Svo verður grilluð „holu“ læri og boðið uppá smakk. Það kæmi sér vel fyrir okkur ef félagar gætu séð sér fært að staðfesta komu sína uppá að áætla fjölda. Þeir sem hafa hugmyndir að svona degi mega gjarnan senda mér línu. 

--

Með bestu kveðju/Best regards/Med venlig hilsen

Bjarni Thor Haraldsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leirdúfusvæðið opnar

Ákveðið hefur verið að hafa leirdúfusvæðið opið frá 18:00-20:00 alla mánudaga og fimmtudaga út ágúst. Því hvetjum við menn að mæta og halda sér í æfingu svo að þeir komi ekki alveg haugryðgaðir inn í veiðitímabilið. Fyrsta opnun verður fimmtudaginn 30. júlí. Lokað verður 3. ágúst vegna frídags verslunarmanna. 

Nú er fært yfir á lakkskóm og um að gera fyrir félaga okkar að drífa sig

Verðskráin er hér  http://skaust.net/leirdufuskotfimi/

Leirdúfusvæðið opnar

Ákveðið hefur verið að hafa leirdúfusvæðið opið frá 18:00-20:00 alla mánudaga og fimmtudaga út ágúst. Því hvetjum við menn að mæta og halda sér í æfingu svo að þeir komi ekki alveg haugryðgaðir inn í veiðitímabilið. Fyrsta opnun verður fimmtudaginn 30. júlí. Lokað verður 3. ágúst vegna frídags verslunarmanna.

Verðskráin er hér.