Stjórnarfundur 22.06.2017

Stjórn skaust

Fundargerð stjórnar - Stjórnarfundur

Fundarstaður

Höfuðstöðvar PES, Fellabæ

Dags.:

2017-06-22

Fundarmenn:

staða:

Netfang:

Bjarni Þór Haraldsson

Formaður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þorsteinn Baldvin Ragnarsson

Gjaldkeri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kristján Krossdal

Varformaður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðmundur Þ. Bergsson

Ritari

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurgeir Hrafnkelsson

Meðstjórnandi

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Afrit sent:

Fundarmönnum

Dagskrá

Fundur settur kl: 21:20

Verðlagning og laun
Rætt um að ákveða verð á skotum með álagningu sem skilar svipuðu verði og t.d. hjá Hlað. Ákveðið einróma að hafa verðið fyrir 24 gr 800 kr/pk og 900 kr/pk.
Rætt um laun fyrir vinnu félagsmanna á svæðinu t.d. verkleg námskeið, vaktir á skotvelli og móttaka hópa.  Talað um að það væri minni kostnaður fyrir félagið að hafa bara leirdúfur sem greiðslu en ekki talið tækt að breyta þeim greiðslum sem hafa nú verið ákveðnar fyrir þessar vinnu. En til stendur að breyta í bara dúfur.
Ákveðið að borga 10 leirdúfuhringi (bara dúfur) fyrir að sjá um verklegt skotvopnanámskeið og taka á móti hópum.  
Ákveðið að breyta greiðslum fyrir að taka reglubundnar vaktir á svæðinu í 5 leirdúfuhringi fyrir hverja vakt.
Einnig var rætt um hvað skuli taka fyrir móttöku hópa og hvað skuli skjóta mikið. Ákveðið að skjóta 10 skot úr haglabyssu og 5 skot úr litlum riffli. Ákveðið að rukka fyrir þetta 2500 kr/mann.

Styrkir
Rætt um styrki við smáþjóðaleikafara sem er nýkomin frá smáþjóðaleikum og stóðu sig með prýði. Ákveðið að styrkja hvorn keppanda um 50.000 kr.
Ákveðið að búa ekki til neitt fast form í kringum styrki heldur taka hverja styrkumsókn sérstaklega fyrir á stjórnarfundi.

Vinna á svæðinu
Formaðurinn hefur sótt um action styrk til Alcoa. Þau verkefni sem rætt var um að brýnt væri að fara í á þessu sumri eru eftirfarandi:
  • Klára leirdúfuhúsin
  • Klára brúna yfir Eyvindarána
  • Klára brúna við 300 m battann
  • Minnka hljóðmengun frá rafstöð
  • Smíða bíslag
  • Setja hurð inn í skothús
  • Mála gluggana á skothúsinu
  • Pallur á sporting bölta
Talað um að byrja ekki á mörgum verkum áður en búið er að klára annað.
Til timbur í álverinu til að smíða pall þarf bara að sækja það á Reyðarfjörð.
Rætt um rafmagnsmál á svæðinu. Steini ætlar að tala við Eyjólf um vindrafstöð.  Guðmundur ræðir við Guðmund hitaveitustjóra. Bjarni ræðir við Björn hjá Rarik um heimtaug.

Önnur mál
Vantar eyrnatappa. Formaðurinn ætlar að redda þeim og reyna að fá gleraugu.

Fundi slitið kl. 22:40

Ritað/

_Guðmundur Þorsteinn Bergsson__      


Dags. 2017-06-22