Stjórnarfundur SKAUST 27.02.14

Mættir: Þorsteinn, Baldur, Bjarni, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Bjarni setti fundinn.
  2. Aðgengismál.  Bjarni og Steini hafa verið að þrýsta á Björn Sveinsson hjá Verkís en hann ætlar að gera kostnaðarmat á því að byggja brú inn á svæðið og einnig á því að leggja veg ofarlega á eyrunum en það er að okkar mati í lagi út frá vatnsverndarsjónarmiðum, sem fram kom í skýrslu Þórólfs Hafstað.  Bjarni ætlað að ræða þetta betur við Björn Sveins.
  3. Ákveðið að auglýsa eftir lógói fyrir félagið í Dagskránna og á Heimasíðuna.  Skila inn fyrir aðalfund 8. Mars. Í verðlaun verða 25.000 + matarboð hjá formanni vorum.
  4. Sefnt á aðalfund 8 mars kl 17:00 til 18:30 í Hlymsdölum.
  5. Bjarni kom með þá snilldar hugmynd að halda villibráðarveislu í Hlymsdölum að loknum aðalfundi mæting kl 20:00.  Ákveðið að halda kostnaði í 4.500 manninn.  Kannað hvort hægt verði að vera með myndasýningu á borðhaldi. DJ
  6. Rætt um að skilgreina hvað þarf að gera upp á svæði og skipa starfshópa.  T.d að vatnslögn í fégashúsið orðið mjög áríðandi mál.
  7. Á fundinum kom fram að bogamenn eru að gera mjög góða hluti og um 20 eru skráðir á æfingar í íþróttahúsinu í fellabæ, margir ungir að árum.  Einnig kom fram að Haraldur hafði staðið sig með stakri prýði og verið í 2 sæti á Íslandsmeistaramótinu í sumar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur