Næsta skotmót

Nú er komið að næsta móti og eru menn hvattir til að skrá sig hér á vefnum.

[rsvpmaker_upcoming add_to_query="p=1211"]

Laugardaginn nk. 8. júní fer fram veiðirifflamót á svæði SKAUST. Mæting kl 9:30 fyrir veiðirifflaflokk og kl. 12:30 breyttir veiðirifflar. Mótsgjald 1500 kr.

Skotið á Hunter Class spjöld á 100 og 200 metra færum. 5 skotum á 5 blöð, samtals 25 skot á færi, 50 skotum á báðum færum. Auk þess má skjóta ótakmarkað á "sigter" hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. Tímamörk eru 10 mínútur á fyrstu skífu og svo 7 mínútur á hinar fjórar. Nota má tvífót og skorður (Rest). Engar takmarkanir á sjónaukastækkun.

Flokkar:

1. Óbreyttir veiðirifflar, upprunalegur lás og hlaup. Mega vera beddaðir.
2. Breyttir veiðirifflar/custom veiðirifflar eins og t.d Sako TRG eða Remington XB 40. Einnig ef búið er að skifta um hlaup á veiðiriffli.

Skráning á vefnum, notið formið hér að ofan eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og upplýsingar í síma 8617040

Fh. riffilnefndar SKAUST, Hjalti Stef