Þá er Tvennunni lokið.

Úrslit í Refnum 2015 má sjá hér neðar á síðunni en hér eru úrslitin í Hunter Class sem fram fór í dag. Keppt var í veiðrifflum á 100 og 200 metrum (3 skífur) og í breyttum veiðirifflum, líka á 100 og 200 metrum (4 skífur). Fjöldi skífa á 200 fór eftir skotastöðu keppenda. Veðrið var betra en í gær, en vindurinn er alltaf samur við sig. 

Veiðirifflar - samanlagt:

1. Wimol Wudee / Bubbi - 385 stig og 6 x
2. Sveinbjörn Björgvinsson - 271 stig og 1 x
3. Finnur Steingrímsson - 229 stig (keppti bara á 100 metrum)

Breyttir veiðirifflar - samanlagt:

1. Kristbjörn Tryggvason - 442 stig og 13 x

2. Wimol Wudee / Bubbi - 426 stig og 9 x

3. Finnur Steingrímsson - 425 stig og 2 x

[gallery columns="4" ids="2759,2758,2757,2756,2755,2754,2749,2750,2751,2752,2753"]

Skotpróf SKAUST vegna hreindýraveiða eru hafin

Skotprófum þarf að vera lokið í fyrir 1. júlí skráning skotprófa er á póstfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sjá einnig allar upplýsingar á http://skaust.net/skotprof-2/

Haraldur Gústafsson verður á svæðinu á morgun 7 júní frá 13:00 hann er með síma 8576689

Skotpróf SKAUST vegna hreindýraveiða eru hafin

Þau ykkar sem voru svo lánsöm að fá úthlutað getið pantað skotpróf á póstfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sjá einnig allar upplýsingar á

Haraldur Gústafsson verður á svæðinu á morgun 7 júní frá 13:00 hann er með síma 8576689 endilega heyrið endilega í honum .

Lesa nánar um skotprófið.

Skotpróf hafin

Skotpróf SKAUST vegna hreindýraveiða eru hafin.
Þau ykkar sem voru svo lánsöm að fá úthlutað getið pantað skotpróf á póstfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sjá einnig allar upplýsingar á http://skaust.net/skotprof-2/
Tómas Stanislawsson verður á svæðinu föstudaginn 29 maí frá 09:00 til 13:00 endilega heyrið endilega í honum í síma 823-5560

Smá fréttir

Daginn daginn
Eins og þið hafið rekist á er árgjald SKAUST komið í heimabankann, kr. 5000. Þetta gjald er okkar helsta tekjulind ásamt skotprófunum.
Við erum að senda út póst á þá sem hafa greitt árgjaldið og það er bara einfalt Excel skjal með kennitölu samanburði við félagatalið. Samkeyrsla þessara skjala skilar svo tölvupósti í einn dálk sem notaður er til að senda út lykilorð af lyklakassanum. Eitthvað hefur borið á því að fólk hefur skipt um póstfang og ekki borist tilkynning. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið af svona málum.

Brúar framkvæmdir ganga ágætlega annar stólpinn er kominn á sinn stað og síðari fer niður í á föstudaginn.
MSV mun svo hefja vinnu við bitana vonandi í næstu viku.
það er allt að gerast.

Verkefni á svæðinu/vinnu samkomur.
Ekki hafa verið auglýst sérstök vinnukvöld. En það kom upp sú hugmynd hjá stjórn að leita til aðilla með umsjón / verkstýringu afmarkaðra verka.
Smíði bíslags við félagshús - umsjón Ívar Karl Hafliða 8224970 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fúaverja hús og mála glugga Elli Steini This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 8677293
Hlutverk verkstjóra er ekki að vinna verkin sjálfir heldur verkstýra og halda utan um verkefnið, Áhugasamir aðillar eru beðnir að setja sig í samband við þessa öðlinga.
Okkur vantar hurð í riffilhúsið, innri hurð ef einhver veit um hurð sem við getum fengið fyrir lítið eða ekkert megið þið endilega láta vita.