Fundargerðir

Aðalfundur Skotfélags Austurlands 09.03.2019

Aðalfundur Skotfélags Austurlands 09.03.2019

Aðalfundur Skotfélags Austurlands 09.03.2019

Fundarstjóri: Sigurður Aðalsteinsson.

  1. Þorsteinn formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.
  1. Skipun fundarstjóra og fundarritara.

Þorsteinn leggur til að Sigurður Aðalsteinsson verði fundarstjóri og Sigbjörn Nökkvi Björnsson verði fundarritari og voru engin andmæli við því.

  1. Skýrsla stjórnar og nefnda.

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og sagði frá framkvæmdum og kaupum síðasta árs en keypt var rafstöð fyrir svæðið, sólarsellur voru keyptar og settar upp á kastarahúsum. Félagsmenn eru 307 talsins og greiddu 250 árgjald en 252 árið áður. Formaður sagði frá samningi við Atlantsolíu sem gerður var á síðasta ári. Formaður og formenn nefnda fóru yfir mót síðasta árs.

  1. Ársreikningur

Formaður fór yfir ársreikning síðasta árs. Helstu tölur eru að hagnaður varð á síðasta ári uppá xxxxxx kr.

  1. Lagabreytingar

Engar tillögur að lagabreytingum bárust fyrir fundinn.

  1. Þorsteinn formaður kemur í pontu og segir að Guðmundur Þorsteinn Bergsson ritari stjórnar gefi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og einnig að aðrir stjórnarmeðlimir séu tilbúnir að víkja fyrir nýjum eldhugum. Björgvin Steinar Friðriksson hafði boðið sig fram til stjórnarsetu og bárust ekki fleiri framboð.

Kosning til stjórnar: Fundarstjóri spurði fundargesti hvort menn vildu halda leynilega kosningu en svo var ekki og eftirfarandi stjórn því réttkjörinn:

Björgvin Steinar Friðriksson

Sigbjörn Nökkvi Björnsson

Sigurður Kári Jónsson

Sigurgeir Hrafnkelsson

Þorsteinn B. Ragnarsson formaður

Kosning í varastjórn

Í núverandi varastjórn eru Bjarni Haraldsson og Kjartan Róbertsson, engin framboð bárust og eru þeir félagar Bjarni og Kjartan því réttkjörnir varamenn.

Kosning í nefndir

Riffilnefnd

Ekki var óskað eftir neinum breytingum, nefndin er kjörin áfram óbreytt.

Hjalti Stefánsson, formaður
Dagbjartur Jónsson
Baldur Reginn Jóhannsson
Jón Magnús Eyþórsson
Ingvar Ísfeld Kristinsson
Jón Hávarður Jónsson
Jónas Hafþór Jónsson
Sigurður Kári Jónsson

Haglabyssunefnd

Ekki var óskað eftir neinum breytingum, nefndin er kjörin áfram óbreytt.

Guðmundur Hinrik Gústavsson, formaður
Sveinbjörn V. Jóhannsson
Haraldur Gústafsson
Poul Jepsen
Guðmundur Ingi Einarsson

Villibráðarnefnd

Ákveðið að formaður skipi nefndina og mun hann tilkynna verðandi nefndarmönnum ákvörðun sína.

Bogfimideild
Ekki óskað eftir neinum breytingum á þeirri nefnd og hún því kjörin áfram óbreytt.


Haraldur Gústafsson
Sigurgeir Hrafnkelsson

Endurskoðendur
Ekki óskað eftir neinum breytingum á endurskoðendum og þeir því kjörnir áfram.


Sigurður Álfgeir Sigurðsson
Helgi Jensson

  1. Árgjald

Ákveðið að halda því óbreyttu.

  1. Önnur mál

Formaður fór yfir verkhugmyndir sem áætlað er að vinna í vor og sumar á svæðinu.

Aðalfundur 17.03.2018

Aðalfundur 17.03.2018

Aðalfundur skotfélags 17.03.2018

Fundarstjóri: Sigurður Aðalsteinsson
1. Fundur settur
Bjarni setur fundinn og býður fólk velkomið


2. Skipun fundarstjóra og fundarritara
Bjarni leggur til að Sigurður Aðalsteinsson verði fundarstjóri og Sindri Freyr Sigurðsson fundarritari og
voru engin andmæli við því.


3. Skýrsla stjórnar og nefnda
Búin að vera mikil vinna á fáum höndum síðustu ár í ýmsum verkefnum og framkvæmdum og ákvað
stjórn því að nota meira af aðkeyptri vinnu í verkefnum á síðasta ári. Var það nýtt við byggingu bíslags
við skúrinn og tókst vel.
Svæðið verður betra og betra með hverju ári en áin hefur verið erfið við okkur og tvisvar grafið það
mikið úr veginum að brúnni að hann hefur orðið ófær.
Haglabyssunefndin hefur verið vel virk með marga viðburði og dugleg að draga að sér fleiri til að
aðstoða við verkefni. Kristján Krossdal hefur verið atkvæðamikill í þessari nefnd en verður því miður
frá að hverfa vegna anna.
Bogfimideildin er í góðum gír og hafa meðlimir í deildinni farið víða að keppa og hafa m.a. verið sett
nokkur Íslandsmet.
Riffilmótaröð Skaust er löngu orðin landsþekkt fyrir vandaða framkvæmd og gleði á mótunum
sjálfum. Fengum umfjöllun í sjónvarpinu á síðasta ári um þessi mót.
Með aukinni virkni í félaginu eykst fjöldi fólksins sem notar svæðið og því fylgir óhjákvæmilega að
umgengni versnar. Við erum öll í sama liðinu og þótt að einhver gleymi að ganga frá eftir sig þá getur
sá næsti sem kemur alveg sett hlutina á sinn stað.
Villibráðakvöldið þróast með hverju árinu og er orðin ómissandi hluti af starfsári félagsins. Það eru
líka fleiri að stíga upp sem aðstoða við undirbúninginn og hafa staðið sig með prýði.


4. Ársreikningar
Þorsteinn B. Ragnarsson gjaldkeri félagsins fer yfir ársreikninginn sem nálgast má á vef félagsins.
Helstu tölur eru að í rekstrinum var tap upp á 1.441.942kr. á síðasta ári, og að skuldir og eigið fé
félagsins var um áramót jákvætt um 2.062.588kr.
Eftir yfirferð ársreiknings gaf fundarstjóri orðið laust og Bjarni tók til máls.

Leita þarf leiða til að auka tekjustreymi félagsins á næstunni og eru allar hugmyndir vel þegnar sem
lúta að því. Félagið er eiginlega of lítið til að geta verið með starfsmann á launum en það er þó alltaf
eitthvað að gera í því að taka á móti hópum; afmæli, steggjanir, gæsanir og þess háttar. Getur verið
erfitt að finna fólk í að taka á móti þessum hópum. Höfum hingað til verið að taka frítt á móti þessu
fólki en til dæmis gæti verið tækifæri til að taka hóflegt gjald fyrir þessa þjónustu.
Fundarstjóri bar ársreikninginn upp til samþykktar og var hann samþykktur samhljóða.


5. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar bárust fyrir fundinn og lögin því óbreytt.


6. Kosning stjórnar, nefnda og tveggja endurskoðenda.
Bjarni kveður sér hljóðs og tilkynnir að hann gefi ekki kost á sér áfram í stjórn. Hann ætlar að snúa sér
af krafti að öðrum málum ekki ósvipað því sem hann gerði síðasta haust með DIO tónleikunum í
Valaskjálf. Hann minnir fundargesti á að það að vera í stjórn félags merkir ekki að fólk þurfi að vinna
öll verkin. Þó hafi fráfarandi stjórn verið klaufar við að deila út verkunum.
Kristján Krossdal mun heldur ekki gefa kost á sér í stjórn félagsins vegna anna.
Borist hafi framboð til stjórnar frá Sigbirni Nökkva Björnssyni og Sigurði Kára Jónssyni.


Formannskosning
Þorsteinn B. Ragnarsson býður sig einn fram til formanns.
Fundarstjóri spyr hvort fundargestir vilji kjósa um formann á miðum en svo var ekki og Þorsteinn því
réttkjörinn formaður


Kosning til stjórnar
Tvö sæti eru laus í stjórn eins og fram kemur hér að framan og tveir bjóða sig fram til stjórnar.
Fundarstjóri spyr hvort fundargestir vilji kjósa á miðum en svo var ekki og stjórn því réttkjörin.
Guðmundur Þorsteinn Bergsson
Sigurgeir Hrafnkelsson
Sigbjörn Nökkvi Björnsson
Sigurður Kári Jónsson
Stjórn skiptir með sér verkum.


Kosning í varastjórn
Jón Egill Sveinsson og Eyjólfur Skúlason eru hvorugir viðstaddir og hafa ekki gefið það út hvort þeir
gefi kost á sér áfram eða ekki.
Þorsteinn B. kemur með tillögu að því að Bjarni verði kosinn í varastjórn og Bjarni tekur vel í það.
Kjartan Róbertsson býður sig einnig fram í varastjórn.
Fundarstjóri spyr hvort fundargestir vilji kjósa í varastjórn á miðum en svo var ekki og Bjarni og
Kjartan því réttkjörnir.


Kosning í nefndir
Riffilnefnd
Ekki óskað eftir neinum breytingum á þeirri nefnd og hún því kjörin áfram óbreytt.
Hjalti Stefánsson, formaður
Dagbjartur Jónsson
Baldur Reginn Jóhannsson
Jón Magnús Eyþórsson
Ingvar Ísfeld Kristinsson
Jón Hávarður Jónsson
Jónas Hafþór Jónsson
Sigurður Kári Jónsson


Haglabyssunefnd
Kristján Krossdal gefur ekki kost á sér áfram í nefndina en hún er það fjölmenn að hún telst starfhæf
þótt að hann fari út. Nefndin því kjörin áfram að Kristjáni undanskildum.
Ninni Gústavsson, formaður
Sveinbjörn V. Jóhannsson
Haraldur Gústafsson
Poul Jepsen
Guðmundur Ingi Einarsson


Villibráðanefnd
Ekki óskað eftir neinum breytingum á þeirri nefnd og hún því kjörin áfram óbreytt. Vantar þó nánari
upplýsingar um hverjir eru í henni.


Bogfimideild

Ekki óskað eftir neinum breytingum á þeirri nefnd og hún því kjörin áfram óbreytt.
Haraldur Gústafsson
Sigurgeir Hrafnkelsson


Endurskoðendur
Ekki óskað eftir neinum breytingum á endurskoðendum og þeir því kjörnir áfram.
Sigurður Álfgeir Sigurðsson
Helgi Jensson
Bent er á að formenn nefnda þurfi að yfirfara hverjir eru skráðir í hverja nefnd og gera leiðréttingar á
heimasíðunni ef þörf er á.


7. Upphæð árgjalds ákveðin
Þorsteinn Baldvin mælir fyrir tillögu um breytingu.
Reksturinn hefur gengið mjög vel og hafa félagar fengið að njóta þess. En þar sem að styrkir frá Alcoa
eru ekki að berast lengur er stungið upp á hækkun um 1.000kr. þannig að gjaldið verði 6.000kr.
Fundarstjóri spyr hvort það séu fleiri tillögur um breytingu árgjalds á fundinum og er stungið upp á
7.000kr.
Einnig er stungið upp á 10.000kr en fundarmenn telja það of hátt og var fallið frá því.
Kosið var því um hækkun árgjalds í 7.000kr þar sem sú tillaga gengur lengra og var hún samþykkt með
flestum greiddum atkvæðum.


8. Önnur mál
Þorsteinn tekur til máls og þakkar Bjarna fyrir fórnfúst starf undanfarin ár. Einnig er Kristjáni Krossdal
þakkað fyrir góð störf í haglabyssunefndinni. Mikil breyting til hins betra hefur orðið á
haglabyssusvæðinu en einhverjum verkefnum ólokið en mest einhver frágangur.
Rafmagnsmál á svæðinu hafa mikið verið í umræðu og væri gott að koma þeim í betra lag. Vindrella
og sólarsellur með geymapakka hafa verið í skoðun en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Hvort sem
að annað eða bæði verði fyrir valinu þá þarf samt að endurnýja rafstöðina sem er uppi á svæði. Hún
er orðin mjög lúin og ekki áreiðanleg. Gaman væri líka að fá lýsingu í riffilhúsið.
Fundarstjóri spyr hvort að fleiri vilji kveða sér hljóðs undir þessum lið en svo var ekki og biður þá
nýjan formann um að slíta fundi.
Þorsteinn þakkar fyrir góðan fund og hlakkar til að vinna með nýjum og gömlum stjórnarmönnum á
komandi starfsári og býður til villibráðaveislu.


Fundi slitið.

Stjórnarfundur 05.04.2018

Stjórnarfundur 05.04.2018

Stjórn skaust

Fundargerð stjórnar - Stjórnarfundur
Fundarstaður Skrifstofa Verkráðs, Fagradalsbraut 11 Dags.: 2018-04-05
Fundarmenn: staða: Netfang:
Þorsteinn Baldvin Ragnarsson Formaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Þ. Bergsson Ritari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurgeir Hrafnkelsson Meðstjórnandi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Kári Jónsson Varaformaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigbjörn Nökkvi Björnsson Gjaldkeri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Afrit sent: Fundarmönnum

Dagskrá

Fundur settur kl: 17:08

Skipun starfa; Gjaldkera, ritara og meðstjórnanda

Steini var kosinn formaður á síðasta aðalfundi.Guðmundur kosinn ritari áfram, Nökkvi kosinn gjaldkeri, Sigurður varaformaður og Sigurgeir verður áfram meðstjórnandi.

Félagsgjöld

Ákveðið var á síðasta aðalfundi að hækka félagsgjöld í 7.000 kr. Rætt um að senda póst á félagsmenn samhliða því að rukkun verður send út og þessi hækkun útskýrð. ÞBR sér um að senda póst á félagsmenn.

Verðlagning á leirdúfum og skotum

Ákveðið að kalla eftir tillögu um verðlagningu frá haglabyssunefndinni og fela henni að óska eftir verði í dúfur og skot. Ákveðin hagræðing væri í því að kaupa skot og dúfur á svæðinu þar sem að lagerinn þyrfti þá ekki að vera eins stór.Sigurgeir ætlar að ræða við Samskip og kanna hvort áhugi sé fyrir að styrkja félegið í formi flutnings á leirdúfum og skotum.

Aðgerðir á skotsvæðinu

ÞBR búinn að fá verktaka til að laga veginn. Ákveðið að hafa aftur samband við Fljótsdalshérað um aðstoð vegna þess hve mikill kostnaður fer í að viðhalda veginum. ÞBR mun sjá um að semja erindi.Ganga þarf betur frá haglabyssuvellinum. Ákveðið að smíða pall. Ákveða þarf í samráði við haglabyssunefndina hvernig pallurinn verður, gera tillögur og bera undir stjórn. Fá síðan einn eða fleiri aðila til að hafa umsjón með smíði á palli og hafa umsjón með vinnukvöldi/helgi í vor.Rætt um að virkja undirnefndir og fá óskir eða tillögur um framkvæmdir frá haglabyssu- og riffilnefnd.

Skotpróf hreindýraveiðimanna

ÞBR búinn að hafa samband við þá sem hafa starfað sem prófdómarar. Rætt um að koma prófunum í betra horf þannig að minni tími fari í prófin.Talað um að auglýsa sérstaka æfingadaga fyrir skotpróf þannig að minni æfingar fari fram samhliða prófunum sjálfum. Prófdómurum falið að ákveða hvernig fyrirkomulag prófanna verður.

Skotvopnaleyfi verklegt 28. apríl

Þegar nær dregur þarf að fá upplýsingar um hversu margir eru skráðir og tryggja að til séu skot. Sigurgeir og Nökkvi geta mögulega séð um þetta, kemur í ljós þegar nær dregur. 

Kaup á rafstöð

Búið að finna álitlega rafstöð á sindri.is, ÞBR búinn að senda póst á Sindra og óska eftir styrk vegna kaupa á rafstöð. Ákveðið að kaupa þessa rafstöð sem fyrst. 

Önnur mál

Rætt um hvort byggja ætti upp ungmennastarf á svæðinu.

Fundi slitið kl: 18:50

Ritað/_Guðmundur Þorsteinn Bergsson        
Dags. 2018-04-05

Stjórnarfundur 16.01.2018

Stjórnarfundur 16.01.2018

Stjórn skaust
Fundargerð stjórnar - Stjórnarfundur
Fundarstaður Höfuðstöðvar PES, Fellabæ Dags.: 2018-01-16
Fundarmenn: staða: Netfang:
Bjarni Þór Haraldsson Formaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þorsteinn Baldvin Ragnarsson Gjaldkeri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kristján Krossdal Varformaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Þ. Bergsson Ritari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurgeir Hrafnkelsson Meðstjórnandi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Afrit sent: Fundarmönnum

Fundur settur kl: 19:52

Dagskrá

Staðan á samgöngum og mögulegar úrbætur

Vegurinn fór í sundur síðasta haust fljótlega eftir að hann hafði verið lagður.Formaður sendi erindi til sveitafélagsins það var tekið fyrir á fundi bæjarráð fljótsdalshéraðs 2017-05-08 og þar var bókað eftirfarandi:

                                                                    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa SKAUST og fá betri upplýsingar um málið. 

Ekkert hefur þó heyrst frá bæjaryfirvöldum.

Ákveðið að fá ráðgjöf varðandi varanlegar lausnir.

Aðalfundur, boð, fundarstjóri, kandidatar, villibráð

Ákveðið að halda aðalfund laugardaginn 17. Mars n.k. Bjarni ætlar að taka að sér að tala við villibráðanefndina og kallar eftir villibráð frá félagsmönnum ásamt því að bóka sal fyrir verkefnið.Ákveðið að ræða við Sigurð Aðalsteinsson um að taka að sér fundarstjórn, Sigurgeir ætlar að hafa samband við Sigurð.Bjarni og Kristján ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Sæti Sigurgeirs í stjórn er laust ef mörg framboð frá áhugasömum aðilum berast.Stjórnarmenn ætla að lesa yfir félagatalið og hafa samband við líklega aðila.Verð fyrir villibráðakvöld verður sama og í fyrra 3.500 kr.

Önnur mál

Rætt um rafmagnsmál. Rætt var um vindmyllu/sólarsellu lausn. Skoðaðar voru vindmyllur frá Silentwind. Ákveðið að senda þá lausn á Rafey og kanna hvort þeim lítist vel á þetta eða geti boðið sambærilegar lausnir á svipuðu eða betri verði. Þorsteinn ætlar að ræða við Kela frá Rafey. Núverandi rafstöð er biluð og því þarf að setja kraft í að leysa rafmagnsmálin.

Fundi slitið kl: 20:55

Ritað/Guðmundur Þorsteinn Bergsson        
Dags. 2018-01-16

Stjórnarfundur 04.10.2017

Stjórnarfundur 04.10.2017

Stjórn skaust
Fundargerð stjórnar - Stjórnarfundur
Fundarstaður

Höfuðstöðvar PES, Fellabæ

Dags.:

2017-10-04

Fundarmenn:

staða:

Netfang:

Bjarni Þór Haraldsson

Formaður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þorsteinn Baldvin Ragnarsson

Gjaldkeri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kristján Krossdal

Varformaður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðmundur Þ. Bergsson

Ritari

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurgeir Hrafnkelsson

Meðstjórnandi

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Afrit sent:

Fundarmönnum

Dagskrá

Fundur settur kl: 20:25

Aðgengismál - staðan í dag, úrbætur og fleira
Vegur fór í sundur í vatnavöxtum í lok september. Rætt um að kanna hvort hægt væri að tryggja brúna eða veginn. Ólíklegt að hægt sé að tryggja veginn. Sigurgeir ætlaði að kanna hvort hægt sé að fá tryggingu á brúna. Rætt um að verja betur böltan niður af brúnni og farar í frekari vatnaveitingar. Ákveðið að fá ýtu og gröfu og mann sem er fær um að leysa vandamálið faglega á staðnum.

Bíslag aðrar framkvæmdir 
Bíslag er risið og lítur vel út. Eftir er að klæða útveggi og setja upp vegg inn í bíslagi. Búið er að útvega útihurð en eftir á að koma henni á staðinn. Frosti ætlar að klára bíslagið þegar aðföng verða kominn á staðinn.
Útvega þarf nýjar tjörutex plötur og skipta út timbri á böttum.
Setja á dagskrá næsta vor að gera snyrtilegt í kringum leirdúfukastara og á skotpalli.
Steini ræddi við Eyjólf hjá Rafey um vindmyllur og það er mögulega hentugur kostur fyrir svæðið en þarf að skoða frekar orkuþörf kastarana.

Umsókn um ferðastyrk á benchrest mót
Ákveðið að borga ekki út ferðastyrki.
Ákveðið að leggja fram tillögu fyrir aðalfund þess efnis að skráningargjöld verði greidd á STÍ/BÍ mót.

ÚÍA styrkir
Bjarni ætlar að fylla út styrkumsóknir á vegum ÚÍA

 

Önnur mál
Ritara falið að setja sig inn í vefsíðuumsjón.

Fundi slitið kl: 21:20

Ritað/
_Guðmundur Þorsteinn Bergsson__      
Dags. 2017-10-04

Stjórnarfundur 22.06.2017

Stjórnarfundur 22.06.2017

Stjórn skaust

Fundargerð stjórnar - Stjórnarfundur

Fundarstaður

Höfuðstöðvar PES, Fellabæ

Dags.:

2017-06-22

Fundarmenn:

staða:

Netfang:

Bjarni Þór Haraldsson

Formaður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þorsteinn Baldvin Ragnarsson

Gjaldkeri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kristján Krossdal

Varformaður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðmundur Þ. Bergsson

Ritari

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurgeir Hrafnkelsson

Meðstjórnandi

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Afrit sent:

Fundarmönnum

Dagskrá

Fundur settur kl: 21:20

Verðlagning og laun
Rætt um að ákveða verð á skotum með álagningu sem skilar svipuðu verði og t.d. hjá Hlað. Ákveðið einróma að hafa verðið fyrir 24 gr 800 kr/pk og 900 kr/pk.
Rætt um laun fyrir vinnu félagsmanna á svæðinu t.d. verkleg námskeið, vaktir á skotvelli og móttaka hópa.  Talað um að það væri minni kostnaður fyrir félagið að hafa bara leirdúfur sem greiðslu en ekki talið tækt að breyta þeim greiðslum sem hafa nú verið ákveðnar fyrir þessar vinnu. En til stendur að breyta í bara dúfur.
Ákveðið að borga 10 leirdúfuhringi (bara dúfur) fyrir að sjá um verklegt skotvopnanámskeið og taka á móti hópum.  
Ákveðið að breyta greiðslum fyrir að taka reglubundnar vaktir á svæðinu í 5 leirdúfuhringi fyrir hverja vakt.
Einnig var rætt um hvað skuli taka fyrir móttöku hópa og hvað skuli skjóta mikið. Ákveðið að skjóta 10 skot úr haglabyssu og 5 skot úr litlum riffli. Ákveðið að rukka fyrir þetta 2500 kr/mann.

Styrkir
Rætt um styrki við smáþjóðaleikafara sem er nýkomin frá smáþjóðaleikum og stóðu sig með prýði. Ákveðið að styrkja hvorn keppanda um 50.000 kr.
Ákveðið að búa ekki til neitt fast form í kringum styrki heldur taka hverja styrkumsókn sérstaklega fyrir á stjórnarfundi.

Vinna á svæðinu
Formaðurinn hefur sótt um action styrk til Alcoa. Þau verkefni sem rætt var um að brýnt væri að fara í á þessu sumri eru eftirfarandi:
  • Klára leirdúfuhúsin
  • Klára brúna yfir Eyvindarána
  • Klára brúna við 300 m battann
  • Minnka hljóðmengun frá rafstöð
  • Smíða bíslag
  • Setja hurð inn í skothús
  • Mála gluggana á skothúsinu
  • Pallur á sporting bölta
Talað um að byrja ekki á mörgum verkum áður en búið er að klára annað.
Til timbur í álverinu til að smíða pall þarf bara að sækja það á Reyðarfjörð.
Rætt um rafmagnsmál á svæðinu. Steini ætlar að tala við Eyjólf um vindrafstöð.  Guðmundur ræðir við Guðmund hitaveitustjóra. Bjarni ræðir við Björn hjá Rarik um heimtaug.

Önnur mál
Vantar eyrnatappa. Formaðurinn ætlar að redda þeim og reyna að fá gleraugu.

Fundi slitið kl. 22:40

Ritað/

_Guðmundur Þorsteinn Bergsson__      


Dags. 2017-06-22

Stjórnarfundur 12.01.2017

Stjórnarfundur 12.01.2017

Á fundinn eru mættir: Bjarni, Haraldur, Steini, Kristján og Sigurgeir.

Fundargerð ritar Sigurgeir.

Dagskrá

1. Dagsetning og framkvæmd aðalfundar
– Ákveðið að hafa aðalfund 10. mars með villibráðarkvöldi. Stefnt á að vera á sama stað og síðast. Kostnaður mun liggja fyrir hjá nefndinni þegar nær dregur. Stjórnarmeðlimir gefa allir kost á sér í stjórn að nýju.

2. Framkvæmdir
– Ákveðið að fá Austurverk í að ljúka ýmsum jarðvinnslumálum á svæðinu. Einnig rætt um verkefni sem félagsmenn gætu komið að, meðal annars að byggja pall við trapp stöðina. Einnig að stækka haglabyssusvæðið í sporting völl, laga vegi og manir á bak við skotmörk. Rætt um að kaupa þurfi vinnu við viðhald ýmiskonar, t.d. við að setja upp milli hurð inni í skotúsi og setja pappa á skothúsið. Einnig þarf að laga klúbbhúsið og rétta það af og í framhaldinu setja bíslag á það. Það þarf að þrífa glugga, setja stopp á útihurðina, fúaverja haglabyssuskothúsið, laga timbur í skotmörkum og smíða lekabyttuskúffu undir rafstöðina.

3. Veiðimessa
– Stefnt að að halda veiðimessu 25. febrúar. Gaman væri að útbúa svokallað PubQuiz í tengslum við það.

4. Önnur mál
– Rætt um að skila inn posanum yfir háveturinn til að spara í kostnaði við rekstur hans, enda posinn lítið notaður á þessum tíma. Mun betri og kostnaðarminni leið er fá menn til að leggja inn í með millifærslum eða að menn taki við peningum á staðnum. Þetta heldur kostnaði niður svo um munar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Stjórnarfundur 19.09.2016

Stjórnarfundur 19.09.2016

Á fundinn eru mættir: Bjarni, Haraldur, Steini, Kristján og Sigurgeir. Fundargerð ritar Sigurgeir.

Dagskrá

1. Fara yfir starfsárið 2016
– Gott ár fyrir haglabyssunefnina, settur upp posi sem fékk mjög vel.14 keppendur voru á mótum ársins.

2. Hvað á að gera fyrir veturinn
– Rætt var um að setja upp mót fyrir rjúpnaveiðitímabilið, í kringum 15, okt? Stefnt á að setja upp nokkur mót í vetur, bæði riffilmót og haglabyssumót. Búið er að bera á húsin fúavörn. Rétta þarf húsin af fyrir veturinn, rætt um að auglýsa eftir fólki til þess. Eins rætt um að fá Brúarbræður (Austurverk) til að taka til í kringum svæðið. Fúavörn, Bíslag, vegagerð. Eins þarf að setja pappa á þak Skeet húsa.

3. Ferðastyrkir og reglur
– Rætt er um að það verði skilyrði fyrir ferðastyrkjum á mót annarsstaðar, að menn taki þátt í innanfélagsmótum áður en til styrkveitinga komi. Þetta eigi við um stór mót á Íslandi og heimsmeistaramót. Ákveðið að Bjarni sjái alfarið um þessi mál.

4. Önnur mál
Rætt um verklegu skotvopnanámskeiðin. Að þær reglur verði settar að menn þurfi að skjóta 10 skotum á dúfur, 10 skotum af 22cal og 5 skot af stórum rifflum. Það þarf að fá einhvern til að stjórna þessu, 1-2 einstaklinga sem fara fyrir 10 manna hópum í ca. 2 klst í senn.

Helga frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands mætti til að taka út starfsemina.

Hún setti út á eftirfarandi:

  • Það þarf að hækka brunninn til að ekki leki inn í hann
  • Það þarf að girða utan um brunninn.
  • Sett út á Rafgeyma og olíusmit út frá Rafstöðinni.
  • Það var rætt um að fá menn í að laga þessi verkefni og að steypa brúarendana.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Stjórnarfundur 23.05.2016

Stjórnarfundur 23.05.2016

Á fundinn eru mættir: Bjarni, Haraldur, Steini og Sigurgeir. Fundargerð ritar Sigurgeir.

Dagskrá

1.      Stjórn skiptir með sér verkum

- Bjarni áfram formaður
- Haraldur áfram gjaldkeri
- Sigurgeir kemur nýr inn sem ritari
- Steini meðstjórnandi
- Krossdal meðstjórnandi

2.      Rætt um húsakost félagsins
- Farið yfir hvað þarf að gera fyrir húsakostinn á svæði félagsins á Þuríðarstöðum.

3.      Merkingar á svæðum
- Rætt um að fá þungatakmarkana skilti á brúna. Haraldur tók að sér að sjá um það verkefni

4.      - Rætt um að fá fánastangir og það verkefni að koma þeim upp til að merkja svæðið félaginu.

Aðalfundur 18.03.2016

Aðalfundur 18.03.2016

Fundarstjóri Sigurður Aðalteinsson

Bjarni Haralds Formaður setur fundinn.

Farið yfir skýrslu stjórnar og þar rakið brúarverkefnið og helstu áfanga framvæmdarinnar. Þá var einnig farið yfir framkvæmdir á leirdúfusvæðinu og kaup á leirdúfukösturum sem voru fjármögnuð af styrktaraðillum (Bólholt, Veiðiflugan og Austfar) þann 22. ágúst var brúarvíxlan sem tókst gríðarlega vel og var vel sótt og þann 24. ágúst var leirdúfusvæðið vígt.

Farið yfir skotprófin og þau eru orðin stór hluti af tekjum félagsins ásamt því að vera stór partur af vinnu á svæðinu. Formaður fer yfir hvað það þýðir að vera félagi í félagi og mikilvægi félagsstarfs.

Skýrslur nefnda:
Haglabyssunefnd vantar fleiri aðila til að manna opnunartíma og menn voru hvattir til að ljá þessu máls. Formaður bogfimideildar gerir grein fyrir viðburðum í bogfimi. Sem dæmi hafa meðlimir SKAUST hafa endað í 3 og 4 sæti á Íslandsmótum ásamt því að hafa tekið þátt í mótum erlendis með ágætis árangri.

Rekstrarreikningur
Félagið stendur gríðarlega vel með rúmar 3 milljónir á bók. Fjöldi félagsmanna er rétt um 300. Reikningur félagsins samþykktur einróma.

Reglur og lög félagsins
Breytingar á 2 grein -> samþykkt samhljóða
Breyting á 3 grein -> samþykkt samhljóða
Breyting á grein 4
Endurskoða þarf grein 4 og verður stofnum nefnd þar um.
Breyting á 5 grein -> samþykkt samhljóða
Breyting á 7 grein -> samþykkt samhljóða
Breyting á 8 grein -> samþykkt samhljóða


Upphæð árgjalds helst óbreytt kr 5000 og samþykkt samhljóða.

Kosning formanns
Bjarni Þór Haraldsson kosinn samhljóða áfram og ekkert mótframboð.

Kosning stjórnar
Stjórn kosin samhljóða áfram

Framboð varamanna Jóns Egils og Eyjólfs samþykkt samhljóða.

Kosning villibráðarnefndar:
Leifur Láka
Guðmundur
Poul
Bergsteinn
Jói Gutt

Stjórnarfundur 22.01.2016

Stjórnarfundur 22.01.2016

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen og Kristján Krossdal.

  1. Styrkir:
    • Rætt um að hugsanlega sé hægt sækja Bravo styrk frá alcoa uppá 645.000.
    • Eins verður hægt að sækja um Action styrk frá Alcoa þar sem Alcoa leggur fram 345.000kr + vinnuafl til að framkvæma það sem sótt er um styrk í.
  2. Ræddum hugmyndir um að gera einhverskonar samning við Austurverk um þjónustu á veginum frá Mjóafjarðarvegi og upp að svæði. Þarf að ráðast í örlittlar endurbætur næsta sumar. Reyna að veita vatni af slóðinni eða setja hólk.
  3. Þurfum að gera böltann á haglabyssuvellinum betri, þ.e. setja jöfnunarlag og steypta palla eða tré palla þar sem skotmenn eiga að standa.
  4. Aðalfundurinn er eftir u.þ.b. tvo mánuði og ætlunin er að hafa Villibráðahlaðborð líkt og í fyrra á honum og athuga hvort við getum fengið að vera í Oddfellow húsinu. Þurfum að virkja villibráðanefnd. Elmar á Urriðavatni ætlar að gefa hreindýrslæri til að hafa á hlaðborðinu.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.

Stjórnarfundur 28.09.2015

Stjórnarfundur 28.09.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen og Kristján Krossdal.

  1. Rætt um vinnu á svæðinu og hvað liggur fyrir:
    • Þarf að tala við Ella um að fúaverja hús. Hann er með sprautu til að úða fúavörninni á.
    • Það þarf að tæma vatnslögn fyrir veturinn.
    • Það þarf að klára handrið á brúnni.
    • Tala við Magga Ástráðs og Einar Urriða til að steypa undir brúnna.
    • Það þarf að fá Inga til að útfæra það hvernig hægt er að nýta rafstöðina til að hlaða inn á rafgeymana sem tengdir eru við leirdúfukastarana.
  2. Rætt um að taka á móti hópum á haglabyssusvæðið. Þarf að finna einhverja sem eru tilbúnir til að taka það að sér.
  3. Ákveðið að halda villibráðarhlaðborð eins og var á síðasta aðalfundi.
  4. Rætt um að virkja uppá svæði til að framleiða rafmagn. Ákveðið var að hafa samband við Einar og Björn til að skoða þau mál.
  5. Bjarni ætlar að athuga með að fá ruslagám uppá svæði.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.

 

 

Stjórnarfundur 05.08.2015

Stjórnarfundur 05.08.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen og Kristján Krossdal.

 

  1. Brúin rædd

Það sem er eftir: Steypa smá undir enda á brú til þess að fínefnið renni ekki undan. Setja víra í handrið sem Sveinbjörn er búinn að setja upp. Ragnar Bjarni Jónsson í Landsnet ætlar að skaffa víra og setja upp. Bjarni ætlar að fara og skoða vírana og sjá hvort ekki sé hægt að drífa þetta upp fljótlega. Setja spýtur í brúargólf svo ekki sé keyrt útaf brúnni.

 

  1. Haglabyssusvæðið

Þurfum að græja tvíleiðara á milli nýju kastara og gamla til að hlaða inn á geyma.  Þurfum að smíða eitthvað utan um kastara eða setja körin sem við fengum. Staðsetning kastara rædd og að setja saman vaktaplans leiðbeiningar.

 

  1. Formleg opnun brúarinnar og haglabyssusvæðisins rædd

Vera með holulæri á teitinu. Hafa samband matarnefndina. Um tvö leitið. Ákveðið að byrja hátíðina um 13:00 og vera með matinn á milli 14 og 15. Halli ætlar að vera með boga og leyfa gestum að prufa. Björgvin í veiðiflugunni ætlar að koma með byssur til sýnis og leyfa fólki að prófa. Kristján Krossdal verður á staðnum með leiðsögn og segir frá nýja vellinum.

 

  1. Önnur mál

Salernisaðstaða, ekki hægt að loka hurðinni.

Þurfum að hnoða saman öryggisreglum fyrir svæðið.

Aðgangur að haglabyssusvæði verður lokaður nema á auglýstum opnunartímum.

 

Nefndarmenn skipta með sér verkum:

 

Bjarni:

  • Athuga með hvort hægt sé að tryggja brúna.
  • Bjarni ætlar að ýta brúarhandriði áfram.
  • Fá þrjú fiskikör hjá loðnuvinnslunni.
  • Tala við Sigga Kára – rafgeymar.
  • Kaupa 200m tvíleiðara í Rönning.
  • Fá öryggisgleraugu.
  • Athuga með Byssuskáp hjá Veiðiflugunni.
  • Athuga með Benelli hjá Veiðihúsinu.
  • Vesturröst og Veiðihornið hafa samband.

 

Krossdal:

  • Græja farstýringu þegar takkarnir koma.
  • Græja leirdúfu miða í litum.
  • Græja vaktarplana leiðbeiningar.
  • Græja uppgjörsblöð.
  • Laga format á texta í öryggisreglum.
  • Tala við matarnefnd um holulæri á Ormsteitinu.
  • Athuga með tófumyndavél hjá Magg Ragg.
  • Útbúa boðskort fyrir styrktaraðila.
  • Tala við START útaf partítjaldi fyrir Ormsteitið.
  • Kanna RFID kort.
  • Breyta verðskrá á SKAUST dúfur.
  • Mæta með hefil og taka af hurðinn.

 

Halli

  • Prenta út og plasta öryggsreglurnar.
  • Halli ætlar að útbúa skilti.

 

Steini

  • Jöfnunarlag á böltann.
  • Steiptu klumpana á skotpallana.

Stjórnarfundur 14.03.2016

Stjórnarfundur 14.03.2016

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen, Þorsteinn B Ragnarsson, Baldur Reginn Jóhannsson og Kristján Krossdal.

  1. Rætt um Villibráðakvöld og aðalfund sem verður 18. mars nk. Í matarnefnd eru Frosti, Mummi, Diddi, Bryngeir og Konni Gylfa. Þeir munu sjá um að elda fyrir mannskapinn og hafa húsnæðið tilbúið. Talað um að biðja Stefán Boga um að útbúa pubquiz fyrir kvöldið. Ætlum að setja auglýsingu í dagskránna.
  2. Tókum fyrir tillögur að lagabreytingum fyrir aðalfund og eru þær eftirfarandi:
    • 2. grein
      Félagið er félag áhugamanna um skotvopn, skotfimi og skotveiðar. Félagið starfar samkvæmt sérlögum ÍSÍ, lögum félagsins og siðareglum þess.
    • 3. grein
      Taka út lið 4.
    • 4. grein
      Fullgildir félagar geta þeir orðið sem eru 20 ára og eldri og mega samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum fara með skotvopn. Ungmennum 15 ára og eldri er heimilt að gerast aukafélagar í félaginu með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðarétt. Ársgjald aukafélaga verði hálft árgjald fullgildra félaga.
    • 5. grein
      Félagar greiða ársgjald til félagsins. Upphæð ársgjalds er ákveðin á aðalfundi. Félagi nýtur fullra réttinda ef hann er skuldlaus við félagið. Skuldi félagsmaður ársgjöld fyrir tvö ár má stjórnin víkja honum úr félaginu að undangenginni innheimtutilraun.
    • 7. grein
      Gerist félagi brotlegur við lög félagsins eða siðareglur getur stjórn veitt honum áminningu eða vikið honum úr félaginu.
    • 8. grein
      Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varaformaður,ritari,gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Formaður skal kosinn sérstaklega. Stjórnin skiptir að öðru leiti með sér verkum. Í varastjórn skal kjósa tvo menn.
  3. Rætt um að eftirfarandi mál þurfi að taka fyrir á aðalfundi:
    • Árgjald.
    • Vakstjóra á haglabyssusvæði.
    • Greiðslur til félaga vegna starfa sem þeir inna af hendi.
    • Kaup á byssum fyrir félagið.
  1. Ákveðið var að sækja um action verkefni hjá Alcoa til að byggja skúra utan um leirdúfukastarana.
  2. Tekin var ákvörðun um að ráðast í smíði á nýrri heimasíðu fyrir félagið og verður PES fengið í verkið.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 

3. stjórnarfundur 16.07.2015

3. stjórnarfundur 16.07.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Þorsteinn B Ragnarsson og Kristján Krossdal.

  1. Brúarsmíði. Fram kom á fundinum að hækka þyrfti grjótvörn svo vegurinn renni ekki til. Sveinbjörn Valur hefur útvegað bita í uppistöður fyrir vegrið og Ragnar Bjarni Jónsson skaffar sennilegast víra sem eiga að notast í það. Brói á Brú stefnir á að koma næstu helgi og klára það sem að Austurverksmönnum snýr.
  2. Ormsteiti. Hugmyndir um að reyna að halda opnunarhátíð SKAUST þar sem brúin verður formlega vígð ásamt skotsvæðinu sem hefur aldrei verið vígt formlega. Í sambandi við þessa opnunarhátíð kom uppástunga um að bjóða fyrirtækjum að koma og vera með kynningar á svæðinu. Bjarni Haralds ætlar að setja sig í samband við fyrirtæki og athuga hvort hægt sé að setja eitthvað um þetta í ormsteitis snepil.
  3. Önnur mál. Leirdúfukastararnir eru á leiðinni. Kristján Krossdal ætlar að athuga með kassa utan um kastarana svipaða og þá sem SKOTAK og SKOTÓLO eru með hjá sér.
    Bjarni ætlar að tala við Elvar „vefara“ um að reyna að koma logo-um styrktaraðila á forsíðu heimasíðunnar – skaust.net.
    Steini ætlar að athuga með jöfnunarlag til að setja ofan á leirdúfu-böltann.
    Planið er að hafa opið á leirdúfuvellinum á mánudögum og fimmtudögum það sem eftir lifir sumar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

2. stjórnarfundur 03.06.2015

2. stjórnarfundur 03.06.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klause, Þorsteinn B Ragnarsson, Kristján Krossdal og Baldur Reginn Jóhannsson.

  1. Brúarsmíði. Austurverk er búið að setja niður brúarstólpana og búið að hlaða grjóti að austari undirstöðu. Búið er að keyra í veginn að mestu. Í framhaldi verður safna saman grjóti til að hlaða að vestari undirstöðu. Myllan er að sjóða burðarbita í gólfið ásamt því að útbúa festingar fyrir þverbita og sjóða framlengingar. Næst á dagskrá er að mála stálvirkið. Fengum tilboð í timbur á brúnna og ákveðið var að taka það hjá BYKO á Reyðarfirði þar sem það er ódýrara en hjá Húsasmiðjunni. Dekkið verður fest á staðnum áður en farið verður með brúnna upp á svæði. Kostnaðaráætlunin stenst og verkið er aðeins innan marka eins og er.
  2. Haglabyssuvöllur. Það var ákveðið að ráðast í framkvæmdir á haglabyssuvellinum. Snúa kastaranum sem er til upp í hlíðina. Með því móti verður hægt að nota bæði haglabyssuvöllinn og riffilvöllinn á sama tíma. Þetta eykur öryggi á svæðinu og skapar meiri möguleika á að bæta við fleiri kösturum. Ákveðið var að sækja um styrki hjá fyrirtækjum á svæðinu til að fjármagna kaup á þremur leirdúfukösturum til viðbótar.
  3. Önnur mál. 168 félagsmenn hafa greitt félagsgjöld sem skilar okkur 865.00kr. Rætt um að það þurfi að þétta lúgur á skothúsinu og setja upp innihurð á milli „dómaraherbergis“ og skotrýmis. Einnig að fá hurð í baðherbergið. Það þarf að kíkja á vatnslögnina því hún er sprungin undir félagshúsinu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Að loknum fundi fór stjórnin yfir í Fellabæ og tók æfingu með boga þar sem bogfimideildin var að æfingum.

1. stjórnarfundur 20.04.2015

1. stjórnarfundur 20.04.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen, Þorsteinn B Ragnarsson og Kristján Krossdal.

Stjórnin skiptir með sér verkum: Bjarni formaður, Þorsteinn varaformaður, Haraldur gjaldkeri, Kristján ritari og Baldur meðstjórnandi.

  1. Samgöngumál rædd. Vonast er eftir að hægt verði að fá Austurverk í vikunni til að koma og grafa brúarstöplana niður. Ætlum að heyra í Eyjólfi Skúla og athuga hvort hann geti híft stöplana þegar kemur að því að þeir fari niður.
  2. Bjarni talar um gott samstarf við UST bæði varðandi hreindýraprófin og eins námskeiðshald í tengslum við byssuleyfi. Hefur verið að skila tekjum inn í félagið.
  3. Þorsteinn kemur með þá hugmynd að við látum það fréttast út í samfélagið að við tökum við trjám ef fólk er að saga niður. Getum komið þeim fyrir á svæðinu hjá okkur til að fá betri ásýnd svæðisins.
  4. Farið yfir lög félagsins og ákveðið að gera tillögur að breytingum fyrir næsta aðalfund. Í 2. grein segir „Félagið er deildarskipt, íþróttadeild og veiðideild.“ Félagið er ekki deildarskipt og því ætti 2. grein að vera svona: „Félagið er félag áhugamanna um skotvopn, skotfimi og skotveiðar.“. Talað um að breyta grein 2.2. í „Að vinna að eflingu skotíþrótta og koma upp fullkominni aðstöðu til skotæfinga og skotmóta og bæta ásýnd svæðisins“. Jafnframt er talað um að taka grein 3.4 út.
  5. Rætt var um að snúa trap vélinni meira upp í fjall svoleiðis að hægt sé að nýta bæði riffilvöllinn og trap völlinn á sama tíma. Einnig var rætt um að bæta við kösturum til að útbúa sporting völl. Það verður þó ekki farið í frekari breytingar á haglavellinum fyrr en samgöngumálin verða komin í gott horf.
  6. Stjórnin setti sér nokkur framtíðarmarkmið:
    1. Koma leirdúfu svæði í það horf sem við viljum – útbúa sporting völl.
    2. Klára svæðið og bæta ásýnd þess.
    3. Koma upp umgengnisreglum og reglum félagsins á sýnilega staði.
    4. Laga forstofu í riffilhúsi, setja upp hurð, hillur og geymslu fyrir mótabúnað.
    5. Skilgreina hlutverk nefnda.
    6. Marka stefnu í að taka á móti hópum.
    7. Að lokum var rætt um aðra tekjustofna fyrir félagið t.d. að bjóða fyrirtækjum uppá að kaupa auglýsingar á heimasíðu. Selja húfur, skotvesti, boli peysur og/eða merki.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

5. stjórnarfundur 03/02 2015

5. stjórnarfundur 03/02 2015

Mættir eru:

Bjarni Þór Haraldsson              

Baldur Reginn Jóhannsson

Haraldur Klausen

Sigurgeir Hrafnkelsson

Brúarframkvæmdir:

Búið er að semja við MSV um vekefnið í sambandi við stólpasmíðina þ.e.a.s efna þá niður og sjóða þá saman. Verðið er vel viðunandi 519 þúsund fyrir verkið en félagsmenn eru velkomnir að verkinu hvenær sem er. Stólparnir verða tilbúnir í kringum mánaðarmótin. Svo verður framhaldið ákveðið þá.

Veiðimessa Bjarna (SKAUST)

 

Fundað var um aðkomu SKAUST að Hreindýramessu sem er fyrir höguð á Egilsstöðum helgina 21-22 Febrúar. Setja upp veiðidag í kringum Hreindýraútdráttin koma að sýningu sem er fyrir höguð í sláturhúsinu þ.e.a.s. sýning á veiðitólum allskonar, byssum,gildrum,bogum,fatnaði og öllu sem er teingt veiðum, eignig á handverki austfyrðinga. Um kvöldið er fyrir hugað að vera með okkar fræga villibráðakvöld í Gistiheimilinu hja Gulla áætlað er að maturinn verði á bilinu 7-9 þúsund með fyrirvara um breytingar. Von er á gestum allstaðar af landinu t.d Jóa byssusmið og fleirri góðir menn með sitt handbragð.

Höfundar að þessu eru

Tóti Borgars

Jón Hávarðsson

Gulli á Gistiheimilinu

Bjarni Þór Haraldsson

4. stjórnarfundur 04/12 2014

4. stjórnarfundur 04/12 2014

Stjórnarfundur

20:00 Fundur settur

Mættir eru: Haraldur, Bjarni, Sigurgeir og Baldur.
20:01 Brú semja texta til að senda á félaga og hvetja til vinnu

Aðal atriðið er að koma upp brúnni. Þar þurfa félagsmenn að vera virkir til að málin klárist. Ákveðið að dreifa auglýsingu til félagsmanna og vekja þá til umhugsunar um hversu mikils virði brúin er í allri starfsemi félagsins.
20:20 Verktakar í málmsmíði
Það þarf að kaupa vinnu við að sjóða saman bita í brúna. Ræða þarf við verktaka sem getur framkvæmt þetta.

 

20:30 Villibráð

Villibráðarkvöld ákveðið um mánaðarmótin febrúar/mars. Ákveðið að fjárframlög félagsins verði 60 þúsund krónur fyrir hvort.
20:40 Stjórn næsta árs

Fyrir næsta aðalfund hafa stjórnarmeðlimir ákveðið að þeir gefi allir kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Skaust.
20:45 önnur mál og slit
Setja þarf skýrar reglur um styrki til félagsmanna í keppnum. Það þarf að vera gegnsætt og sanngjarnt ferli.

 

Rætt var að félagið þurfi að koma sér upp fatnaði merktum félaginu, ss. Boli, peysur, vesti, húfur og derhúfur, sérstaklega til að menn séu auðkenndir félaginu á skotmótum.

 

Það er svo alveg ljóst að til þess að hlutirnir fari að gerast þarf að klára BRÚNA! :)

 

21:00     Fundi slitið

 

3. stjórnarfundur 28.09.14

3. stjórnarfundur 28.09.14

Þriðji fundur stjórnar SKASU haldinn 28.september 2014 í EFLU húsinu.

 

Mættir: Bjarni, Baldur, Haraldur, Sigurgeir og Þorsteinn.

 

  1. Brúarmál. Steini Þrándur náði í rör út í Þrándarstaði og kom þeim á plan við gömlu Aðalflutninga. Vantar 4-5 kalla til að skera og laga til rör og vinnu við það til að koma þeim niður fyrir veturinn til að geta unnið að dekkinu í vetur.

 

  1. Action verkefnið gekk vel og komu nokkuð margir að þessu, þar á meðal smiðir. Unnið var í pallasmíði og lítið er eftir til að það klárist. Það á eftir að klára pallaenda og að loka pallinum. Það þarf svo í framhaldinu að gera aðstöðuna klára fyrir veturinn, rafstöðina og tiltekt á svæði.

 

  1. Ferðastyrkir. Almennt samþykki fyrir styrki að einhverju leyti fyrir skotmót innan lands og utan. Hvernig það verður sett upp verður unnið á aðalfundi sem haldinn verður á árinu 2015.

 

  1. Byssusýning verður haldin í samstarfi við “ferðamaður í heimabyggð” en sá viðburður er haldinn 11. október 2014. Bjarni ætlar að tala við Reimar og Tóta og kanna með uppstillingar borða. Stefnt á að gera þetta svipað og síðast.

 

  1. Villibráðarkvöld. Vilji er til að halda villibráðarkvöld aftur á þessu ári. Konráð Gylfason vill vera með í að afla byrgða fyrir kvöldið. Allar villibráðir vel þegnar svo og kokkar og aðrir þátttakendur á umræddu kvöldi.

 

  1. Rætt var um nauðsyn þess að setja upp fánastöng á skotsvæði. Sniðugt væri að flagga merki SKAUST í hvert skipti sem einhver er á svæðinu svo að það fari ekki á milli mála að þar sé einhver staddur.

 

  1. Setja þarf skýrar reglur í sambandi við umgengni á svæðinu. Reglurnar eru þó til, en það þarf að skerpa á þeim. Einnig þarf að skerpa á reglum um umgengni við og meðferð skotvopna á svæðinu.

 

2. stjórnarfundur 19.08.14

2. stjórnarfundur 19.08.14

Annar fundur stjórnar haldinn 19. ágúst í EFLU húsinu.

Mættir: Bjarni, Haraldur, Sigurgeir og Þorsteinn.

  1. Steini fór til Björns Sveinssonar með teikningar sambandi við brúargerð. Honum leist vel á. Að öllum líkindum verða bitarnir soðnir saman í húsnæði sem ÞS verktakar hafa yfir að ráða. Rætt var hvaða efni er til í brúarsmíðina hjá félaginu. Suðumenn eru fundnir, þeir Binni Braga og Sveinbjörn Valur.
  2. Rædd félagsgjöld og komið með tillögu um fjölskylduafslátt en mönnum fannst ekki tilefni til að svo stöddu. Ákveðið að halda félagsgjöldum óbreyttum, 4500 kr.á ári.
  3. Action verkefni sem á að vera 30. ágúst. Vantar 10 Alcoa starfsmenn til að vinna við að setja upp sólpall við félagshúsið. Ákveðið að tala við Birgi Bragason til að setja upp grind fyrir pall. Svo þarf að fúaverja félagshúsið að utan. Það var síðast gert fyrir 3 árum og var þá fenginn í verkið Elías Elíasson. Þá var rætt um að negla borðin í pallinn í stað þess að skrúfa þau.
  4. Mæting félagsmanna rædd. Mætingu þykir stórkostlega ábótavant. Rætt hvort að ekki væri hægt að kalla saman fólk með hóp sms sendingum eða álíka.
  5. Enn vantar að leggja lokahönd á nokkur verkefni á skotsvæði. Nefnd eru: bíslag á félagshúsinu og grind fyrir pall. Ganga þarf frá húsi og búnaði fyrir veturinn. Það vantar að tæma rotþróna – passa verður þó að tæma hana ekki alveg þar sem þá flýtur hún upp.
  6. Villibráðarkvöld. Búið er að ákveða að það verði haldið 22. nóvember. Konráð Gylfason hefur boðið sig fram til að sjá um framkvæmdina og vantar aðila til aðstoðar. Það þarf að byrja að safna villibráð fyrir kvöldið og hafa fjölbreytnina mikla og nóg af henni. Rætt um að fá aðstöðu, t.d. nefnd til sögunnar húsnæði á Eiðum, í Brúarási eða Hallormsstað.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

1. stjórnarfundur mars 2014

1. stjórnarfundur mars 2014

  1.  Fundur nýkjörinnar stjórnar. Haldinn í marsmánuði 2014

Mættir eru:

Bjarni Þór Haraldsson

Baldur Reginn Jóhannsson

Haraldur Klausen

Sigurgeir Hrafnkelsson.

Stjórn skipti með sér verkum.

Bjarni formaður

Haraldur gjaldkeri

Sigurgeir ritari

Baldur meðstjórnandi

Þorsteinn Lákason er varamaður í stjórn en situr ekki þennan fund.

  1. Samgöngumál rædd. Ræddur fundur sem Bjarni átti við bæjarstjórn um vegagerð að skotsvæði. Brúargerð og slóðagerð rædd en erindi var fellt í bæjarstjórn. Sent inn annað erindi sem beðið er svars við. Skaust á brúarbita
  2. Villibráðarkvöld. Rætt að 5-6 félagsmenn taki sig saman og veiði eða útvegi á annan hátt villibráð fyrir kvöldið. Allir sammála um að hafa villibráðarkvöldið að hausti. Rætt að SKAUST leggi  50-60 þúsund til kvöldsins. Fyrsta kvöldið er villibráðarkvöldið var haldið mættu 30 félagsmenn sem greiddu 2500 kr.á mann.
  3. Bogfimi. Bjarni ætlar að hafa samband við Davíð Þór Sigurðsson formann Hattar og ræða við hann að setja SKAUST undir Hött vegna unglingastarfs í bogfimi. Þannig fengist ódýrara húsnæði fyrir starfsemina.
  4. Vinnukvöld eða vinnudagar. Margir vinna orðið á vöktum svo að það getur hentað mörgum betur að koma að degi til. Aðkallandi verkefni eru : Brunnmál, Bíslag og Hellulögn. Rætt að þurfi að setja upp vinnuplan og fá svo félagsmenn markvisst til að vinna eftir því. Stefnt að því að hafa fyrsta vinnudaginn fljótlega uppúr páskum.
  5. Mótmæli komu fram á aðalfundi um merki SKAUST. Stjórn er sammála um að vera ekkert að bregðast við að svo stöddu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Aðalfundur SKAUST 14.03.14

Aðalfundur SKAUST 14.03.14

Mættir: 19

  1. Bjarni Þór Haraldsson formaður Skaust setti fundinn.
  2. Bjarni stingur upp á Hjalta Stefáns sem fundarstjóra og Dagbjarti sem fundarritara og er það samþykkt.
  3. Bjarni fer yfir skýrslu stjórnar:

Ágætu fundarmenn og félagar
Síðasta starfsár litaðist mikið af skotprófum UST fyrir hreindýraveiðimenn og verklegum skotvopnanámskeiðum fyrir stofnunina. Umferð um svæðið eykst jafnt og þétt á milli ára og því er það augljós staðreynd að það er orðið mjög aðkallandi að koma aðgengismálum félagsins í horf.
Riffilnefndin hélt uppteknum hætti með mjög metnaðarfullri mótaröð. Einnig var mjög öflugt starf hjá bogfimideildinni og gaman að sjá hvað það er vaxandi grein innan skotfimi. Auglýstir voru opnunartímar hjá haglabyssunefndinni og áhuginn jókst jafnt og þétt og var gerður góður rómur af þessu framtaki. Einhverjar vangaveltur eru um framtíðar staðsetningu á trap vélinni hjá haglabyssunefndinni.
237 skotpróf voru tekin á vegum SKAUST og skiluðu þau 475.000 krónum í kassann. Mikil vinna er í sambandi við þessi próf og tölvert ónæði og það er spurning hvort við gætum ekki skipulagt betur tíma sem fólk hefur til að taka prófin en alltaf verður eitthvað um að menn þurfi að komast á síðustu stundu.
Orðspor SKAUST fer víða og er það öflugu mótahaldi að þakka tel ég ásamt skemmtilegum myndböndum sem má sjá á heimasíðu okkar www.skaust.net.
SKAUST kom að tveimur verklegum skotvopnanámskeiðum fyrir UST sem skiluðu 182.000 krónum
Vinnukvöld SKAUST – Ekkert var skipulagt á svæðinu og við tökum það á okkur í stjórninni en þess má geta að mjög dræm þáttaka hefur verið á skipulögð vinnukvöld. Við í stjórninni höfum rætt um það að skrá þau verk sem þarf að vinna og skrá á vefinn og þá geta ákveðnir menn verið ábyrgir fyrir þeim verkum og kallað félaga að vinnunni. Það sem er mest aðkallandi fyrir utan samgöngur er að koma niður brunni svo menn geti nú farið á kamarinn. Búið að er að hafa samband við tvo gröfukalla.
Núverandi stjórn:
Bjarni Þór Haraldsson                Formaður
Baldur Reginn Jóhannsson        Varaformaður
Dagbjartur Jónsson                    Ritari
Þórhallur Borgar                         Gjaldkeri
Úlfar Svavarsson                         Meðstjórnandi
Þorsteinn Ragnarsson                Meðstjórnandi

Félagsgjöld:
Ákveðið var að fella lyklagjaldið inní árgjaldið og hefur árgjaldið nú verið óbreytt í langann tíma. 5000 krónur, 417 krónur.
Starfsemi stjórnar
·         Haldnir voru 9 stjórnarfundir á árinu.
·         Atast í samgöngumálum fyrir svæðið sem hefur borið takmarkaðan árangur.

Framkvæmdir
Eins og fram hefur komið voru ekki skipulögð vinnukvöld og því ekki mikið sem gerðist.

 

  1. Bjarni fór yfir reikninga félagsins og útskýrði það sem spurt var um og reikningarnir voru síðan samþykktir.
  2. Engar lagabreytinagar lágu fyrir.
  3. Bjarni Þót Haraldsson var einn í kjöri til formanns og var hann endurkjörinn með lófaklappi.  Með honum í stjórn voru kosnir: Þorsteinn Ragnarsson, Baldur Regin Jóhannsson, Haraldur Klausen og Sigurgeir Hrafnkellsson.  Varamenn eru áfram: Eyjólfur Skúlason og Jón Egill Sveinsson.  Í Riffilnefnd: Dagbjartur Jónsson, Hjalti Stefánsson, Jón Magnús Eyþórsson og Baldur Regin Jóhansson.  Í Haglabyssunefnd: Sveinbjörn Jóhannsson og Tómas Stanislawsson. Í bogfimideild: Haraldur og Sigurgeir.  Endurskoðandi var skipaður: Sigurður Álfgeir Sigurðsson.
  4. Árgjald var ákveðið 5000 kr og talnakóði gefin upp við greiðslu árgjalds.
  5. Önnur mál:
  • Nýtt lógó kynnt og sýnt, lagt til að láta útbúa boli með lógóinu.
  • Þorsteinn fór yfir stöðu mála varðandi aðgengi að svæðinu. Tvær leiðir í skoðun annars vegar að fara eyrarnar meðfram bökkum austan megin og hinsvegar að brúa.  Björn Sveins að vinna í því máli.  Gróft kostnaðrmat á brúargerð á bilinu 8-15 miljónir en vegi á eyrum 4-5 miljónir.
  • Hjalti hvetur menn til að mæta á skotmót heima og heiman, 11 mót ráðgerð á næsta ári.
  • Dagbjartur fer yfir mót 2013. Alls 10 mót 2 flokkaskipt í raun 13 mót.  Alls 112 keppendur eða 62 einstaklingar þar sem sumir mæta á fleiri en eitt mót. Í það heila voru 52 verðlaunapenigar sem fengu nýjan eingenda. Alls voru skotin 2070 skot til stiga á þessum mótum plús æfingarskot.
  • Bjarni minnir á villibráðarkvöld sem byrjar um 20:00.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur SKAUST 27.02.14

Stjórnarfundur SKAUST 27.02.14

Mættir: Þorsteinn, Baldur, Bjarni, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Bjarni setti fundinn.
  2. Aðgengismál.  Bjarni og Steini hafa verið að þrýsta á Björn Sveinsson hjá Verkís en hann ætlar að gera kostnaðarmat á því að byggja brú inn á svæðið og einnig á því að leggja veg ofarlega á eyrunum en það er að okkar mati í lagi út frá vatnsverndarsjónarmiðum, sem fram kom í skýrslu Þórólfs Hafstað.  Bjarni ætlað að ræða þetta betur við Björn Sveins.
  3. Ákveðið að auglýsa eftir lógói fyrir félagið í Dagskránna og á Heimasíðuna.  Skila inn fyrir aðalfund 8. Mars. Í verðlaun verða 25.000 + matarboð hjá formanni vorum.
  4. Sefnt á aðalfund 8 mars kl 17:00 til 18:30 í Hlymsdölum.
  5. Bjarni kom með þá snilldar hugmynd að halda villibráðarveislu í Hlymsdölum að loknum aðalfundi mæting kl 20:00.  Ákveðið að halda kostnaði í 4.500 manninn.  Kannað hvort hægt verði að vera með myndasýningu á borðhaldi. DJ
  6. Rætt um að skilgreina hvað þarf að gera upp á svæði og skipa starfshópa.  T.d að vatnslögn í fégashúsið orðið mjög áríðandi mál.
  7. Á fundinum kom fram að bogamenn eru að gera mjög góða hluti og um 20 eru skráðir á æfingar í íþróttahúsinu í fellabæ, margir ungir að árum.  Einnig kom fram að Haraldur hafði staðið sig með stakri prýði og verið í 2 sæti á Íslandsmeistaramótinu í sumar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur SKAUST 15.07.2013

Stjórnarfundur SKAUST 15.07.2013

Mættir: Bjarni, Baldur, og Dagbjartur.

Haglabyssunefnd:Bjössi; Tómas og Ingi.

  1. Bjarni setti fundinn.
  2. Haglabyssunefnd kynnir hugmyndir um breytta legu trapphúss.  Stjórn tók vel í þetta frumkvæði og Tómas ætlar að ræða þetta við Steina varðandi teikningu af svæðinu.  Haglabyssunefnd stefnir einnig á mót í haust.
  3. Rætt sú vélavinna sem þarf að fara fram: vatnsból, vatnslögn, framleingja veg út í 300 m, trapphúsið og staura undir bíslag.
  4. Bjarni talar um að hann þurfi að losna undan mótahaldi.
  5. Spáð í innréttingu tala þarf við Jón Hávarð.
  6. Dagbjartur ætlar að tala við Bigga Braga varðandi bíslag.
  7. Spáð í geymsluskúr.
  8. Það þarf að taka til á svæðinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur SKAUST 10.06.2013

Stjórnarfundur SKAUST 10.06.2013

Mættir: Bjarni, Baldur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Bjarni setti fundinn.
  2. Dagbjartur kannar stöðu hjá Einar á Teigabóli varðandi niðursetningu á vatnsbóli, vatnslögn, framleingja veg út í 300 m, trapphúsið og staura undir bíslag kemst ekki í þetta strax.
  3. Bjarni ætlar að athuga með flísar í húsasmiðjunni, hurð á milli í riffilhúsinu og efni í bíslag.
  4. Úlfar ætlar að athuga með minigröfu.
  5. Bjarni hafði samband við Ómar og við þurfum að skila teikningum af brúnni.
  6. Umræður um trapphús Úlfar ætlar að skoða þéttleika þess.
  7. Guðmundur Ingi Einarsson nýr meðlimur í haglabyssunefndinni.
  8. Ath með fleiri í riffilnefnd.
  9. Skotpróf fara mjög rólega af stað.
  10. Veðurstöð.  Ákveðið að fá Finn Frey Magnússon til að kanna þetta.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Aðalfundur SKAUST 14.03.2013

Aðalfundur SKAUST 14.03.2013

Mættir: 18

  1. Bjarni Haraldsson formaður Skaust setti fundinn.
  2. Bjarni tilnefnir Helga Jensson fundarstjóra og Dagbjart sem fundarritara.
  3. Bjarni fer yfir skýrslu stjórnar:

Ágætu fundarmenn og félagar

Síðasta starfsár litaðist mikið af skotprófum UST fyrir hreindýraveiðimenn ásamt metnaðarfullri mótaröð riffilnefndar.

Þann 7. Júní fengu 5 fulltrúar SKAUST sakramentið hjá Guðmanni UST manni og útskrifuðust sem prófdómarar.  Þetta voru Baldur, Sveinbjörn, Hjörtur, Tómaz og undirritaður.  Framkvæmd og skipulag UST tel ég að hafi verið ábótavant að mörgu leyti. Prófin voru sett á eftir að veiðimenn voru búnir að sækja um að komast á veiðar. Leiðbeiningar um framkvæmd og útfærslu bárust seint og tafði fyrir okkur. Allir lögðust á eitt og við mættum þessu verkefni með samstilltu átaki. Ég verð að segja það fyrir mína parta og örugglega okkar allra er komu að prófunum að þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi. Margir skemmtilegir próftakar mættu, búnaður var í misjöfnu ástandi sem og skytturnar. Það er einlæg trú okkar að þessi próf séu af hinu góða og veki fólk til meðvitundar um vopn sín og gildi æfinga.  Við hjá SKAUST fögnum þessum prófum.

185 próf voru tekin á vegum SKAUST og verður farið yfir uppgjör í ársreikningi hér á eftir.

Til gamans má geta þess að hæsta skor á þessum prófum var 48 stig af 50 og sá sem var sneggstur tók prófið á 20 sek. og uppskar 43 stig.

Orðspor SKAUST fer víða og er það öflugu mótahaldi að þakka tel ég ásamt skemmtilegum myndböndum. 10 mót voru á dagskrá nefndarinnar og það fyrst var haldið 5. Maí. Riffilnefnd gerir betur grein fyrir störfum nefndarinnar hér á eftir.

22. september kom SKAUST að verklegu skotvopnanámskeiði fyrir UST. 11 einstaklingar mættu galvaskir til fræðslu og verklegrar þátttöku.

Vinnukvöld SKAUST – Eins og áður voru vinnukvöld sett á miðvikudaga. Mjög dræm mæting var á vinnukvöld félagsins. Það er vissulega umhugsunarefni í félagi sem telur vel á annaðhundrað einstaklinga að ekki takist að ná saman 5 mönnum.  Ég tel nú að menn séu frekar sofandi og eftirtektarlausir fremur en latir. Við viljum hvetja menn að fylgjast með á vefnum okkar skaust.net og einnig á fésbókar síðu félagsins. Fullur skilningur stjórnar er á því að menn nenni ekki að vinna endalaust í sjálfboðavinnu í þeim félögum sem menn skrá sig í. Engu að síður er það þannig í frjálsum félagasamtökum eins og SKAUST er og sérstaklega þar sem félagsgjöld eru ekki hærri en raun ber vitni verður ekki hjá því komist að félagið stóli á sjálfboðaliða. Við viljum hvetja menn til að taka jákvætt á þessu og mæta a.m.k á eitt vinnukvöld því margar hendur vinna létt verk.

Núverandi stjórn:

Bjarni Þór Haraldsson                Formaður

Baldur Reginn Jóhannsson        Varaformaður

Dagbjartur Jónsson                    Ritari

Þorsteinn Erlingsson                   Gjaldkeri

Úlfar Svavarsson                         Meðstjórnandi

Þorsteinn Ragnarsson                Meðstjórnandi

 

Félagsgjöld:

Ákveðið var að fella lyklagjaldið inní árgjaldið og hefur árgjaldið nú verið óbreytt í langann tíma. 5000 krónur, en var 4000 krónur.

Starfsemi stjórnar

  • Haldnir voru 9 stjórnarfundir á árinu.
    • Atast í samgöngumálum fyrir svæðið sem hefur borið takmarkaðan árangur.

Framkvæmdir

Eins og fram hefur komið var ekki vel mætt á skipulögð vinnukvöld og því ekki neitt stórkostlegt áunnist og þó. Í riffil húsi félagsin voru settir upp myndarlegir og stöðugir bekkir við vegginn þar sem menn geta lagt frá sér búnað og hvílt lúin bein.

Dúkur var bræddur á haglabyssuhúsið

Nefndir/Deildir

Bogfimideild

Bogfimideild var stofnuð á í desember á síðasta ári. Fljótlega voru auglýst námskeið og voru um 20 manns bókaðir á námskeiðið sem að allra mati heppnaðist vel. Það er trú okkar að þessi deild svari kalli breiðs hóps og sé mjög jákvæð viðbót við það frjóa starf sem SKAUST er þekkt fyrir. Annað námskeið er í farveginum bæði byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið. Hafnar eru æfingar og félagar í bogfimideildinni borga 3000 krónur á mánuði. Þetta gjald er hugsað þannig að það dekki rekstur á deildinni og gjöld sem falla á hana, s.s. gjöld til íþróttahússins.  Sómi – starfsmannafélag Alcoa styrkti deildina um 250.000 krónur.

Dagbjartur gerði grein fyrir störfum riffilnefndar og sagði frá því að haldin hefðu verið 9 mót og skotin 1510  skot til stiga.  Hjalti gerði grein fyrir þeim mótum sem eru fyrirhuguð á árinu og má sjá inni á heimasíðu okkar.

Tómas skýrði frá stöðu haglabyssumála og Sveinbjörn sagði frá því að vilji væri til þess að koma haglasvæðinu í rekstrarhæft ástand.

 

  1. Bjarni fór yfir reikninga félagsins og útskýrði það sem spurt var um og reikningarnir voru síðan samþykktir.
  2. Ein lagabreytingartillaga lá fyrir stjórn og var hún samþykkt samhljóða.
  3. Bjarni Haraldsson var einn í kjöri til formanns og var hann endurkjörinn með lófaklappi.  Með honum í stjórn voru kosnir:, Dagbjartur Jónsson, Úlfar Svavarsson Þorsteinn Ragnarsson og Þórhallur Borgarson.  Varamenn voru kosnir: Eyjólfur Skúlason og Jón Egill Sveinsson.  Í Riffilnefnd: Dagbjartur Jónsson, Hjalti Stefánsson og Baldur Regin Jóhansson.  Í Haglabyssunefnd: Sveinbjörn Jóhannsson og Tómas Stanislawsson. Í bogfimideild: Haraldur og Sigurgeir.  Endurskoðandi var skipaður: Sigurður Álfgeir Sigurðsson.
  4. Árgjald var ákveðið 5000 kr og talnakóði gefin upp við greiðslu árgjalds.
  5. Önnur mál:
  • Tóti hrósar mönnum fyrir gott starf
  • Hjalti hvetur menn til að mæta á skotmót heima og heiman.
  • Bjarni fór yfir stöðu brúargerðar en breytingartillaga liggur fyrir deiliskipulagi.
  • Rætt um að setja upp skilti sem myndi benda mönnum á að skotsvæðið væri fyrir félagsmenn.
  • Tóti talaði um hagsmunagæslu varðandi evrópusamþykktir.
  • Tomas spurði um möguleika á unglingadeild.
  • Bjössi spurði um hvort skkjóta mætti á 1000 metra færi en fram kom að starfsleyfið gerir ráð fyrir 600 metrum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur SKAUST 10.03.2013

Stjórnarfundur SKAUST 10.03.2013

Mættir: Bjarni, Baldur, Þorsteinn B og Dagbjartur.

  1. Bjarni setti fundinn.
  2. Ákveðið að leggja til að breyta lögum félagsins í þá veru að aðalfund skuli halda fyrir 1 mars ár hvert.
  3. Fram kom að Bjarni er lagt komin með drög að skýrslu stjórnar.
  4. Ákveðið að nefndir geri grein fyrir störfum sýnum.
  5. Ákveðið að Bjarni geri grein fyrir stöðu bogfimideildar félagsins.
  6. Ákveði að leggja til að árgjald verði 5000 kr með lyklagjaldi.
  7. Steini ætlar að tala við Guðgeir hjá ÍAV varðandi bita í brú.
  8. Steini ætlar að heyra í Birni Sveins varðandi teiknigu af brú á svæðið.
  9. Fésbókarsíða hefur verið stofnuð fyrir SKAUST.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 20. janúar 2013

Stjórnarfundur 20. janúar 2013

Stjórnarfundur  SKAUST  20.01.2013

Mættir: Bjarni, Baldur, Þorsteinn B og Dagbjartur.

  1. 1.Bjarni setti fundinn.
  2. 2.Drög að mótaskrá var lögð fram.
  3. 3.Farið yfir verkefnalista fyrir vélavinnu í vor og Dagbjartur ætlar að heyra í Einari á Teigabóli um það mál.
  4. 4.Fram kom að Steini er langt kominn með að teikna brú inn á afstöðumynd.
  5. 5.Bjarni sagði frá stálbitum sem okkur höfðu áskotnast og ætlar hann að kanna hvort þessir bitar passa við þá sem við eigum.
  6. 6.Senda þarf tillögu að deiliskipulagi til bæjarráðs og ætla Steini og Bjarni að fylgja því eftir.
  7. 7.Steini ætlar að heyra í Birni Sveins varðandi teiknigu af brú á svæðið.
  8. 8.Stofnuð hefur verið bogfimideild innan SKAUST, stefnt á að hefja æfingar í vetur og hafa verið keypt mörk til þess.
  9. 9.Lagt til að lögum félagsins verði breytt í þá veru að aðalfundur skuli haldinn fyrir 1. mars árEinnig lagt til að greiðsluseðlar félagsins verði sendir út eigi síðar en 15. mars.
  10. 10.Stefnt á að halda aðalfund fimmtudaginn 14.3.2013.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 8. nóvember 2012

Stjórnarfundur 8. nóvember 2012

Stjórnarfundur  SKAUST  08.11.2012

Mættir: Þorsteinn Erlingsson, Bjarni, Baldur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. 1.Bjarni setti fundinn.
  2. 2.Ræddar vanefndir á hinum ýmsu málum og orðið ljóst að skollin er á vetur og verður lítið gert á svæðinu fyrr en í vor.
  3. 3.SamgöngumáBjarni sagði frá fundi sem hann sat með sveitarfélaginu og þar kom fram að sækja þarf um breytingu á aðlaskipulagi varðandi brú á svæðið.  Steini B. og Bjarni ætla að sjá um það mál.  Í kjölfarið verur að sækja um styrk til Fljótsdalshéraðs og ætlar Bjarni að sjá um það.  Einnig nefndi Bjarni að Hafliði Hafliðason væri tilbúinn að aðstoða við styrkumsóknir af ýmsu tagi.
  4. 4.Nefndir: Ákveðið að Úlfar komi inn í haglabyssunefnd í staðinn fyrirRætt um að fjölga þurfi í riffilnefnd.
  5. 5.Ákveðið að Dagbjartur setji saman lista yfir verkefni sem þarf að vinna með vélum á svæðinu í vor og sendi hann á Bjarna.
  6. 6.Haraldur Gústafsson hafði samband við Bjarna og hefur áhuga á að stofna bogfimideild innan SKAUST, stjórn tók jákvætt í það og fól Bjarna að sjá um það mál.
  7. 7.Rætt um ný vopnalög en til stendur að senda athugasemdir varðandi nokkur atriði.
  8. 8.Bjarni sagði frá því að skotpróf voru alls 179 á árinu.
  9. 9.Dagbjartur sagði frá því að skotmót hefðu gengið vel á árinu en 8 skotmót voru haldin á vegum SKAUST og voru alls 80 keppnisgjöld greidd vegna þeirra, þó stundum hafi sami maður keppt í fleiri en einum flokki.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 27. ágúst 2012

Stjórnarfundur 27. ágúst 2012

Stjórnarfundur  SKAUST  27.08.2012

Mættir: Þorsteinn B Ragnarsson, Bjarni, Úlfar og Dagbjartur.

  1. 1.Bjarni setti fundinn.
  2. 2.Ljóst var eftir heimsókn Þórólfs Hafstað að ekki fengist heimild fyrir lagningu slóðar á svæðið.
  3. 3.Steini B sagði frá því að þrír 11m langir (IP 500)bitar sem við fengum hjá Alcoa væru komnir upp í Myllu og væri að taka einn í tvennt og sjóða við hina.
  4. 4.Teikna þarf upp veginn að skotsvæðinu og Steini tekur það að sér, þá fyrst er hægt að tala við sveitarfélagið varðandi leyfi.
  5. 5.Útvega þarf teikningu af lokum sem fengust hjá LV og sér Dagbjartur um það.
  6. 6.Spáð í skipulagsmál. Vantar flaggstöng og ætlar Tóti að redda því.  Rætt um bíslag og vatnsveitu.
  • Lengja þarf veginn út í 300 m batta.
  • Undirstöður undir bíslag.
  • Undirstöður undir pall.
  • Vatnsból
  • Plægja niður vatnslögn
  • Ramp til að standa á við trapphús.
  1. 7.Dagbjartur ætlar að heyra í Einari á Teigabóli varðandi plóg.
  2. 8.Bjarni ætlar að tala vi Börk hjá Rarik varðandi staurabúta undir bíslag og pall.
  3. 9.Dagbjartur og Steini ætlað að kanna aðstæður fyrir vatnslögn og vatnsból þann 28.8.2012.
  4. 10.Bjarni skýrði frá því að 149 skotpróhefðu verið tekin hjá Skaust.  Bjarni minntist á einhverja hnökra við framkvæmd prófsins og bjóst við að athugasemdum verði skilað til umhverfisstofnunar.
  5. 11.Ákveðið að hafa lyklamál í þeim farvegi að hafa lyklaskáp í ár.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 20. maí 2012

Stjórnarfundur 20. maí 2012

Stjórnarfundur  SKAUST  20.05.2012

Mættir: Þorsteinn B Ragnarsson, Þorsteinn Erlingsson, Bjarni, Baldur og Dagbjartur.

  1. 1.Bjarni setti fundinn.
  2. 2.Ákveðið að skipa eftirtalda í prófdómarahlutverk hjá SKAUST: Hjörtur Magnason, Tómas Stanislawsson, Baldur Reginn Jóhannsson,  Bjarni Þór Haraldsson og Sveinbjörn Valur Jóhannsson.
  3. 3.Steini B hafi samband við Þórólf Hafstað en hann er væntanlegur í byrjun júní.
  4. 4.Rætt um fyrirhugaðan samfélagsdag og hugmynd um að setja upp ramp kringum haglabyssuhús og ætlar Bjarni að athuga með trjáplöntur.
  5. 5.Athuga þarf með fánaborg, 3 fána og athuga þarf með jöfnunarlag hjá bænum.
  6. 6.Stefnt á að auglýsa samkeppni um lógó félagsins og ætlar Bjarni að sjá um það.
  7. 7.Talað um að fá tilboð frá Húsasmiðjunni í það sem vantar í bíslag á aðstöðuhúsi.
  8. 8.Ákveðið að senda út félagsgjald með gjalddaga 1. júní og eindaga 15. júní.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 30. apríl 2012

Stjórnarfundur 30. apríl 2012

Stjórnarfundur SKAUST 30.04.2012

Mættir: Þorsteinn B Ragnarsson, Þorsteinn Erlingsson, Bjarni, Baldur og Dagbjartur.

  1. Bjarni setti fundinn.
  2. Ákveðið að Þorstinn Erlings verði gjaldkeri,Baldur Regin verði varaformaður, Dagbjartur ritari og Úlfar meðstjórnandi.
  3. Ákveðið að vinnukvöld skuli vera á miðvikudögum í maí.
  4. Steini B ætlað að mæta með sand á svæðið fyrir hellurnar næsta miðvikudag og stefnt verður á að setja í loftið á riffilhúsinu og tiltekt á svæðinu.
  5. Steini hafði talað við Svein Sveins hjá vegagerðinni og hann talaði um að það þyrfti 20 metra langa brú ef brúin ætti að taka allt vatnsrennsli.
  6. Talað um að setja tré við svæðið.
  7. Þorsteinn Erlings ætlar að athuga með styrk fyrir plöntum.
  8. Aðeins rætt um bíslag.
  9. Steini B ætlar að hafa samband beint við Þórólf Hafstað.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Aðalfundur 26. apríl 2012

Aðalfundur 26. apríl 2012

Aðalfundur SKAUST 26.4.2012                

Mættir 13

  • Þorsteinn Ragnarson formaður setur fund og skipar Þórhall Borgarson fundarstjóra og Guðmund Magna Bjarnason fundarritara.
  • Þorsteinn les skýrslu stjórnar og fer yfir árið 2011 mótanefnd er þakkað sérstaklega fyrir kraftmikla dagskrá

-          127 manns greiddu félagsgjöld og 56 manns keyptu lykil að riffilhúsi

-          Starfsemi stjórnar kynnt: 9 fundir skráðir, stór hluti starfs stjórnar var að skrifa umsagnir og gera athugasemdir við löggjöf. Atast var í samgöngumálum sem fyrr.

  • Bjarni Þór kynnir ársreikning. Skýrsla stjórnar og ársreikningur samþykkt einróma.
  • Engar lagabreytingar bornar upp
  • Bjarni Þór kosinn fromaður einróma. Þorsteinn B. Lætur af embætti.
  • Þórhallur Borgarson lætur af embætti
  • Þorsteinn Erlingsson og Baldur Reginn Jóhannsson koma inn í stjórn.
  • Varamenn eru Guðmundur Magni, Þorsteinn Baldvin og Eyjólfur Skúla.
  • Stjórn SKAUST árið 2012 er því eftirfarandi

-          Bjarni Þór Formaður

-          Dagbjartur

-          Úlfar

-          Þorsteinn Erlingsson

-          Baldur Reginn

Varamenn

-          Guðmundur M

-          Þorsteinn B

-          Eyjólfur Skúla

  • Árgjald er ákveðið 4000 kr og helst því óbreytt.
  • Önnur Mál

-          Þórhallur Borgarsson tekur til máls og óskar nýrri stjórn velfarnaðar ásamt því að tilkynna að hann eigi eftir að hafa mikil samskipti við nýja stjórn sem formaður félags hreindýraleiðsögumanna.

-          Þorsteinn B. Þakkar fyrir sig

  • Dagbjartur stígur í ponntu og skýrir frá stöðu við trappvél.
  • Baldur Reginn kosinn í riffilnefnd
  • Haglabyssunefnd skipa Sveinbjörn V. Jóhansson, Tomasz Stanislawson og Guðmundur M.
  • Aðgengismál rædd og útskýrð af hálfu stjórnar.
  • Skorað á nýja stjórn að nýtt merki félagsins verði valið og kynnt á árinu.
  • Sagt frá því að Bjarni Þór nýkynntur formaður félagsins hafi sótt peninga til sveitarfélgagsins sem búið var að lofa félaginu. Jafnframt kemur það fram að fjárhagur félagsins sé í góðum málum.

Fundi slitið.

 

Stjórnarfundur 12. apríl 2012

Stjórnarfundur 12. apríl 2012

Stjórnarfundur SKAUST 12.04.2012

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Ákveðið að aðalfundur SKAUST fari fram fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00 í húsnæði Þekkingarnets Austurlands.
  3. Auglýsing þarf því að fara í Dagskránna fyrir þriðjudag og mun Dagbjartur sjá um það.
  4. Steini ætlar að skrif skýrslu stjórnar.
  5. Dagbjartur ætlar að taka saman eitthvað um mót sumarsins 2011.
  6. Ársþing UÍA verður haldið 15. apríl og stefnir stjórnin á að mæta þar.
  7. Bjarni ætlar að koma saman ársreikning fyrir aðalfund.
  8. Gjaldkeri ætlar að senda reikninga vegna byssuleyfisnámskeiðs og hæfnisprófs verðandi hreindýraleiðsögumanna.
  9. Rætt um að félagið þurfi að eignast lógó og ákveðið að það þurfi að ræðast á aðlfundi.

10.  Steini ætlar að mæta á fund um samfélagsdag sem verður á þriðjudaginn 17 apríl.

11.  Umræður um brú inn á svæðið, ekki frést neitt af ferðum vatnsverndar arkitektsins. Tóti og Bjarni ætla að hitta á bæjarfulltrúa 13. apríl kl 17:00 varðandi þau mál.

12.  Steini ætlar að tala við Svein Sveinsson hjá vegagerðinni á Reyðarfirði um það hvernig vegagerðin sér hugsanlega brú inn á svæðið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 27. febrúar 2012

Stjórnarfundur 27. febrúar 2012

Stjórnarfundur SKAUST 25.01.2012

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Farið yfir drög að nýjum skotvopnalögum og gerðar athugasemdir við það sem við töldum að betur mætti fara. Ákveðið að Steini muni síðan senda þessar athugasemdir til innanríkisráðuneytisins.
  3. Kynnt drög að mótaskrá fyrir 2012.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 22. febrúar 2012

Stjórnarfundur 22. febrúar 2012

Stjórnarfundur SKAUST 22.02.2012

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Farið yfir drög að reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða og gerðar athugasemdir við það sem við töldum að betur mætti fara. Ákveðið að Steini muni hafa samband við Einar Guðmann hjá Umhverfisstofnun og reyna að fá þessi drög á tölvutæku formi svo einfaldara sé að gera við þetta athugasemdir.
  3. Tóti sagði frá að hann hefði átt fund með stjórn UÍA um drög að nýjum skotvopnalögum og þar hefði komið fram hugmynd um að senda bréf til innanríkisráðherra og mótmæla þeim hugmyndum sem myndu útiloka 3 Olypískar keppnisgreinar. Bréf þetta verður síðan sent sameiginlega frá UÍA, SKAUST og Drekanum. Tóti tók að sér að gera uppkast að þessu bréfi.
  4. Steini mynntist á að skyla þyrfti inn umsókn um styrk til Alcoa í Mars og sækja um styrk til samgöngubóta.
  5. Rætt lítillega um samgöngumál og þar kom fram að vatnsverndarsérfræðingurinn hefði ekki verið á ferðinni.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 25. janúar 2012

Stjórnarfundur 25. janúar 2012

Stjórnarfundur SKAUST 25.01.2012

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Farið yfir drög að nýjum skotvopnalögum og gerðar athugasemdir við það sem við töldum að betur mætti fara. Ákveðið að Steini muni síðan senda þessar athugasemdir til innanríkisráðuneytisins.
  3. Kynnt drög að mótaskrá fyrir 2012.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 2. október 2011

Stjórnarfundur 2. október 2011

Stjórnarfundur SKAUST 20.07.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Ákveðið að Steini og Tóti mæti á fund með Svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðar á morgun og urðu talsverðar umræður um kafla 9,5 í áætluninni .
  3. Búið að landa samningi við Kristófer í Íslensku ölpunum en hann ætlar að selja fyrir okkur lykla að skotsvæðinu.
  4. Steini ætlar að útbúa póst á félagsmenn varðandi lykla og minna á ógreidd félagsgjöld.
  5. Ákveðið að skipt verði um skrá í riffilhúsi 22. júlí.
  6. Steini sagði frá því að við hefðum fengið synjun við því erindi okkar að leggja fólksbíla færa slóð frá brúnni og niður á skotsvæði. Lagt til að hann myndi reyna að fá að sjá þessar umsagnir hagsmunaaðila og einnig að áminna seitarstjórnina að hún hefði ekki svarað þeirri beðni okkar um aðrar lausnir ef slóðinni yrði hafnað.
  7. Rotþró er klár og komin á staðinn eftir viðgerð og trapphús klárt til flutnings.
  8. Steini búinn að vera í sambandi við Kristján Má hjá Myllunni varðandi jarðvinnu en þeir eru komnir með öll sín tæki í burtu. Það var því ákveðið að Steini myndi heyra í öðrum verktökum til að freista þess að finna einhvern sem myndi komast í þetta fljótlega.
  9. Spáð í reikning sem kom frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og talið ljóst að hann þyrfti að greiða.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                

Dagbjartur

Stjórnarfundur 20. júlí 2011

Stjórnarfundur 20. júlí 2011

Stjórnarfundur SKAUST 20.07.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Ákveðið að Steini og Tóti mæti á fund með Svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðar á morgun og urðu talsverðar umræður um kafla 9,5 í áætluninni .
  3. Búið að landa samningi við Kristófer í Íslensku ölpunum en hann ætlar að selja fyrir okkur lykla að skotsvæðinu.
  4. Steini ætlar að útbúa póst á félagsmenn varðandi lykla og minna á ógreidd félagsgjöld.
  5. Ákveðið að skipt verði um skrá í riffilhúsi 22. júlí.
  6. Steini sagði frá því að við hefðum fengið synjun við því erindi okkar að leggja fólksbíla færa slóð frá brúnni og niður á skotsvæði. Lagt til að hann myndi reyna að fá að sjá þessar umsagnir hagsmunaaðila og einnig að áminna seitarstjórnina að hún hefði ekki svarað þeirri beðni okkar um aðrar lausnir ef slóðinni yrði hafnað.
  7. Rotþró er klár og komin á staðinn eftir viðgerð og trapphús klárt til flutnings.
  8. Steini búinn að vera í sambandi við Kristján Má hjá Myllunni varðandi jarðvinnu en þeir eru komnir með öll sín tæki í burtu. Það var því ákveðið að Steini myndi heyra í öðrum verktökum til að freista þess að finna einhvern sem myndi komast í þetta fljótlega.
  9. Spáð í reikning sem kom frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og talið ljóst að hann þyrfti að greiða.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                

Dagbjartur

Stjórnarfundur 15. apríl 2011

Stjórnarfundur 15. apríl 2011

Stjórnarfundur SKAUST 15.05.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Ákveðið að framvegis verði varamenn boðaðir á stjórnarfundi.
  3. Ákveðið að gíróseðlar verði ekki sendir seinna en 1 júní ár hvert.
  4. Ákveðið að senda gíróseðla fyrir 2011 út í næstu viku.
  5. Ákveðið að skipt verði um skrá í riffilhúsi 8. júní.
  6. Gerð prófkúruhafabreyting á reikningi félagsins, Bjarni settur í stað Guðmundar.
  7. Tóti og Steini ætla að útbúa formlega umsókn um úttekt lögreglu á skotsvæðinu.
  8. Umræður um möguleika á að hafa formlega opnun skotsvæðisins í kringum Ormsteiti.
  9. Bjarni sagði frá að hann hefði sótt um „Axjon vekefni“ hjá Alcoa.

10.  Samþykkt að stjórnin fari á þriðjudag til að ákveða endanlega hvar Trappvél og rotþró eiga að vera.

11.  Rætt um að tala við Þorstein hjá fyrirtækinu Og synir um að hafa umsjón með byggingu forstofu við Aðstöðuhús.

12.  Rotþró er ekki klár þar sem límbyssa er enn biluð, reynt að pressa á að það klárist. Trappvélarhús að verða klárt til flutnigs. Stefnt á jarðvinnu um leið og rotþró verður klár.

13.  Skoðaðar lokur sem hugsanlega er hægt að nota til brúargerðar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 3. apríl 2011

Stjórnarfundur 3. apríl 2011

Stjórnarfundur SKAUST 03.04.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setti fundinn.
  2. Ákveðið að Bjarni Haralds taki við embætti gjaldkera af Guðmundi sem fór út úr stjórn. Önnur embætti óbreytt.
  3. Spáð í verkefni sem eru framundan hjá félaginu. Einangra þarf riffilhúsið og klára að klæða það. Steini og Tóti ætla að fara og finna heppilegt efni til að halda einangruninni á sínum stað og ætlar Steini að halda utan um mannskap sem fer í þetta verk.
  4. Stefnt á að smíða húsið fyrir trappvélina fyrir framan áhaldahúsið og Tóti ætlar að halda utan um það verk.
  5. Tóti ætlar að koma upplýsingum varðandi starfsleyfið til lögreglunnar.
  6. Stefnt á að Steini, Tóti og Bjarni fari upp á svæði á þriðjudag og mæli áfellur og athugi með þró.
  7. Rætt um aðkomumálin og reiknað með að erindi varðandi það verði tekið fyrir á miðvikudag.
  8. Stefnt að því að jarðvegsframkvæmdir sem snúa að haglabyssusvæðinu geti byrjað um mánaðarmótin apríl maí og fyrir þann tíma þarf að ákveða endanlega staðsetningu valla og meta hvar þarf að ræsa.
  9. Ákveðið að setja upplýsingar á vefinn varðandi einangrun riffilshússins og smíði á húsi fyrir trappvélina.
  10.  Stefnt á að klára myndakerfið á vefnum fyrir 1 maí
  11. Riffil- nefnd þarf að koma reglum um 22 L.R. keppnina frá fyrir 10 apríl.
  12. Umræður um bakstopp og hugmynd um að koma malarbing fyrir í landinu.
  13. Minnst á að rafstöðin sé farin að leka olíu og Dagbjartur ætlar að kíkja á það.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið         

Dagbjartur

Stjórnarfundur 27. mars 2011

Stjórnarfundur 27. mars 2011

Stjórnarfundur SKAUST 27.03.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setti fundinn.
  2. Steini sýndi okkur uppdrátt af vegi sem liggja mun á svæðið frá brúnni innan við skotsvæðið, og ætlar hann að senda tillöguna til Ómars byggingarfulltrúa eftir helgi.
  3. Steini ætlar að senda aðra tilkynningu fyrir aðalfundinn 31 mars.
  4. Steini sagði að debetkort félagsins væri tilbúið hjá bankanum.
  5. Tóti ætlar að reyna að koma upplýsingum varðandi starflsleyfið til lögreglunar fyrir aðalfundinn.
  6. Mummi ætlar að heyra í Þórhalli Hauks varðandi ársreikning og sjá til þess að hann klárist fyrir aðalfund.
  7. Steini ætlar að mæta með kerru Jóns Egils á aðalfund til þess að sækja rotþróna.
  8. Stefnt að því að stjórnarmenn mæti til þess að gera klárt fyrir aðalfund um kl 18:00.
  9. Steini ætlar að kaupa kaffi og með því fyrir aðalfundinn.

10.  Ákveðið að setja auglýsingu í dagskrána miðvikudaginn 30. Mars, Dagbjartur sér um það .

11.  Tóti ætlar að sækja merkingar til Bubba í Bón og Púst og athuga með gasbirgðir á svæðinu.

12.  Umræður um bakstopp og hugmynd um að nota færibandagúmí ákveðið að skoða það nánar.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið                                

 

Dagbjartur

Stjórnarfundur 15. mars 2011

Stjórnarfundur 15. mars 2011

Stjórnarfundur SKAUST 15.03.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setti fundinn.
  2. Rætt um Vatnajökulsþjóðgarð og ákveðið að senda frá sér eftirfarandi ályktun:

Ályktun stjórnar Skaust

Stjórn Skotfélags Austurlands átelur þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við gerð verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekkert samráð eða samstarf að fyrra bragði var haft við hagsmunaaðila í málinu. Stjórn SKAUST harmar þá tilhneigingu sem fram kemur í verndaráætluninni að skipta fólki í ,,Æskilega“ og ,,Óæskilega“ útivistarmenn. Snæfellssvæðið er eitt aðgengilegasta svæði þjóðgarðsins og því mjög mikilvægt fyrir veiðimenn á Íslandi. Það er skoðun stjórnar SKAUST að veiðimenn eigi jafnan rétt til notkunar og umgengni um Ísland eins og aðrir borgarar þessa lands.

Stjórn SKAUST leggst einnig gegn öllum hugmyndum um stækkun þjóðgarðsins um Brúardali og Krepputungu, hafi það í för með sér skerðingu á aðkomu almennings að svæðinu.

Egilsstöðum 15.3.2011

  1. Steini sagði frá því að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður áfram og í framhaldi af því var ákverðið að hann myndi senda út tilkynnigu og óska eftir því að áhugasamir myndu gefa kost á sér í stjórn.
  2. Spáð í hvernig setja skuli upp einangrun í riffilhúsi.
  3. Ákveðið að halda einn stjórnarfund fyrir aðalfundinn 31 mars
  4. Ákveðið að setja auglýsingu í dagskrána miðvikudaginn 23. mars.
  5. Guðmundur lagði til að við myndum setja göngubrú á barðið innan við vaðið.

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 9. febrúar 2011

Stjórnarfundur 9. febrúar 2011

Stjórnarfundur SKAUST 09.02.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setti fundinn.
  2. Steini lagði fram pappíra frá veiðivef.is, en þeir fóru fram á stuðning eða styrk, og var þetta rætt lítilega.
  3. Ákveðið að Steini myndi rissa upp á pappír veg frá brúnni upp á Eyvindarárdal og niður að skotsvæði og leggja fyrir bæjarskipulagið.
  4. Guðmundur sagði frá því að Bjarni Haralds sé að vinna í heimasíðumálum og yrði netslóðin www.skaust.net.
  5. Ákveðið að halda aðlfund fimmtudaginn 31 mars 2011 kl 20:00.
  6. Rætt um tryggingar varðandi fyrirhugaða byssusýningu og ákveðið að Steini tali við Metúsalem hjá VÍS varðandi það mál.
  7. Stefnt á að vera með kynningarbækling á byssusýnigunni og ákveðið að Dagbjartur sjái um það.
  8. Stefnt á að græja frystiklefann í sláturhúsinu föstudagskvöldið fyrir byssusýninguna.

Fleira ekki gert, fundi slitið                                

Dagbjartur

Aðalfundur 2011

Aðalfundur 2011

Aðalfundur SKAUST 31.03.2011

Mættir: 25

  1. Þorsteinn Ragnarsson formaður Skaust setti fundinn.
  2. Þorsteinn tilnefnir Dagbjart sem fundarritara og Bjarna Haralds fundarstjóra.
  3. Þosrteinn fer yfir skýrslu stjórnar:

Félagsgjöld:

Á síðasta aðalfundi voru félagsgjöld ákveðin kr. 4000kr fyrir árið 2010. Sendir voru út gíróseðlar í byrjun júlí á alla skráða félagsmenn og greiddu 85 félagar af þeim 98 sem skráðir voru. Engar ítrekanir um greiðslu voru sendar. Einnig var ákveðið að innheimta 1000 kr fyrir lykil að aðstöðunni.

Starfssemi stjórnar:

  • Haldnir voru 9 bókaðir stjórnarfundir á árinu.
  • Gengið frá tryggingum á svæðinu og fasteignum.
  • Starfsleyfi fengið fyrir svæðinu.
  • Töluverð fjölgun hefur orðið í félaginu á árinu en í dag eru skráðir 128 félagar.

 

Önnur starfssem

  • Haldin voru þrjú riffilmót.
  • Haldin var byssusýning í sláturhúsinu.
  • Heimasíða komin í notkun.

 

Framkvæmdir á árinu:

  • Lokið var við klæðingu riffilhússins.
  • Battar settir upp á 300, 400, 500 og 600m.
  • Riffilhúsið og félagshúsið málað.

 

Fjármál:

Fjárhagur félagsins er í góðum horfum eins og sjá má á ársreikningi sem kynntur verðu hér á eftir.

Annað:

Vefsíða SKAUST er félaginu til mikilsa sóma og á Bjarni Haralds hrós skilið fyrir það framtak. Síðan gerir okkur kleyft að miðla upplýsingum um starfsemina, auglýsa okkur. Þar er einnig að finna ýmsa fróðleiksmola ásamt myndum af viðburðum félagsins.

Riffilnefnd hefur útbúið mótaskrá fyrir árið og lítur út fyrir að mikið líf eigi eftir að verða á svæðinu í ár en áætlað er að halda 8 mót í riffilskotfimi á árinu.

Fyrirætlaðar framkvæmdir á árinu eru eftirfarandi:

  • Einangra riffilhús að innan og ganga frá þakköntum og lúgum.
  • Koma upp bakstoppi við 100 og 200m battana.
  • Ganga frá þakköntum og rennum á félagshúsi.
  • Koma upp trappvélinni.
  • Koma niður skólpþró og tengja frárennsli.
  • Tengja vatn.
  • Hellulagnir og ýmis frágangur í kringum húsin.
  • Bæta samgöngur.

 

  1. Guðmundur fór yfir reikninga félagsins og útskýrði það sem spurt var um og reikningarnir voru síðan samþykktir.
  2. Hér var breyting á dagskrá þar sem Elvar Árni Lund formaður Skotvís mætti á fundinn og kynnti skotvís. Sagði m.a. frá því að í Skotvís væru 1100 borgandi félagsmenn og þar af um 600 á höfuðborgarsvæðinu. Elvar talaði um að hann vildi auka tengsl út á landsbyggðina til að gera Skotvís að þeim landssamtökum sem ætlunin var í upphafi. Elvar nefndi líka að hugsanlegt væri að gera gagnkvæman samning um afnot af skotsvæðum félaganna en Skotvís hefur samstarfssamning um skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi.
  3. Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinu.
  4. Þorsteinn Ragnarsson var einn í kjöri til formanns og var hann endurkjörinn með lófaklappi. Með honum í stjórn voru kosnir: Bjarni Haraldsson, Dagbjartur Jónsson, Úlfar Svavarsson og Þórhallur Borgarson. Varamenn voru kosnir: Eyjólfur Skúlason, Guðmundur Bjarnason og Kjartan Róbertsson. Í Riffilnefnd gáfu kost á sér: Dagbjartur Jónsson, Hjalti Stefánsson og Kjartan Ottó Hjartarson. Og í Haglbyssunefnd gáfu kost á sér: Bjarni Haraldsson, Kristján Már Sigurðsson og Þórhallur Boragrson. Endurskoðandi var skipaður: Sigurður Álfgeir Sigurðsson.
  5. Árgjald var ákveðið 4000 kr og lykill verði síðan seldur á 1000 kr fyrir þá félagsmenn sem hafa greitt árgjald.
  6. Önnur mál:
  • ·Umræður um trappvél og lögð áhersla á að hún færi í notkun sem allra fyrst og að stefnt skyldi á að jarðvegsskipta undir trappvélina um leið og hægt væri fyrir frosti.
  • ·Umræður um aðgengismálin og sú hugmynd kom upp hvort að stofna þyrfti sérstaka samgöngunefnd en ákveðið að samgöngumálin væru á hendi stjórnarinnar.
  • ·Farið yfir nokkrar tölulegar staðreyndir um byssusýninguna sem haldin var í febrúar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur

Stjórnarfundur 19. janúar 2011

Stjórnarfundur 19. janúar 2011

Stjórnarfundur SKAUST 19.01.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setur fund.
  2. Dagbjartur lagði fram drög að mótadagskrá fyrir 2011 og var hún skoðuð lítilega.
  3. Steini sagði frá því að hann hefði farið upp á skotsvæði 3. jan og sett hurð á riffilhúsið sem hafði fokið af.
  4. Ákveðið að Mummi tali við Bjarna Haralds og feli honum að græja heimasíðu fyrir félagið.
  5. Stefnt að því að hafa það forgangsmál að koma upp leirdúfukastara með vorinu.
  6. Úlfar ætlar að sjá um að koma rotþró yfir í Herði og láta gera við hana.
  7. Ath. með að hafa byssusýningu í Sláturhúsinu. Steini ætlar að ræða við Dóra Pella og munum við stefna á 12 febrúar. Tóti ætlar að tala við þá í safnahúsinu t.d. varðandi hylkjasafn Skúla heitins og einnig ef þeir eiga einhverjar gamlar byssur. Einnig ætlar Tóti að heyra í Hirti dýralækni.
  8. Rætt um mögulegan veg á svæðið og talað um að Sveinn Ingimars komi með gröfu á svæðið í vor.

Fleira ekki gert fundi slitið

Dagbjartur