Stjórnarfundur 27. ágúst 2012

Stjórnarfundur  SKAUST  27.08.2012

Mættir: Þorsteinn B Ragnarsson, Bjarni, Úlfar og Dagbjartur.

  1. 1.Bjarni setti fundinn.
  2. 2.Ljóst var eftir heimsókn Þórólfs Hafstað að ekki fengist heimild fyrir lagningu slóðar á svæðið.
  3. 3.Steini B sagði frá því að þrír 11m langir (IP 500)bitar sem við fengum hjá Alcoa væru komnir upp í Myllu og væri að taka einn í tvennt og sjóða við hina.
  4. 4.Teikna þarf upp veginn að skotsvæðinu og Steini tekur það að sér, þá fyrst er hægt að tala við sveitarfélagið varðandi leyfi.
  5. 5.Útvega þarf teikningu af lokum sem fengust hjá LV og sér Dagbjartur um það.
  6. 6.Spáð í skipulagsmál. Vantar flaggstöng og ætlar Tóti að redda því.  Rætt um bíslag og vatnsveitu.
  • Lengja þarf veginn út í 300 m batta.
  • Undirstöður undir bíslag.
  • Undirstöður undir pall.
  • Vatnsból
  • Plægja niður vatnslögn
  • Ramp til að standa á við trapphús.
  1. 7.Dagbjartur ætlar að heyra í Einari á Teigabóli varðandi plóg.
  2. 8.Bjarni ætlar að tala vi Börk hjá Rarik varðandi staurabúta undir bíslag og pall.
  3. 9.Dagbjartur og Steini ætlað að kanna aðstæður fyrir vatnslögn og vatnsból þann 28.8.2012.
  4. 10.Bjarni skýrði frá því að 149 skotpróhefðu verið tekin hjá Skaust.  Bjarni minntist á einhverja hnökra við framkvæmd prófsins og bjóst við að athugasemdum verði skilað til umhverfisstofnunar.
  5. 11.Ákveðið að hafa lyklamál í þeim farvegi að hafa lyklaskáp í ár.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur