Stjórnarfundur 27. mars 2011

Stjórnarfundur SKAUST 27.03.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setti fundinn.
  2. Steini sýndi okkur uppdrátt af vegi sem liggja mun á svæðið frá brúnni innan við skotsvæðið, og ætlar hann að senda tillöguna til Ómars byggingarfulltrúa eftir helgi.
  3. Steini ætlar að senda aðra tilkynningu fyrir aðalfundinn 31 mars.
  4. Steini sagði að debetkort félagsins væri tilbúið hjá bankanum.
  5. Tóti ætlar að reyna að koma upplýsingum varðandi starflsleyfið til lögreglunar fyrir aðalfundinn.
  6. Mummi ætlar að heyra í Þórhalli Hauks varðandi ársreikning og sjá til þess að hann klárist fyrir aðalfund.
  7. Steini ætlar að mæta með kerru Jóns Egils á aðalfund til þess að sækja rotþróna.
  8. Stefnt að því að stjórnarmenn mæti til þess að gera klárt fyrir aðalfund um kl 18:00.
  9. Steini ætlar að kaupa kaffi og með því fyrir aðalfundinn.

10.  Ákveðið að setja auglýsingu í dagskrána miðvikudaginn 30. Mars, Dagbjartur sér um það .

11.  Tóti ætlar að sækja merkingar til Bubba í Bón og Púst og athuga með gasbirgðir á svæðinu.

12.  Umræður um bakstopp og hugmynd um að nota færibandagúmí ákveðið að skoða það nánar.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið                                

 

Dagbjartur