1. stjórnarfundur mars 2014

  1.  Fundur nýkjörinnar stjórnar. Haldinn í marsmánuði 2014

Mættir eru:

Bjarni Þór Haraldsson

Baldur Reginn Jóhannsson

Haraldur Klausen

Sigurgeir Hrafnkelsson.

Stjórn skipti með sér verkum.

Bjarni formaður

Haraldur gjaldkeri

Sigurgeir ritari

Baldur meðstjórnandi

Þorsteinn Lákason er varamaður í stjórn en situr ekki þennan fund.

  1. Samgöngumál rædd. Ræddur fundur sem Bjarni átti við bæjarstjórn um vegagerð að skotsvæði. Brúargerð og slóðagerð rædd en erindi var fellt í bæjarstjórn. Sent inn annað erindi sem beðið er svars við. Skaust á brúarbita
  2. Villibráðarkvöld. Rætt að 5-6 félagsmenn taki sig saman og veiði eða útvegi á annan hátt villibráð fyrir kvöldið. Allir sammála um að hafa villibráðarkvöldið að hausti. Rætt að SKAUST leggi  50-60 þúsund til kvöldsins. Fyrsta kvöldið er villibráðarkvöldið var haldið mættu 30 félagsmenn sem greiddu 2500 kr.á mann.
  3. Bogfimi. Bjarni ætlar að hafa samband við Davíð Þór Sigurðsson formann Hattar og ræða við hann að setja SKAUST undir Hött vegna unglingastarfs í bogfimi. Þannig fengist ódýrara húsnæði fyrir starfsemina.
  4. Vinnukvöld eða vinnudagar. Margir vinna orðið á vöktum svo að það getur hentað mörgum betur að koma að degi til. Aðkallandi verkefni eru : Brunnmál, Bíslag og Hellulögn. Rætt að þurfi að setja upp vinnuplan og fá svo félagsmenn markvisst til að vinna eftir því. Stefnt að því að hafa fyrsta vinnudaginn fljótlega uppúr páskum.
  5. Mótmæli komu fram á aðalfundi um merki SKAUST. Stjórn er sammála um að vera ekkert að bregðast við að svo stöddu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.