Framkvæmdir komnar af stað

Föstudaginn 9. maí var byrjað á þeim framkvæmdum sem liggja fyrir í sumar. Nokkrir vaskir menn mættu á svæðið ásamt vinnuvélum og hömuðust fram eftir degi og eiga þeir hrós skilið fyrir sitt framlag en betur má ef duga skal.

Brunnurinn er kominn niður og búið að tengja vatnslögnina inn í hús, smá frágangur eftir við að tengja. Vegslóði var lagður út að 300 metra battann og snúningsplan fyrir bíla. Stígar voru gerðir milli stöðva til hliðar við trapvélina og einnig var malarpúða rutt upp fyrir aftan trappið. Reynt var að reka niður staura fyrir bíslag/forstofu og fyrir sólpall. Það er hins vegar svo mikill bölvaður ruddi þarna undir að við verðum að hafa annan hátt á.

Það var heilmikið gert þennan dag en kannski má segja að olíudrifnar skurðgröfur með útbelgdum glussaslöngum hafi unnið mestu vinnuna og töluverð handavinna eftir. Það er gömul og góð klisja sem á við fyrir það sem framundan er:

Margar hendur vinna létt verk.

Framundan er smíði sólpalls og bíslags, tengivinna við vatnið, fúaverja húsin okkar og snudda í kringum þau, taka til á svæðinu og ýmislegt smálegt.

Þessi verkefni þarf að ráðast á í sumar og eins og staðan er núna miðað við óbreytt árgjald hefur félagið ekki bolmagn að kaupa vinnuafl og því þurfa félagsmenn að snúa bökum saman til að gera svæðið snyrtilegt og þægilegilegra.

Nánar síðar um framkvæmdardaga.

Bjarni Þ. Haralds.
[gallery columns="5" ids="1713,1714,1715,1716,1717,1718,1719,1720,1721"]