Skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Prófdómarar SKAUST taka á móti bókunum á prófum fyrir hreindýraveiðimenn, vinsamlegast smellið á myndina efst í hausnum á vefnum og bókið ykkur í próf. Vinsamlegast vandið innslátt til að flýta fyrir úrvinnslu gagna.

Prófdagar verða mánudaginn 27., miðvikudaginn 29 og föstudaginn 31 maí frá klukkan 17:00.

Aðrir dagar verða auglýstir síðar. Athyglis skal vakin á því að prófum verður að vera lokið 1. Júlí.

Samkvæmt breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og reglugerð 424/2012 er veiðimönnum hreindýra og leiðsögumönnum þeirra skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða.

Helstu atriði sem hafa ber í huga fyrir prófið:

 

  • Æfingin skapar meistarann, það verður seint of oft endurtekið og það er mjög mikilvægt fyrir veiðimenn að vera búnir að æfa sig áður en haldið er í prófið og til veiða yfirleitt. Fyrir prófið er hægt að nota æfingaskífuna frá UST sem hægt er að prenta út. Skjal með æfingaskífunni (PDF 104 KB).
  • Hafa með sér 4.500 krónur sem er prófgjaldið.
  • Athuga hvort skotvopnaleyfið sé í gildi og hafa það meðferðis. Kannað er hvort riffillinn og raðnúmer hans sé tilgreint í skotvopnaleyfinu. Ef hinsvegar um lánsvopn er að ræða þarf að framvísa lánsheimild sem er í gildi. Einungis má halda til veiða með þeim riffli sem prófið er tekið á. Reglur um lánsheimildir er að finna í 36. gr. reglugerðar 787/1998.
  • Hafa með persónuskilríki.
  • Takið lífinu með ró og kynnið ykkur vel efnið og mætið vel undirbúin.

 

Fyrir hönd prófdómara SKAUST Bjarni Þór Haraldsson