Stjórnarfundur 12. apríl 2012

Stjórnarfundur SKAUST 12.04.2012

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Ákveðið að aðalfundur SKAUST fari fram fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00 í húsnæði Þekkingarnets Austurlands.
  3. Auglýsing þarf því að fara í Dagskránna fyrir þriðjudag og mun Dagbjartur sjá um það.
  4. Steini ætlar að skrif skýrslu stjórnar.
  5. Dagbjartur ætlar að taka saman eitthvað um mót sumarsins 2011.
  6. Ársþing UÍA verður haldið 15. apríl og stefnir stjórnin á að mæta þar.
  7. Bjarni ætlar að koma saman ársreikning fyrir aðalfund.
  8. Gjaldkeri ætlar að senda reikninga vegna byssuleyfisnámskeiðs og hæfnisprófs verðandi hreindýraleiðsögumanna.
  9. Rætt um að félagið þurfi að eignast lógó og ákveðið að það þurfi að ræðast á aðlfundi.

10.  Steini ætlar að mæta á fund um samfélagsdag sem verður á þriðjudaginn 17 apríl.

11.  Umræður um brú inn á svæðið, ekki frést neitt af ferðum vatnsverndar arkitektsins. Tóti og Bjarni ætla að hitta á bæjarfulltrúa 13. apríl kl 17:00 varðandi þau mál.

12.  Steini ætlar að tala við Svein Sveinsson hjá vegagerðinni á Reyðarfirði um það hvernig vegagerðin sér hugsanlega brú inn á svæðið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.                                 Dagbjartur