Stjórnarfundur 20. júlí 2011

Stjórnarfundur SKAUST 20.07.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Bjarni, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Steini setti fundinn.
  2. Ákveðið að Steini og Tóti mæti á fund með Svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðar á morgun og urðu talsverðar umræður um kafla 9,5 í áætluninni .
  3. Búið að landa samningi við Kristófer í Íslensku ölpunum en hann ætlar að selja fyrir okkur lykla að skotsvæðinu.
  4. Steini ætlar að útbúa póst á félagsmenn varðandi lykla og minna á ógreidd félagsgjöld.
  5. Ákveðið að skipt verði um skrá í riffilhúsi 22. júlí.
  6. Steini sagði frá því að við hefðum fengið synjun við því erindi okkar að leggja fólksbíla færa slóð frá brúnni og niður á skotsvæði. Lagt til að hann myndi reyna að fá að sjá þessar umsagnir hagsmunaaðila og einnig að áminna seitarstjórnina að hún hefði ekki svarað þeirri beðni okkar um aðrar lausnir ef slóðinni yrði hafnað.
  7. Rotþró er klár og komin á staðinn eftir viðgerð og trapphús klárt til flutnings.
  8. Steini búinn að vera í sambandi við Kristján Má hjá Myllunni varðandi jarðvinnu en þeir eru komnir með öll sín tæki í burtu. Það var því ákveðið að Steini myndi heyra í öðrum verktökum til að freista þess að finna einhvern sem myndi komast í þetta fljótlega.
  9. Spáð í reikning sem kom frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og talið ljóst að hann þyrfti að greiða.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                

Dagbjartur