Aðalfundur Skotfélags Austurlands 09.03.2019

Aðalfundur Skotfélags Austurlands 09.03.2019

Fundarstjóri: Sigurður Aðalsteinsson.

  1. Þorsteinn formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.
  1. Skipun fundarstjóra og fundarritara.

Þorsteinn leggur til að Sigurður Aðalsteinsson verði fundarstjóri og Sigbjörn Nökkvi Björnsson verði fundarritari og voru engin andmæli við því.

  1. Skýrsla stjórnar og nefnda.

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og sagði frá framkvæmdum og kaupum síðasta árs en keypt var rafstöð fyrir svæðið, sólarsellur voru keyptar og settar upp á kastarahúsum. Félagsmenn eru 307 talsins og greiddu 250 árgjald en 252 árið áður. Formaður sagði frá samningi við Atlantsolíu sem gerður var á síðasta ári. Formaður og formenn nefnda fóru yfir mót síðasta árs.

  1. Ársreikningur

Formaður fór yfir ársreikning síðasta árs. Helstu tölur eru að hagnaður varð á síðasta ári uppá xxxxxx kr.

  1. Lagabreytingar

Engar tillögur að lagabreytingum bárust fyrir fundinn.

  1. Þorsteinn formaður kemur í pontu og segir að Guðmundur Þorsteinn Bergsson ritari stjórnar gefi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og einnig að aðrir stjórnarmeðlimir séu tilbúnir að víkja fyrir nýjum eldhugum. Björgvin Steinar Friðriksson hafði boðið sig fram til stjórnarsetu og bárust ekki fleiri framboð.

Kosning til stjórnar: Fundarstjóri spurði fundargesti hvort menn vildu halda leynilega kosningu en svo var ekki og eftirfarandi stjórn því réttkjörinn:

Björgvin Steinar Friðriksson

Sigbjörn Nökkvi Björnsson

Sigurður Kári Jónsson

Sigurgeir Hrafnkelsson

Þorsteinn B. Ragnarsson formaður

Kosning í varastjórn

Í núverandi varastjórn eru Bjarni Haraldsson og Kjartan Róbertsson, engin framboð bárust og eru þeir félagar Bjarni og Kjartan því réttkjörnir varamenn.

Kosning í nefndir

Riffilnefnd

Ekki var óskað eftir neinum breytingum, nefndin er kjörin áfram óbreytt.

Hjalti Stefánsson, formaður
Dagbjartur Jónsson
Baldur Reginn Jóhannsson
Jón Magnús Eyþórsson
Ingvar Ísfeld Kristinsson
Jón Hávarður Jónsson
Jónas Hafþór Jónsson
Sigurður Kári Jónsson

Haglabyssunefnd

Ekki var óskað eftir neinum breytingum, nefndin er kjörin áfram óbreytt.

Guðmundur Hinrik Gústavsson, formaður
Sveinbjörn V. Jóhannsson
Haraldur Gústafsson
Poul Jepsen
Guðmundur Ingi Einarsson

Villibráðarnefnd

Ákveðið að formaður skipi nefndina og mun hann tilkynna verðandi nefndarmönnum ákvörðun sína.

Bogfimideild
Ekki óskað eftir neinum breytingum á þeirri nefnd og hún því kjörin áfram óbreytt.


Haraldur Gústafsson
Sigurgeir Hrafnkelsson

Endurskoðendur
Ekki óskað eftir neinum breytingum á endurskoðendum og þeir því kjörnir áfram.


Sigurður Álfgeir Sigurðsson
Helgi Jensson

  1. Árgjald

Ákveðið að halda því óbreyttu.

  1. Önnur mál

Formaður fór yfir verkhugmyndir sem áætlað er að vinna í vor og sumar á svæðinu.