Stjórnarfundur 22.01.2016

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen og Kristján Krossdal.

  1. Styrkir:
    • Rætt um að hugsanlega sé hægt sækja Bravo styrk frá alcoa uppá 645.000.
    • Eins verður hægt að sækja um Action styrk frá Alcoa þar sem Alcoa leggur fram 345.000kr + vinnuafl til að framkvæma það sem sótt er um styrk í.
  2. Ræddum hugmyndir um að gera einhverskonar samning við Austurverk um þjónustu á veginum frá Mjóafjarðarvegi og upp að svæði. Þarf að ráðast í örlittlar endurbætur næsta sumar. Reyna að veita vatni af slóðinni eða setja hólk.
  3. Þurfum að gera böltann á haglabyssuvellinum betri, þ.e. setja jöfnunarlag og steypta palla eða tré palla þar sem skotmenn eiga að standa.
  4. Aðalfundurinn er eftir u.þ.b. tvo mánuði og ætlunin er að hafa Villibráðahlaðborð líkt og í fyrra á honum og athuga hvort við getum fengið að vera í Oddfellow húsinu. Þurfum að virkja villibráðanefnd. Elmar á Urriðavatni ætlar að gefa hreindýrslæri til að hafa á hlaðborðinu.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.