Stjórnarfundur 14.03.2016

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen, Þorsteinn B Ragnarsson, Baldur Reginn Jóhannsson og Kristján Krossdal.

 1. Rætt um Villibráðakvöld og aðalfund sem verður 18. mars nk. Í matarnefnd eru Frosti, Mummi, Diddi, Bryngeir og Konni Gylfa. Þeir munu sjá um að elda fyrir mannskapinn og hafa húsnæðið tilbúið. Talað um að biðja Stefán Boga um að útbúa pubquiz fyrir kvöldið. Ætlum að setja auglýsingu í dagskránna.
 2. Tókum fyrir tillögur að lagabreytingum fyrir aðalfund og eru þær eftirfarandi:
  • 2. grein
   Félagið er félag áhugamanna um skotvopn, skotfimi og skotveiðar. Félagið starfar samkvæmt sérlögum ÍSÍ, lögum félagsins og siðareglum þess.
  • 3. grein
   Taka út lið 4.
  • 4. grein
   Fullgildir félagar geta þeir orðið sem eru 20 ára og eldri og mega samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum fara með skotvopn. Ungmennum 15 ára og eldri er heimilt að gerast aukafélagar í félaginu með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðarétt. Ársgjald aukafélaga verði hálft árgjald fullgildra félaga.
  • 5. grein
   Félagar greiða ársgjald til félagsins. Upphæð ársgjalds er ákveðin á aðalfundi. Félagi nýtur fullra réttinda ef hann er skuldlaus við félagið. Skuldi félagsmaður ársgjöld fyrir tvö ár má stjórnin víkja honum úr félaginu að undangenginni innheimtutilraun.
  • 7. grein
   Gerist félagi brotlegur við lög félagsins eða siðareglur getur stjórn veitt honum áminningu eða vikið honum úr félaginu.
  • 8. grein
   Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varaformaður,ritari,gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Formaður skal kosinn sérstaklega. Stjórnin skiptir að öðru leiti með sér verkum. Í varastjórn skal kjósa tvo menn.
 3. Rætt um að eftirfarandi mál þurfi að taka fyrir á aðalfundi:
  • Árgjald.
  • Vakstjóra á haglabyssusvæði.
  • Greiðslur til félaga vegna starfa sem þeir inna af hendi.
  • Kaup á byssum fyrir félagið.
 1. Ákveðið var að sækja um action verkefni hjá Alcoa til að byggja skúra utan um leirdúfukastarana.
 2. Tekin var ákvörðun um að ráðast í smíði á nýrri heimasíðu fyrir félagið og verður PES fengið í verkið.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.