4. stjórnarfundur 04/12 2014

Stjórnarfundur

20:00 Fundur settur

Mættir eru: Haraldur, Bjarni, Sigurgeir og Baldur.
20:01 Brú semja texta til að senda á félaga og hvetja til vinnu

Aðal atriðið er að koma upp brúnni. Þar þurfa félagsmenn að vera virkir til að málin klárist. Ákveðið að dreifa auglýsingu til félagsmanna og vekja þá til umhugsunar um hversu mikils virði brúin er í allri starfsemi félagsins.
20:20 Verktakar í málmsmíði
Það þarf að kaupa vinnu við að sjóða saman bita í brúna. Ræða þarf við verktaka sem getur framkvæmt þetta.

 

20:30 Villibráð

Villibráðarkvöld ákveðið um mánaðarmótin febrúar/mars. Ákveðið að fjárframlög félagsins verði 60 þúsund krónur fyrir hvort.
20:40 Stjórn næsta árs

Fyrir næsta aðalfund hafa stjórnarmeðlimir ákveðið að þeir gefi allir kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Skaust.
20:45 önnur mál og slit
Setja þarf skýrar reglur um styrki til félagsmanna í keppnum. Það þarf að vera gegnsætt og sanngjarnt ferli.

 

Rætt var að félagið þurfi að koma sér upp fatnaði merktum félaginu, ss. Boli, peysur, vesti, húfur og derhúfur, sérstaklega til að menn séu auðkenndir félaginu á skotmótum.

 

Það er svo alveg ljóst að til þess að hlutirnir fari að gerast þarf að klára BRÚNA! :)

 

21:00     Fundi slitið