Hreinsun riffla

Hreinsun á riffil hlaupum er nánast trúarbrögð, þetta er aðeins mín aðferð. Miklu máli skiptir hvernig rifflar og riffilhlaup eru hreinsuð. Góð umhirða skilar sér í aukinni nákvæmni, og lengri endingu hlaupsins.

Búnaður og efni

Best og öruggast tel ég að nota heila stöng, þ.e. ósamsetta, sem er húðuð með gerviefni. Þetta er til að hlífa hlaupinu. Ef notaðar eru samsettar stangir skal ganga úr skugga um að hún sé vel hert og ekkert bil á milli bútana í stönginni, annars eiga menn það á hættu að rispa hlaupið.

Kopar bursta þarf í verkið og „jagga“ eða einskonar klof sem fylgir yfirleitt með stöngum og hreinsisettum.

Mér finnst best að nota Butch bore shine.

Hreinsunin:

Ef ekki er sérstök græja sem heldur rifflinum í skorðum er gott að hafa hann á tvífæti og skeftið að aftan þarf að vera hærra svo ekki leki neitt í láshúsið. Mér finnst líka alveg gráupplagt að nota „boreguide“ til að minka líkurnar á því að sulla í láshúsið.

  • Bleytið tuskuna með Butch bore shine helst með dropateljara eða einhverju álíka, ekki dýfa henni í flöskuna.
  • Renndu stönginni í gegn frá láshúsinu og útum hlaup kjaftinn, alls ekki taka hana tilbaka.
  • Takið tuskuna af og dragðu stöngina tilbaka.
  • Endurtakið.
  • Ef hlaupið er mjög skítugt er gott að láta efnið liggja í og jafnvel yfir nótt.
  • Leyfið efninu að „vinna“ síðan er hrein tuska látinn í gegn og rekur skítinn fram úr hlaupin. ALDREI DRAGA TIL BAKA MEÐ DRULLUNNI Á.
  • Setjið bursta á stöngina.
  • Burstinn settur í hlaupið, og dreginn fram og til baka 10 sinnum í hvora átt. Hafið hreyfingarnar jafnar og ákveðnar og gerið þetta í einni ferð. Aldrei skal stoppað á miðri leið, og ýta síðan aftur. Ein ferð fram úr, ein ferð til baka.
  • Setið tusku á og rekið fram úr. Þetta skal gert þar til að tuskan fer að koma hrein út

Smyrja má læsingarskeggin (luggin) á boltanum með góðri þunnri olíu, t.d. Militec.

Bjarni