Að "skjóta inn" nýtt riffilhlaup

Að "SKJÓTA INN" nýtt riffilhlaup og halda áfram í rétta átt.

Formáli

"Rifflar (byssur) bera eigandanum vott um hirðusemi hans og hreinlæti, sýndu mér byssuna þína og ég skal segja þér hvers konar skotmaður þú ert". Þetta segir Egill Jónasson Stardal í bók sinni " Byssur og Skotfimi" og þótt undirritaður sé fáum sammála um "rétta" vopnasiði hér á landi, er ég honum hér ekki sammála heldur algjörlega sammála.

Ég ætla að lýsa minni sérvisku varðandi þetta mikilvæga mál hér að neðan, með áherslu á hvernig "skjóta skal inn" nýtt riffilhlaup, með þeim árangri að hlaupið og nákvæmni þess endist 2-3000 skotum lengur. Kúluhraðinn stýrir að vísu slitinu mest, en jafnvel með hraða > 4000 fps tel ég að hlaupþolið framlengist með a.m.k. 30-40% með mínum "lögmálum". Það þarf þolinmæði til að framkvæma þetta allt saman, en hvað leggjum við ekki í bátinn til að ná fullkomri nákvæmni og endingu byssunnar ?

Höfuðreglan er að púðurhreinsa hlaupið ALLTAF eftir 20. hvert skot og koparhreinsa eftir 80. hvert skot, en þá aðeins vel þegar búið er að "skjóta hlaupið inn".

Passið ykkur á, að rifflar með "títuprjónshlaup" hitni ekki of mikið við mörg skot ofan í hvort annað, ef þú getur ekki haldið hendinni við vegna hita, er hlaupið ónýtt.

Tæki & Tól (mitt persónulega lögmál)

Hreinsistengur: Ég vil byrja á að vara við óklæddum stál- messing- eða álstöngum, sem allar skemma rifflurnar í hlaupinu við minsta átak. Enn verri eru stengur 3x samsettar. Losið ykkur við þennan ófögnuð, annaðhvort með því að gefa þær versta óvini ykkar, eða ganga út og láta þær detta lóðrétt í ruslatunnuna. Notið eingöngu heila stöng, sem annaðhvort er plastklædd utan um eða kolfíberstöng (sem ég tel bestu stöngina), kolfíberstöngin fékkst hér heima fyrir stuttu, en kostar ca.10.000 kr.

Hreinsitæki á stöng: Jagg og koparbursti í réttum kalíber. Bómullarklútar fyrir jagg, ég nota jafnhyrndan 1 1/8" fyrir cal. 224, 1 1/4" fyrir 6 mm (cal. 243) og 1 3/4" fyrir cal. 270, 284 (7 mm) og .300. Koparburstarnir keyptir í viðkomandi kalíber. Gott er að hafa sérstakar tengur til að festa jagginn og koparburstann vel á stöngina, fyrirbyggir losnun og snúning (sem getur verið mjög "pirrandi" í hita dagsins).

Hreinsivökvar: Púðurhreinsir Butch´s BoreShine og koparhreinsir Sweet 7.62. (Ég hata "froður", hellið frekar kúahlandi í hlaupið en "froðu"). Eftir á er síðan mikilvægt að þekja hlaupið að innan með Butch´s BoreShine Oil (2 votir patchar + 3 þurrir) áður en 1-2 "fowler´s" er skotið úr rifflinum fyrir næstu nákvæmnisgrúppu. (Í staðinn fyrir Butch má einnig með mjög góðum árangri nota JB bore cleaning compound eða Shooter´s Choice + Kroil 2:1 og í staðinn fyrir Sweet 7.62 má nota Montana X-Treme Copper Killer, heyr: Annars ekkert annað !!!).

Reglur: "Skjóta inn" nýtt riffilhlaup

Áður en skotið er fyrsta skoti úr nýju hlaupi skal hreinsa það með 2 blautum pötchum, 10 x stroke með vættum koparbursta, síðan 2 blautum pötchum og að lokum 3 þurrum pötchum. Pötchunum skal "rúnka" (fram og tilbaka) út úr hlaupi, ekki beint á. Ef patchinn er stífur í hlaupi, færið þá jagginn nær horni patchans.

1) 1 skot
-----------------------------------------------------------------------------
2) 2 votir patchar

3) 10 x stroke með vættum koparbursta

4) 2 votir patchar

5) 10 x stroke með vættum koparbursta

6) 2 votir patchar + 3 þurrir
-----------------------------------------------------------------------------
7) 1 skot - endurtakið lið 2-6

8) 2 skot - endurtakið lið 2-6

9) 2 skot - endurtakið lið 2-6

10) 2 votir patchar Sweet 7.62; látið virka í 10-15 mín. Endurtakið að óbláum patch.

11) 3 skot - endurtakið lið 2-6; Áfram 4 sinnum (= 12 skot)

12) Sweet 7.62 eins og í lið 10

13) Endurtakið lið 11-12 (12 skot)

14) 5 skot; endurtakið lið 2-6 þrisvar sinnum og endurtakið lið 10 (15 skot)

15) Endurtakið lið 14 (15 skot)

Nú eru komin 60 skot.

Haldið áfram með 5-skota grúppur og hreinsið á eftir, meðan óhreinindi koma fram, annars haldið áfram með 7-skota grúppur þar til 100 skotum er náð.

Hreinsun ávalt síðan eftir 20 skot og koparhreinsun eftir 80 skot.

Tips: Ef Butch´s BoreShine er látið liggja blautt í hlaupi 1 sólahring (óhætt án skemmda) og patchinn við hreinsun daginn eftir litar blátt, er gott að setja Sweet 7.62 inn ( skv. lið (10), svört hlaup hlaða meiri kopar en ryðfrí (custom-sléttu hlaupin Hart, Shilen, Lilja, Krieger og Douglas hlaða nánast engum kopar eftir "innskot").

Þakka þér sem nennir að lesa þetta, hvað þá framkvæma.

Næst langar mig til að segja ykkur frá hylkisvinnunni minni, sem tekur þrjóskulangan tíma (og reynir á konurnar okkar), en skilar góðu í nákvæmni riffilsins.
Þar eru fjölmörg atriði, sem fáir landar gefa gaum, m.a. 3 aðgerðir við hvelhattsholu, skeina háls eða turna, trimma, vigta hylki og sortera, mæla kúlu- og hálsslátt, rétta lengd hylkis o.s.frv.,100 hylki taka 1 viku að vinna frá morgni til kvölds, en þá er maður að eltast við mm grúppur, sem samt geta skipt sköpum á löngu færi.

Áhugi minn á nákvæmni riffils er ekki "grúppan á spjaldi" eða keppni við félaga, heldur geta mín á veiðum með nákvæmt vopn. Það má aldrei vera bilaður eða vafasamur riffill með á veiðum, ef veiðiskot mistekst með særða villibráð, þá á það að vera mér að kenna en ekki rifflinum eða skotinu. Besti veiðiriffillinn minn 22.250 Ackley Impr. gefur 0,123" 5-skota grúppu (í klassa með 6 PPC), og af því er ég bæði stoltur og montinn, hef aldrei misst ref með honum, 7 teknir á yfir 300 m færi.

Að lokum: Við kíkisval á riffil er ég líka mjög sérvitur, Leopold eða Nightfors við Benchrest eða > 400 Y keppni, en Zeiss, Svarowsky eða Schmith&Bender við veiðar.
Þetta kostar, en borgar sig. Safnaðu fyrir góðum kíki áður en þú kaupir riffil !!!
Láttu alltaf fara vel um riffilinn þinn eftir hreinsun (í rúm og teppi, hylki sem snuð).

Vinsamlegast,
Hjörtur Magnason