Aðalfundur 26. apríl 2012

Aðalfundur SKAUST 26.4.2012                

Mættir 13

  • Þorsteinn Ragnarson formaður setur fund og skipar Þórhall Borgarson fundarstjóra og Guðmund Magna Bjarnason fundarritara.
  • Þorsteinn les skýrslu stjórnar og fer yfir árið 2011 mótanefnd er þakkað sérstaklega fyrir kraftmikla dagskrá

-          127 manns greiddu félagsgjöld og 56 manns keyptu lykil að riffilhúsi

-          Starfsemi stjórnar kynnt: 9 fundir skráðir, stór hluti starfs stjórnar var að skrifa umsagnir og gera athugasemdir við löggjöf. Atast var í samgöngumálum sem fyrr.

  • Bjarni Þór kynnir ársreikning. Skýrsla stjórnar og ársreikningur samþykkt einróma.
  • Engar lagabreytingar bornar upp
  • Bjarni Þór kosinn fromaður einróma. Þorsteinn B. Lætur af embætti.
  • Þórhallur Borgarson lætur af embætti
  • Þorsteinn Erlingsson og Baldur Reginn Jóhannsson koma inn í stjórn.
  • Varamenn eru Guðmundur Magni, Þorsteinn Baldvin og Eyjólfur Skúla.
  • Stjórn SKAUST árið 2012 er því eftirfarandi

-          Bjarni Þór Formaður

-          Dagbjartur

-          Úlfar

-          Þorsteinn Erlingsson

-          Baldur Reginn

Varamenn

-          Guðmundur M

-          Þorsteinn B

-          Eyjólfur Skúla

  • Árgjald er ákveðið 4000 kr og helst því óbreytt.
  • Önnur Mál

-          Þórhallur Borgarsson tekur til máls og óskar nýrri stjórn velfarnaðar ásamt því að tilkynna að hann eigi eftir að hafa mikil samskipti við nýja stjórn sem formaður félags hreindýraleiðsögumanna.

-          Þorsteinn B. Þakkar fyrir sig

  • Dagbjartur stígur í ponntu og skýrir frá stöðu við trappvél.
  • Baldur Reginn kosinn í riffilnefnd
  • Haglabyssunefnd skipa Sveinbjörn V. Jóhansson, Tomasz Stanislawson og Guðmundur M.
  • Aðgengismál rædd og útskýrð af hálfu stjórnar.
  • Skorað á nýja stjórn að nýtt merki félagsins verði valið og kynnt á árinu.
  • Sagt frá því að Bjarni Þór nýkynntur formaður félagsins hafi sótt peninga til sveitarfélgagsins sem búið var að lofa félaginu. Jafnframt kemur það fram að fjárhagur félagsins sé í góðum málum.

Fundi slitið.