Stjórnarfundur 15. mars 2011

Stjórnarfundur SKAUST 15.03.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setti fundinn.
  2. Rætt um Vatnajökulsþjóðgarð og ákveðið að senda frá sér eftirfarandi ályktun:

Ályktun stjórnar Skaust

Stjórn Skotfélags Austurlands átelur þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við gerð verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekkert samráð eða samstarf að fyrra bragði var haft við hagsmunaaðila í málinu. Stjórn SKAUST harmar þá tilhneigingu sem fram kemur í verndaráætluninni að skipta fólki í ,,Æskilega“ og ,,Óæskilega“ útivistarmenn. Snæfellssvæðið er eitt aðgengilegasta svæði þjóðgarðsins og því mjög mikilvægt fyrir veiðimenn á Íslandi. Það er skoðun stjórnar SKAUST að veiðimenn eigi jafnan rétt til notkunar og umgengni um Ísland eins og aðrir borgarar þessa lands.

Stjórn SKAUST leggst einnig gegn öllum hugmyndum um stækkun þjóðgarðsins um Brúardali og Krepputungu, hafi það í för með sér skerðingu á aðkomu almennings að svæðinu.

Egilsstöðum 15.3.2011

  1. Steini sagði frá því að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður áfram og í framhaldi af því var ákverðið að hann myndi senda út tilkynnigu og óska eftir því að áhugasamir myndu gefa kost á sér í stjórn.
  2. Spáð í hvernig setja skuli upp einangrun í riffilhúsi.
  3. Ákveðið að halda einn stjórnarfund fyrir aðalfundinn 31 mars
  4. Ákveðið að setja auglýsingu í dagskrána miðvikudaginn 23. mars.
  5. Guðmundur lagði til að við myndum setja göngubrú á barðið innan við vaðið.

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur