Stjórnarfundur 9. febrúar 2011

Stjórnarfundur SKAUST 09.02.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setti fundinn.
  2. Steini lagði fram pappíra frá veiðivef.is, en þeir fóru fram á stuðning eða styrk, og var þetta rætt lítilega.
  3. Ákveðið að Steini myndi rissa upp á pappír veg frá brúnni upp á Eyvindarárdal og niður að skotsvæði og leggja fyrir bæjarskipulagið.
  4. Guðmundur sagði frá því að Bjarni Haralds sé að vinna í heimasíðumálum og yrði netslóðin www.skaust.net.
  5. Ákveðið að halda aðlfund fimmtudaginn 31 mars 2011 kl 20:00.
  6. Rætt um tryggingar varðandi fyrirhugaða byssusýningu og ákveðið að Steini tali við Metúsalem hjá VÍS varðandi það mál.
  7. Stefnt á að vera með kynningarbækling á byssusýnigunni og ákveðið að Dagbjartur sjái um það.
  8. Stefnt á að græja frystiklefann í sláturhúsinu föstudagskvöldið fyrir byssusýninguna.

Fleira ekki gert, fundi slitið                                

Dagbjartur