Aðalfundur 2011

Aðalfundur SKAUST 31.03.2011

Mættir: 25

 1. Þorsteinn Ragnarsson formaður Skaust setti fundinn.
 2. Þorsteinn tilnefnir Dagbjart sem fundarritara og Bjarna Haralds fundarstjóra.
 3. Þosrteinn fer yfir skýrslu stjórnar:

Félagsgjöld:

Á síðasta aðalfundi voru félagsgjöld ákveðin kr. 4000kr fyrir árið 2010. Sendir voru út gíróseðlar í byrjun júlí á alla skráða félagsmenn og greiddu 85 félagar af þeim 98 sem skráðir voru. Engar ítrekanir um greiðslu voru sendar. Einnig var ákveðið að innheimta 1000 kr fyrir lykil að aðstöðunni.

Starfssemi stjórnar:

 • Haldnir voru 9 bókaðir stjórnarfundir á árinu.
 • Gengið frá tryggingum á svæðinu og fasteignum.
 • Starfsleyfi fengið fyrir svæðinu.
 • Töluverð fjölgun hefur orðið í félaginu á árinu en í dag eru skráðir 128 félagar.

 

Önnur starfssem

 • Haldin voru þrjú riffilmót.
 • Haldin var byssusýning í sláturhúsinu.
 • Heimasíða komin í notkun.

 

Framkvæmdir á árinu:

 • Lokið var við klæðingu riffilhússins.
 • Battar settir upp á 300, 400, 500 og 600m.
 • Riffilhúsið og félagshúsið málað.

 

Fjármál:

Fjárhagur félagsins er í góðum horfum eins og sjá má á ársreikningi sem kynntur verðu hér á eftir.

Annað:

Vefsíða SKAUST er félaginu til mikilsa sóma og á Bjarni Haralds hrós skilið fyrir það framtak. Síðan gerir okkur kleyft að miðla upplýsingum um starfsemina, auglýsa okkur. Þar er einnig að finna ýmsa fróðleiksmola ásamt myndum af viðburðum félagsins.

Riffilnefnd hefur útbúið mótaskrá fyrir árið og lítur út fyrir að mikið líf eigi eftir að verða á svæðinu í ár en áætlað er að halda 8 mót í riffilskotfimi á árinu.

Fyrirætlaðar framkvæmdir á árinu eru eftirfarandi:

 • Einangra riffilhús að innan og ganga frá þakköntum og lúgum.
 • Koma upp bakstoppi við 100 og 200m battana.
 • Ganga frá þakköntum og rennum á félagshúsi.
 • Koma upp trappvélinni.
 • Koma niður skólpþró og tengja frárennsli.
 • Tengja vatn.
 • Hellulagnir og ýmis frágangur í kringum húsin.
 • Bæta samgöngur.

 

 1. Guðmundur fór yfir reikninga félagsins og útskýrði það sem spurt var um og reikningarnir voru síðan samþykktir.
 2. Hér var breyting á dagskrá þar sem Elvar Árni Lund formaður Skotvís mætti á fundinn og kynnti skotvís. Sagði m.a. frá því að í Skotvís væru 1100 borgandi félagsmenn og þar af um 600 á höfuðborgarsvæðinu. Elvar talaði um að hann vildi auka tengsl út á landsbyggðina til að gera Skotvís að þeim landssamtökum sem ætlunin var í upphafi. Elvar nefndi líka að hugsanlegt væri að gera gagnkvæman samning um afnot af skotsvæðum félaganna en Skotvís hefur samstarfssamning um skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi.
 3. Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinu.
 4. Þorsteinn Ragnarsson var einn í kjöri til formanns og var hann endurkjörinn með lófaklappi. Með honum í stjórn voru kosnir: Bjarni Haraldsson, Dagbjartur Jónsson, Úlfar Svavarsson og Þórhallur Borgarson. Varamenn voru kosnir: Eyjólfur Skúlason, Guðmundur Bjarnason og Kjartan Róbertsson. Í Riffilnefnd gáfu kost á sér: Dagbjartur Jónsson, Hjalti Stefánsson og Kjartan Ottó Hjartarson. Og í Haglbyssunefnd gáfu kost á sér: Bjarni Haraldsson, Kristján Már Sigurðsson og Þórhallur Boragrson. Endurskoðandi var skipaður: Sigurður Álfgeir Sigurðsson.
 5. Árgjald var ákveðið 4000 kr og lykill verði síðan seldur á 1000 kr fyrir þá félagsmenn sem hafa greitt árgjald.
 6. Önnur mál:
 • ·Umræður um trappvél og lögð áhersla á að hún færi í notkun sem allra fyrst og að stefnt skyldi á að jarðvegsskipta undir trappvélina um leið og hægt væri fyrir frosti.
 • ·Umræður um aðgengismálin og sú hugmynd kom upp hvort að stofna þyrfti sérstaka samgöngunefnd en ákveðið að samgöngumálin væru á hendi stjórnarinnar.
 • ·Farið yfir nokkrar tölulegar staðreyndir um byssusýninguna sem haldin var í febrúar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur