Stjórnarfundur 19. janúar 2011

Stjórnarfundur SKAUST 19.01.2011

Mættir: Þorsteinn, Þórhallur, Guðmundur, Úlfar og Dagbjartur.

  1. Þorsteinn setur fund.
  2. Dagbjartur lagði fram drög að mótadagskrá fyrir 2011 og var hún skoðuð lítilega.
  3. Steini sagði frá því að hann hefði farið upp á skotsvæði 3. jan og sett hurð á riffilhúsið sem hafði fokið af.
  4. Ákveðið að Mummi tali við Bjarna Haralds og feli honum að græja heimasíðu fyrir félagið.
  5. Stefnt að því að hafa það forgangsmál að koma upp leirdúfukastara með vorinu.
  6. Úlfar ætlar að sjá um að koma rotþró yfir í Herði og láta gera við hana.
  7. Ath. með að hafa byssusýningu í Sláturhúsinu. Steini ætlar að ræða við Dóra Pella og munum við stefna á 12 febrúar. Tóti ætlar að tala við þá í safnahúsinu t.d. varðandi hylkjasafn Skúla heitins og einnig ef þeir eiga einhverjar gamlar byssur. Einnig ætlar Tóti að heyra í Hirti dýralækni.
  8. Rætt um mögulegan veg á svæðið og talað um að Sveinn Ingimars komi með gröfu á svæðið í vor.

Fleira ekki gert fundi slitið

Dagbjartur