Stjórnarfundur 05.04.2018

Stjórn skaust

Fundargerð stjórnar - Stjórnarfundur
Fundarstaður Skrifstofa Verkráðs, Fagradalsbraut 11 Dags.: 2018-04-05
Fundarmenn: staða: Netfang:
Þorsteinn Baldvin Ragnarsson Formaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Þ. Bergsson Ritari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurgeir Hrafnkelsson Meðstjórnandi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Kári Jónsson Varaformaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigbjörn Nökkvi Björnsson Gjaldkeri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Afrit sent: Fundarmönnum

Dagskrá

Fundur settur kl: 17:08

Skipun starfa; Gjaldkera, ritara og meðstjórnanda

Steini var kosinn formaður á síðasta aðalfundi.Guðmundur kosinn ritari áfram, Nökkvi kosinn gjaldkeri, Sigurður varaformaður og Sigurgeir verður áfram meðstjórnandi.

Félagsgjöld

Ákveðið var á síðasta aðalfundi að hækka félagsgjöld í 7.000 kr. Rætt um að senda póst á félagsmenn samhliða því að rukkun verður send út og þessi hækkun útskýrð. ÞBR sér um að senda póst á félagsmenn.

Verðlagning á leirdúfum og skotum

Ákveðið að kalla eftir tillögu um verðlagningu frá haglabyssunefndinni og fela henni að óska eftir verði í dúfur og skot. Ákveðin hagræðing væri í því að kaupa skot og dúfur á svæðinu þar sem að lagerinn þyrfti þá ekki að vera eins stór.Sigurgeir ætlar að ræða við Samskip og kanna hvort áhugi sé fyrir að styrkja félegið í formi flutnings á leirdúfum og skotum.

Aðgerðir á skotsvæðinu

ÞBR búinn að fá verktaka til að laga veginn. Ákveðið að hafa aftur samband við Fljótsdalshérað um aðstoð vegna þess hve mikill kostnaður fer í að viðhalda veginum. ÞBR mun sjá um að semja erindi.Ganga þarf betur frá haglabyssuvellinum. Ákveðið að smíða pall. Ákveða þarf í samráði við haglabyssunefndina hvernig pallurinn verður, gera tillögur og bera undir stjórn. Fá síðan einn eða fleiri aðila til að hafa umsjón með smíði á palli og hafa umsjón með vinnukvöldi/helgi í vor.Rætt um að virkja undirnefndir og fá óskir eða tillögur um framkvæmdir frá haglabyssu- og riffilnefnd.

Skotpróf hreindýraveiðimanna

ÞBR búinn að hafa samband við þá sem hafa starfað sem prófdómarar. Rætt um að koma prófunum í betra horf þannig að minni tími fari í prófin.Talað um að auglýsa sérstaka æfingadaga fyrir skotpróf þannig að minni æfingar fari fram samhliða prófunum sjálfum. Prófdómurum falið að ákveða hvernig fyrirkomulag prófanna verður.

Skotvopnaleyfi verklegt 28. apríl

Þegar nær dregur þarf að fá upplýsingar um hversu margir eru skráðir og tryggja að til séu skot. Sigurgeir og Nökkvi geta mögulega séð um þetta, kemur í ljós þegar nær dregur. 

Kaup á rafstöð

Búið að finna álitlega rafstöð á sindri.is, ÞBR búinn að senda póst á Sindra og óska eftir styrk vegna kaupa á rafstöð. Ákveðið að kaupa þessa rafstöð sem fyrst. 

Önnur mál

Rætt um hvort byggja ætti upp ungmennastarf á svæðinu.

Fundi slitið kl: 18:50

Ritað/_Guðmundur Þorsteinn Bergsson        
Dags. 2018-04-05