Stjórnarfundur 16.01.2018

Stjórn skaust
Fundargerð stjórnar - Stjórnarfundur
Fundarstaður Höfuðstöðvar PES, Fellabæ Dags.: 2018-01-16
Fundarmenn: staða: Netfang:
Bjarni Þór Haraldsson Formaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þorsteinn Baldvin Ragnarsson Gjaldkeri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kristján Krossdal Varformaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Þ. Bergsson Ritari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurgeir Hrafnkelsson Meðstjórnandi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Afrit sent: Fundarmönnum

Fundur settur kl: 19:52

Dagskrá

Staðan á samgöngum og mögulegar úrbætur

Vegurinn fór í sundur síðasta haust fljótlega eftir að hann hafði verið lagður.Formaður sendi erindi til sveitafélagsins það var tekið fyrir á fundi bæjarráð fljótsdalshéraðs 2017-05-08 og þar var bókað eftirfarandi:

                                                                    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa SKAUST og fá betri upplýsingar um málið. 

Ekkert hefur þó heyrst frá bæjaryfirvöldum.

Ákveðið að fá ráðgjöf varðandi varanlegar lausnir.

Aðalfundur, boð, fundarstjóri, kandidatar, villibráð

Ákveðið að halda aðalfund laugardaginn 17. Mars n.k. Bjarni ætlar að taka að sér að tala við villibráðanefndina og kallar eftir villibráð frá félagsmönnum ásamt því að bóka sal fyrir verkefnið.Ákveðið að ræða við Sigurð Aðalsteinsson um að taka að sér fundarstjórn, Sigurgeir ætlar að hafa samband við Sigurð.Bjarni og Kristján ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Sæti Sigurgeirs í stjórn er laust ef mörg framboð frá áhugasömum aðilum berast.Stjórnarmenn ætla að lesa yfir félagatalið og hafa samband við líklega aðila.Verð fyrir villibráðakvöld verður sama og í fyrra 3.500 kr.

Önnur mál

Rætt um rafmagnsmál. Rætt var um vindmyllu/sólarsellu lausn. Skoðaðar voru vindmyllur frá Silentwind. Ákveðið að senda þá lausn á Rafey og kanna hvort þeim lítist vel á þetta eða geti boðið sambærilegar lausnir á svipuðu eða betri verði. Þorsteinn ætlar að ræða við Kela frá Rafey. Núverandi rafstöð er biluð og því þarf að setja kraft í að leysa rafmagnsmálin.

Fundi slitið kl: 20:55

Ritað/Guðmundur Þorsteinn Bergsson        
Dags. 2018-01-16