Stjórnarfundur 19.09.2016

Á fundinn eru mættir: Bjarni, Haraldur, Steini, Kristján og Sigurgeir. Fundargerð ritar Sigurgeir.

Dagskrá

1. Fara yfir starfsárið 2016
– Gott ár fyrir haglabyssunefnina, settur upp posi sem fékk mjög vel.14 keppendur voru á mótum ársins.

2. Hvað á að gera fyrir veturinn
– Rætt var um að setja upp mót fyrir rjúpnaveiðitímabilið, í kringum 15, okt? Stefnt á að setja upp nokkur mót í vetur, bæði riffilmót og haglabyssumót. Búið er að bera á húsin fúavörn. Rétta þarf húsin af fyrir veturinn, rætt um að auglýsa eftir fólki til þess. Eins rætt um að fá Brúarbræður (Austurverk) til að taka til í kringum svæðið. Fúavörn, Bíslag, vegagerð. Eins þarf að setja pappa á þak Skeet húsa.

3. Ferðastyrkir og reglur
– Rætt er um að það verði skilyrði fyrir ferðastyrkjum á mót annarsstaðar, að menn taki þátt í innanfélagsmótum áður en til styrkveitinga komi. Þetta eigi við um stór mót á Íslandi og heimsmeistaramót. Ákveðið að Bjarni sjái alfarið um þessi mál.

4. Önnur mál
Rætt um verklegu skotvopnanámskeiðin. Að þær reglur verði settar að menn þurfi að skjóta 10 skotum á dúfur, 10 skotum af 22cal og 5 skot af stórum rifflum. Það þarf að fá einhvern til að stjórna þessu, 1-2 einstaklinga sem fara fyrir 10 manna hópum í ca. 2 klst í senn.

Helga frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands mætti til að taka út starfsemina.

Hún setti út á eftirfarandi:

  • Það þarf að hækka brunninn til að ekki leki inn í hann
  • Það þarf að girða utan um brunninn.
  • Sett út á Rafgeyma og olíusmit út frá Rafstöðinni.
  • Það var rætt um að fá menn í að laga þessi verkefni og að steypa brúarendana.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.