Stjórnarfundur 28.09.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen og Kristján Krossdal.

 1. Rætt um vinnu á svæðinu og hvað liggur fyrir:
  • Þarf að tala við Ella um að fúaverja hús. Hann er með sprautu til að úða fúavörninni á.
  • Það þarf að tæma vatnslögn fyrir veturinn.
  • Það þarf að klára handrið á brúnni.
  • Tala við Magga Ástráðs og Einar Urriða til að steypa undir brúnna.
  • Það þarf að fá Inga til að útfæra það hvernig hægt er að nýta rafstöðina til að hlaða inn á rafgeymana sem tengdir eru við leirdúfukastarana.
 2. Rætt um að taka á móti hópum á haglabyssusvæðið. Þarf að finna einhverja sem eru tilbúnir til að taka það að sér.
 3. Ákveðið að halda villibráðarhlaðborð eins og var á síðasta aðalfundi.
 4. Rætt um að virkja uppá svæði til að framleiða rafmagn. Ákveðið var að hafa samband við Einar og Björn til að skoða þau mál.
 5. Bjarni ætlar að athuga með að fá ruslagám uppá svæði.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.