Stjórnarfundur 05.08.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen og Kristján Krossdal.

 

 1. Brúin rædd

Það sem er eftir: Steypa smá undir enda á brú til þess að fínefnið renni ekki undan. Setja víra í handrið sem Sveinbjörn er búinn að setja upp. Ragnar Bjarni Jónsson í Landsnet ætlar að skaffa víra og setja upp. Bjarni ætlar að fara og skoða vírana og sjá hvort ekki sé hægt að drífa þetta upp fljótlega. Setja spýtur í brúargólf svo ekki sé keyrt útaf brúnni.

 

 1. Haglabyssusvæðið

Þurfum að græja tvíleiðara á milli nýju kastara og gamla til að hlaða inn á geyma.  Þurfum að smíða eitthvað utan um kastara eða setja körin sem við fengum. Staðsetning kastara rædd og að setja saman vaktaplans leiðbeiningar.

 

 1. Formleg opnun brúarinnar og haglabyssusvæðisins rædd

Vera með holulæri á teitinu. Hafa samband matarnefndina. Um tvö leitið. Ákveðið að byrja hátíðina um 13:00 og vera með matinn á milli 14 og 15. Halli ætlar að vera með boga og leyfa gestum að prufa. Björgvin í veiðiflugunni ætlar að koma með byssur til sýnis og leyfa fólki að prófa. Kristján Krossdal verður á staðnum með leiðsögn og segir frá nýja vellinum.

 

 1. Önnur mál

Salernisaðstaða, ekki hægt að loka hurðinni.

Þurfum að hnoða saman öryggisreglum fyrir svæðið.

Aðgangur að haglabyssusvæði verður lokaður nema á auglýstum opnunartímum.

 

Nefndarmenn skipta með sér verkum:

 

Bjarni:

 • Athuga með hvort hægt sé að tryggja brúna.
 • Bjarni ætlar að ýta brúarhandriði áfram.
 • Fá þrjú fiskikör hjá loðnuvinnslunni.
 • Tala við Sigga Kára – rafgeymar.
 • Kaupa 200m tvíleiðara í Rönning.
 • Fá öryggisgleraugu.
 • Athuga með Byssuskáp hjá Veiðiflugunni.
 • Athuga með Benelli hjá Veiðihúsinu.
 • Vesturröst og Veiðihornið hafa samband.

 

Krossdal:

 • Græja farstýringu þegar takkarnir koma.
 • Græja leirdúfu miða í litum.
 • Græja vaktarplana leiðbeiningar.
 • Græja uppgjörsblöð.
 • Laga format á texta í öryggisreglum.
 • Tala við matarnefnd um holulæri á Ormsteitinu.
 • Athuga með tófumyndavél hjá Magg Ragg.
 • Útbúa boðskort fyrir styrktaraðila.
 • Tala við START útaf partítjaldi fyrir Ormsteitið.
 • Kanna RFID kort.
 • Breyta verðskrá á SKAUST dúfur.
 • Mæta með hefil og taka af hurðinn.

 

Halli

 • Prenta út og plasta öryggsreglurnar.
 • Halli ætlar að útbúa skilti.

 

Steini

 • Jöfnunarlag á böltann.
 • Steiptu klumpana á skotpallana.