2. stjórnarfundur 03.06.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klause, Þorsteinn B Ragnarsson, Kristján Krossdal og Baldur Reginn Jóhannsson.

  1. Brúarsmíði. Austurverk er búið að setja niður brúarstólpana og búið að hlaða grjóti að austari undirstöðu. Búið er að keyra í veginn að mestu. Í framhaldi verður safna saman grjóti til að hlaða að vestari undirstöðu. Myllan er að sjóða burðarbita í gólfið ásamt því að útbúa festingar fyrir þverbita og sjóða framlengingar. Næst á dagskrá er að mála stálvirkið. Fengum tilboð í timbur á brúnna og ákveðið var að taka það hjá BYKO á Reyðarfirði þar sem það er ódýrara en hjá Húsasmiðjunni. Dekkið verður fest á staðnum áður en farið verður með brúnna upp á svæði. Kostnaðaráætlunin stenst og verkið er aðeins innan marka eins og er.
  2. Haglabyssuvöllur. Það var ákveðið að ráðast í framkvæmdir á haglabyssuvellinum. Snúa kastaranum sem er til upp í hlíðina. Með því móti verður hægt að nota bæði haglabyssuvöllinn og riffilvöllinn á sama tíma. Þetta eykur öryggi á svæðinu og skapar meiri möguleika á að bæta við fleiri kösturum. Ákveðið var að sækja um styrki hjá fyrirtækjum á svæðinu til að fjármagna kaup á þremur leirdúfukösturum til viðbótar.
  3. Önnur mál. 168 félagsmenn hafa greitt félagsgjöld sem skilar okkur 865.00kr. Rætt um að það þurfi að þétta lúgur á skothúsinu og setja upp innihurð á milli „dómaraherbergis“ og skotrýmis. Einnig að fá hurð í baðherbergið. Það þarf að kíkja á vatnslögnina því hún er sprungin undir félagshúsinu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Að loknum fundi fór stjórnin yfir í Fellabæ og tók æfingu með boga þar sem bogfimideildin var að æfingum.