1. stjórnarfundur 20.04.2015

Á fundinn eru mættir: Bjarni Þór Haraldsson, Haraldur Klausen, Þorsteinn B Ragnarsson og Kristján Krossdal.

Stjórnin skiptir með sér verkum: Bjarni formaður, Þorsteinn varaformaður, Haraldur gjaldkeri, Kristján ritari og Baldur meðstjórnandi.

 1. Samgöngumál rædd. Vonast er eftir að hægt verði að fá Austurverk í vikunni til að koma og grafa brúarstöplana niður. Ætlum að heyra í Eyjólfi Skúla og athuga hvort hann geti híft stöplana þegar kemur að því að þeir fari niður.
 2. Bjarni talar um gott samstarf við UST bæði varðandi hreindýraprófin og eins námskeiðshald í tengslum við byssuleyfi. Hefur verið að skila tekjum inn í félagið.
 3. Þorsteinn kemur með þá hugmynd að við látum það fréttast út í samfélagið að við tökum við trjám ef fólk er að saga niður. Getum komið þeim fyrir á svæðinu hjá okkur til að fá betri ásýnd svæðisins.
 4. Farið yfir lög félagsins og ákveðið að gera tillögur að breytingum fyrir næsta aðalfund. Í 2. grein segir „Félagið er deildarskipt, íþróttadeild og veiðideild.“ Félagið er ekki deildarskipt og því ætti 2. grein að vera svona: „Félagið er félag áhugamanna um skotvopn, skotfimi og skotveiðar.“. Talað um að breyta grein 2.2. í „Að vinna að eflingu skotíþrótta og koma upp fullkominni aðstöðu til skotæfinga og skotmóta og bæta ásýnd svæðisins“. Jafnframt er talað um að taka grein 3.4 út.
 5. Rætt var um að snúa trap vélinni meira upp í fjall svoleiðis að hægt sé að nýta bæði riffilvöllinn og trap völlinn á sama tíma. Einnig var rætt um að bæta við kösturum til að útbúa sporting völl. Það verður þó ekki farið í frekari breytingar á haglavellinum fyrr en samgöngumálin verða komin í gott horf.
 6. Stjórnin setti sér nokkur framtíðarmarkmið:
  1. Koma leirdúfu svæði í það horf sem við viljum – útbúa sporting völl.
  2. Klára svæðið og bæta ásýnd þess.
  3. Koma upp umgengnisreglum og reglum félagsins á sýnilega staði.
  4. Laga forstofu í riffilhúsi, setja upp hurð, hillur og geymslu fyrir mótabúnað.
  5. Skilgreina hlutverk nefnda.
  6. Marka stefnu í að taka á móti hópum.
  7. Að lokum var rætt um aðra tekjustofna fyrir félagið t.d. að bjóða fyrirtækjum uppá að kaupa auglýsingar á heimasíðu. Selja húfur, skotvesti, boli peysur og/eða merki.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.