3. stjórnarfundur 28.09.14

Þriðji fundur stjórnar SKASU haldinn 28.september 2014 í EFLU húsinu.

 

Mættir: Bjarni, Baldur, Haraldur, Sigurgeir og Þorsteinn.

 

  1. Brúarmál. Steini Þrándur náði í rör út í Þrándarstaði og kom þeim á plan við gömlu Aðalflutninga. Vantar 4-5 kalla til að skera og laga til rör og vinnu við það til að koma þeim niður fyrir veturinn til að geta unnið að dekkinu í vetur.

 

  1. Action verkefnið gekk vel og komu nokkuð margir að þessu, þar á meðal smiðir. Unnið var í pallasmíði og lítið er eftir til að það klárist. Það á eftir að klára pallaenda og að loka pallinum. Það þarf svo í framhaldinu að gera aðstöðuna klára fyrir veturinn, rafstöðina og tiltekt á svæði.

 

  1. Ferðastyrkir. Almennt samþykki fyrir styrki að einhverju leyti fyrir skotmót innan lands og utan. Hvernig það verður sett upp verður unnið á aðalfundi sem haldinn verður á árinu 2015.

 

  1. Byssusýning verður haldin í samstarfi við “ferðamaður í heimabyggð” en sá viðburður er haldinn 11. október 2014. Bjarni ætlar að tala við Reimar og Tóta og kanna með uppstillingar borða. Stefnt á að gera þetta svipað og síðast.

 

  1. Villibráðarkvöld. Vilji er til að halda villibráðarkvöld aftur á þessu ári. Konráð Gylfason vill vera með í að afla byrgða fyrir kvöldið. Allar villibráðir vel þegnar svo og kokkar og aðrir þátttakendur á umræddu kvöldi.

 

  1. Rætt var um nauðsyn þess að setja upp fánastöng á skotsvæði. Sniðugt væri að flagga merki SKAUST í hvert skipti sem einhver er á svæðinu svo að það fari ekki á milli mála að þar sé einhver staddur.

 

  1. Setja þarf skýrar reglur í sambandi við umgengni á svæðinu. Reglurnar eru þó til, en það þarf að skerpa á þeim. Einnig þarf að skerpa á reglum um umgengni við og meðferð skotvopna á svæðinu.