Aðalfundur SKAUST 14.03.14

Mættir: 19

  1. Bjarni Þór Haraldsson formaður Skaust setti fundinn.
  2. Bjarni stingur upp á Hjalta Stefáns sem fundarstjóra og Dagbjarti sem fundarritara og er það samþykkt.
  3. Bjarni fer yfir skýrslu stjórnar:

Ágætu fundarmenn og félagar
Síðasta starfsár litaðist mikið af skotprófum UST fyrir hreindýraveiðimenn og verklegum skotvopnanámskeiðum fyrir stofnunina. Umferð um svæðið eykst jafnt og þétt á milli ára og því er það augljós staðreynd að það er orðið mjög aðkallandi að koma aðgengismálum félagsins í horf.
Riffilnefndin hélt uppteknum hætti með mjög metnaðarfullri mótaröð. Einnig var mjög öflugt starf hjá bogfimideildinni og gaman að sjá hvað það er vaxandi grein innan skotfimi. Auglýstir voru opnunartímar hjá haglabyssunefndinni og áhuginn jókst jafnt og þétt og var gerður góður rómur af þessu framtaki. Einhverjar vangaveltur eru um framtíðar staðsetningu á trap vélinni hjá haglabyssunefndinni.
237 skotpróf voru tekin á vegum SKAUST og skiluðu þau 475.000 krónum í kassann. Mikil vinna er í sambandi við þessi próf og tölvert ónæði og það er spurning hvort við gætum ekki skipulagt betur tíma sem fólk hefur til að taka prófin en alltaf verður eitthvað um að menn þurfi að komast á síðustu stundu.
Orðspor SKAUST fer víða og er það öflugu mótahaldi að þakka tel ég ásamt skemmtilegum myndböndum sem má sjá á heimasíðu okkar www.skaust.net.
SKAUST kom að tveimur verklegum skotvopnanámskeiðum fyrir UST sem skiluðu 182.000 krónum
Vinnukvöld SKAUST – Ekkert var skipulagt á svæðinu og við tökum það á okkur í stjórninni en þess má geta að mjög dræm þáttaka hefur verið á skipulögð vinnukvöld. Við í stjórninni höfum rætt um það að skrá þau verk sem þarf að vinna og skrá á vefinn og þá geta ákveðnir menn verið ábyrgir fyrir þeim verkum og kallað félaga að vinnunni. Það sem er mest aðkallandi fyrir utan samgöngur er að koma niður brunni svo menn geti nú farið á kamarinn. Búið að er að hafa samband við tvo gröfukalla.
Núverandi stjórn:
Bjarni Þór Haraldsson                Formaður
Baldur Reginn Jóhannsson        Varaformaður
Dagbjartur Jónsson                    Ritari
Þórhallur Borgar                         Gjaldkeri
Úlfar Svavarsson                         Meðstjórnandi
Þorsteinn Ragnarsson                Meðstjórnandi

Félagsgjöld:
Ákveðið var að fella lyklagjaldið inní árgjaldið og hefur árgjaldið nú verið óbreytt í langann tíma. 5000 krónur, 417 krónur.
Starfsemi stjórnar
·         Haldnir voru 9 stjórnarfundir á árinu.
·         Atast í samgöngumálum fyrir svæðið sem hefur borið takmarkaðan árangur.

Framkvæmdir
Eins og fram hefur komið voru ekki skipulögð vinnukvöld og því ekki mikið sem gerðist.

 

  1. Bjarni fór yfir reikninga félagsins og útskýrði það sem spurt var um og reikningarnir voru síðan samþykktir.
  2. Engar lagabreytinagar lágu fyrir.
  3. Bjarni Þót Haraldsson var einn í kjöri til formanns og var hann endurkjörinn með lófaklappi.  Með honum í stjórn voru kosnir: Þorsteinn Ragnarsson, Baldur Regin Jóhannsson, Haraldur Klausen og Sigurgeir Hrafnkellsson.  Varamenn eru áfram: Eyjólfur Skúlason og Jón Egill Sveinsson.  Í Riffilnefnd: Dagbjartur Jónsson, Hjalti Stefánsson, Jón Magnús Eyþórsson og Baldur Regin Jóhansson.  Í Haglabyssunefnd: Sveinbjörn Jóhannsson og Tómas Stanislawsson. Í bogfimideild: Haraldur og Sigurgeir.  Endurskoðandi var skipaður: Sigurður Álfgeir Sigurðsson.
  4. Árgjald var ákveðið 5000 kr og talnakóði gefin upp við greiðslu árgjalds.
  5. Önnur mál:
  • Nýtt lógó kynnt og sýnt, lagt til að láta útbúa boli með lógóinu.
  • Þorsteinn fór yfir stöðu mála varðandi aðgengi að svæðinu. Tvær leiðir í skoðun annars vegar að fara eyrarnar meðfram bökkum austan megin og hinsvegar að brúa.  Björn Sveins að vinna í því máli.  Gróft kostnaðrmat á brúargerð á bilinu 8-15 miljónir en vegi á eyrum 4-5 miljónir.
  • Hjalti hvetur menn til að mæta á skotmót heima og heiman, 11 mót ráðgerð á næsta ári.
  • Dagbjartur fer yfir mót 2013. Alls 10 mót 2 flokkaskipt í raun 13 mót.  Alls 112 keppendur eða 62 einstaklingar þar sem sumir mæta á fleiri en eitt mót. Í það heila voru 52 verðlaunapenigar sem fengu nýjan eingenda. Alls voru skotin 2070 skot til stiga á þessum mótum plús æfingarskot.
  • Bjarni minnir á villibráðarkvöld sem byrjar um 20:00.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur