Aðalfundur SKAUST 14.03.2013

Mættir: 18

 1. Bjarni Haraldsson formaður Skaust setti fundinn.
 2. Bjarni tilnefnir Helga Jensson fundarstjóra og Dagbjart sem fundarritara.
 3. Bjarni fer yfir skýrslu stjórnar:

Ágætu fundarmenn og félagar

Síðasta starfsár litaðist mikið af skotprófum UST fyrir hreindýraveiðimenn ásamt metnaðarfullri mótaröð riffilnefndar.

Þann 7. Júní fengu 5 fulltrúar SKAUST sakramentið hjá Guðmanni UST manni og útskrifuðust sem prófdómarar.  Þetta voru Baldur, Sveinbjörn, Hjörtur, Tómaz og undirritaður.  Framkvæmd og skipulag UST tel ég að hafi verið ábótavant að mörgu leyti. Prófin voru sett á eftir að veiðimenn voru búnir að sækja um að komast á veiðar. Leiðbeiningar um framkvæmd og útfærslu bárust seint og tafði fyrir okkur. Allir lögðust á eitt og við mættum þessu verkefni með samstilltu átaki. Ég verð að segja það fyrir mína parta og örugglega okkar allra er komu að prófunum að þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi. Margir skemmtilegir próftakar mættu, búnaður var í misjöfnu ástandi sem og skytturnar. Það er einlæg trú okkar að þessi próf séu af hinu góða og veki fólk til meðvitundar um vopn sín og gildi æfinga.  Við hjá SKAUST fögnum þessum prófum.

185 próf voru tekin á vegum SKAUST og verður farið yfir uppgjör í ársreikningi hér á eftir.

Til gamans má geta þess að hæsta skor á þessum prófum var 48 stig af 50 og sá sem var sneggstur tók prófið á 20 sek. og uppskar 43 stig.

Orðspor SKAUST fer víða og er það öflugu mótahaldi að þakka tel ég ásamt skemmtilegum myndböndum. 10 mót voru á dagskrá nefndarinnar og það fyrst var haldið 5. Maí. Riffilnefnd gerir betur grein fyrir störfum nefndarinnar hér á eftir.

22. september kom SKAUST að verklegu skotvopnanámskeiði fyrir UST. 11 einstaklingar mættu galvaskir til fræðslu og verklegrar þátttöku.

Vinnukvöld SKAUST – Eins og áður voru vinnukvöld sett á miðvikudaga. Mjög dræm mæting var á vinnukvöld félagsins. Það er vissulega umhugsunarefni í félagi sem telur vel á annaðhundrað einstaklinga að ekki takist að ná saman 5 mönnum.  Ég tel nú að menn séu frekar sofandi og eftirtektarlausir fremur en latir. Við viljum hvetja menn að fylgjast með á vefnum okkar skaust.net og einnig á fésbókar síðu félagsins. Fullur skilningur stjórnar er á því að menn nenni ekki að vinna endalaust í sjálfboðavinnu í þeim félögum sem menn skrá sig í. Engu að síður er það þannig í frjálsum félagasamtökum eins og SKAUST er og sérstaklega þar sem félagsgjöld eru ekki hærri en raun ber vitni verður ekki hjá því komist að félagið stóli á sjálfboðaliða. Við viljum hvetja menn til að taka jákvætt á þessu og mæta a.m.k á eitt vinnukvöld því margar hendur vinna létt verk.

Núverandi stjórn:

Bjarni Þór Haraldsson                Formaður

Baldur Reginn Jóhannsson        Varaformaður

Dagbjartur Jónsson                    Ritari

Þorsteinn Erlingsson                   Gjaldkeri

Úlfar Svavarsson                         Meðstjórnandi

Þorsteinn Ragnarsson                Meðstjórnandi

 

Félagsgjöld:

Ákveðið var að fella lyklagjaldið inní árgjaldið og hefur árgjaldið nú verið óbreytt í langann tíma. 5000 krónur, en var 4000 krónur.

Starfsemi stjórnar

 • Haldnir voru 9 stjórnarfundir á árinu.
  • Atast í samgöngumálum fyrir svæðið sem hefur borið takmarkaðan árangur.

Framkvæmdir

Eins og fram hefur komið var ekki vel mætt á skipulögð vinnukvöld og því ekki neitt stórkostlegt áunnist og þó. Í riffil húsi félagsin voru settir upp myndarlegir og stöðugir bekkir við vegginn þar sem menn geta lagt frá sér búnað og hvílt lúin bein.

Dúkur var bræddur á haglabyssuhúsið

Nefndir/Deildir

Bogfimideild

Bogfimideild var stofnuð á í desember á síðasta ári. Fljótlega voru auglýst námskeið og voru um 20 manns bókaðir á námskeiðið sem að allra mati heppnaðist vel. Það er trú okkar að þessi deild svari kalli breiðs hóps og sé mjög jákvæð viðbót við það frjóa starf sem SKAUST er þekkt fyrir. Annað námskeið er í farveginum bæði byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið. Hafnar eru æfingar og félagar í bogfimideildinni borga 3000 krónur á mánuði. Þetta gjald er hugsað þannig að það dekki rekstur á deildinni og gjöld sem falla á hana, s.s. gjöld til íþróttahússins.  Sómi – starfsmannafélag Alcoa styrkti deildina um 250.000 krónur.

Dagbjartur gerði grein fyrir störfum riffilnefndar og sagði frá því að haldin hefðu verið 9 mót og skotin 1510  skot til stiga.  Hjalti gerði grein fyrir þeim mótum sem eru fyrirhuguð á árinu og má sjá inni á heimasíðu okkar.

Tómas skýrði frá stöðu haglabyssumála og Sveinbjörn sagði frá því að vilji væri til þess að koma haglasvæðinu í rekstrarhæft ástand.

 

 1. Bjarni fór yfir reikninga félagsins og útskýrði það sem spurt var um og reikningarnir voru síðan samþykktir.
 2. Ein lagabreytingartillaga lá fyrir stjórn og var hún samþykkt samhljóða.
 3. Bjarni Haraldsson var einn í kjöri til formanns og var hann endurkjörinn með lófaklappi.  Með honum í stjórn voru kosnir:, Dagbjartur Jónsson, Úlfar Svavarsson Þorsteinn Ragnarsson og Þórhallur Borgarson.  Varamenn voru kosnir: Eyjólfur Skúlason og Jón Egill Sveinsson.  Í Riffilnefnd: Dagbjartur Jónsson, Hjalti Stefánsson og Baldur Regin Jóhansson.  Í Haglabyssunefnd: Sveinbjörn Jóhannsson og Tómas Stanislawsson. Í bogfimideild: Haraldur og Sigurgeir.  Endurskoðandi var skipaður: Sigurður Álfgeir Sigurðsson.
 4. Árgjald var ákveðið 5000 kr og talnakóði gefin upp við greiðslu árgjalds.
 5. Önnur mál:
 • Tóti hrósar mönnum fyrir gott starf
 • Hjalti hvetur menn til að mæta á skotmót heima og heiman.
 • Bjarni fór yfir stöðu brúargerðar en breytingartillaga liggur fyrir deiliskipulagi.
 • Rætt um að setja upp skilti sem myndi benda mönnum á að skotsvæðið væri fyrir félagsmenn.
 • Tóti talaði um hagsmunagæslu varðandi evrópusamþykktir.
 • Tomas spurði um möguleika á unglingadeild.
 • Bjössi spurði um hvort skkjóta mætti á 1000 metra færi en fram kom að starfsleyfið gerir ráð fyrir 600 metrum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið                                 Dagbjartur