Refurinn 2013

Skotmótið Refur 2013 var haldið laugardaginn 25 maí. það mættu 19 keppendur til leiks og frábær stemming. Töluverður vindur var og menn þurftu aðeins að hfa fyrir hlutunum. Það er virkilega gaman að halda svona góðu dampi í mætingum á mót, við erum klárlega mjög virkt og flott félag. Einnig erum við mjög glaðir yfir góðri mætingu norðanmanna og það væri mjög gaman að endurgjalda þeim þeirra heimsóknir og sækja þá heim.

Við erum svo heppin hjá SKAUST að hafa þvílíka fagmenn í myndatökum og klippingum sem skilar sér í frábærum myndböndum þar sem kímnin ræður ríkjum og heimildirnar frábærar. Hér kemur myndband frá mótinu. Njótið

http://www.youtube.com/watch?v=yz9yME1L72g&feature=youtu.be

Skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Prófdómarar SKAUST taka á móti bókunum á prófum fyrir hreindýraveiðimenn, vinsamlegast smellið á myndina efst í hausnum á vefnum og bókið ykkur í próf. Vinsamlegast vandið innslátt til að flýta fyrir úrvinnslu gagna.

Prófdagar verða mánudaginn 27., miðvikudaginn 29 og föstudaginn 31 maí frá klukkan 17:00.

Aðrir dagar verða auglýstir síðar. Athyglis skal vakin á því að prófum verður að vera lokið 1. Júlí.

Samkvæmt breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og reglugerð 424/2012 er veiðimönnum hreindýra og leiðsögumönnum þeirra skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða.

Helstu atriði sem hafa ber í huga fyrir prófið:

 

  • Æfingin skapar meistarann, það verður seint of oft endurtekið og það er mjög mikilvægt fyrir veiðimenn að vera búnir að æfa sig áður en haldið er í prófið og til veiða yfirleitt. Fyrir prófið er hægt að nota æfingaskífuna frá UST sem hægt er að prenta út. Skjal með æfingaskífunni (PDF 104 KB).
  • Hafa með sér 4.500 krónur sem er prófgjaldið.
  • Athuga hvort skotvopnaleyfið sé í gildi og hafa það meðferðis. Kannað er hvort riffillinn og raðnúmer hans sé tilgreint í skotvopnaleyfinu. Ef hinsvegar um lánsvopn er að ræða þarf að framvísa lánsheimild sem er í gildi. Einungis má halda til veiða með þeim riffli sem prófið er tekið á. Reglur um lánsheimildir er að finna í 36. gr. reglugerðar 787/1998.
  • Hafa með persónuskilríki.
  • Takið lífinu með ró og kynnið ykkur vel efnið og mætið vel undirbúin.

 

Fyrir hönd prófdómara SKAUST Bjarni Þór Haraldsson

 

Refur 2013


SKAUST óskar eftir vöskum refaskyttum til að skjóta refi á svæði félagsins laugardaginn 25 maí.

Mæting kl. 09:30 og mót byrjar kl. 10:00

Refur 2013 - REGLUR

1. Allir rifflar, caliber, sjónaukar og skoðanir eru leyfðar.

2. Skotið verður 10 skotum á refaeftirlíkingar og refaspjöld á færunum 80 - 400 metrum. Keppendur fá 16 mínútur til þess að skjóta þessum 10 skotum. Allt skotið liggjandi (ef aðstæður leyfa) og tvífótur leyfður sem/og veiðistuðningur að aftan. Veiðistuðningur telst t. d. úlpa, vettlingar, skotabox, fjarlægðarmælir o.s.frv.

Veiðiflugan,http://www.veidiflugan.is, gefur verðlaun

ALLT PEX VERÐUR STRANGLEGA BANNAÐ Á SVÆÐINU ! Takið hins vegar góða skapið með ykkur ásamt riffli og fylgihlutum.

Skráning hér á skráningarformi á vefnum og í síma 861 7040 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skotmót

Þann 9 maí nk. heldur SKAUST sitt fyrsta mót ársins.

Mæting er kl. 09:30 og mót hefst kl. 10:00

.22 Rimfire mót.

Einungis er leyfilegt að nota .22 rimfire.
Skotið er af borðum á skotskífur.
Ekki er leyfilegt að nota tvífætur og skorður (rest).
Engar takmarkanir eru á sjónaukastækkun.
Skotin verða 3 x 5 skot á 50 metra færi á Hunter Class blöð sem ætluð eru fyrir 100 Yarda. Auk þess má skjóta ótakmarkað á "sighter" hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. (Fylgt Varmint for Score reglum).

Tímamörk eru 10 min á fyrstu skífuna og 7 min á hinar tvær.

Skotin verða 2 x 5 skot fríhendis á silhúettur: 2 á 40 metra færi d=54mm 2 á 60 metra færi d=115mm og 1 á 80 metra færi d=165mm.
Tímamörk eru 2 min á 5 skot á silúettur
Hvert skot sem hittir silhúettu gefur 10 stig.
1.umferð: pappír 2.umferð: silúettur 3.umferð: pappír 4.umferð: silúettur 5.umferð: pappír
Aðalatriðið er að mæta með góða skapið, sýna sig og sjá aðra.

Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 861 7040 eða hér á síðunni og þar er hægt að fylla út skráningarform

http://skaust.is/rsvpmaker/22-lr-mot-2/

Félagsgjöld og nýtt lykilorð að lyklakassa

Jæja góðir hálsar nú hefur verið sendu í heimabankann ykkar greiðsluseðill fyrir félagsgjöldum fyrir árið 2013.

Þeir sem hafa greitt gjaldið fá sendann kóða af lyklaboxinu. Við viljum biðja ykkur um að deila alls ekki þessu númeri með neinum.

Vinsamlegast hafið samband við Bjarna This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að fá kóðann sendann.

 

Fleiri greinar...