Enn af framkvæmdum

Við mættum nokkrir galvaskir drengir í gærkveldi og rifum í hjólbörur og skóflur.
Við fengum hlass frá Þ.S. af fínefni og var því sturtað á grasflötina og bílstjórinn þrykkti í burtu svo hratt sem hann mátti.
Við mokuðum efninu og bárum í stígana við trapvélina með hjólbörum og keyrðum yfir allt með jarðvegsþjöppu. Einnig var borið efni í malarpúðann (Malarböltann) og þjappað. Við náðum ekki að setja niður hellur eða steypuplatta á púðan. Til stendur að setja niður fimm stöðvar á malarpúðann fyrir aftan trapvélina. Við enduðum svo á góðu grilli og runnu Pullurnar ljúflega niður. Þeir sem mættu og lögðu hönd á plóg eiga hrós skilið fyrir sitt framlag. Það munar um hvern sem mætir og það væri nú gaman að sjá fleiri ný andlit því margar hendur vinna létt verk.

Einnig var tengt klósett og vatn um daginn.

--
Með bestu kveðju/Best regards/Med venlig hilsen
Bjarni Thor Haraldsson

 

[gallery ids="2018,2019,2020,2021,2022,2023"]

Skotpróf

Skotpróf

Prófdómarar Skotfélags Austurlands – SKAUST eru byrjaðir að taka á móti fólki í skotpróf. Vinsamlegast sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og bókið tíma. Einnig er hægt að hringja í prófdómara:

Símanúmer prófdómara e. kl. 17:00
Haraldur Gústafsson 8576689
Baldur R. Jóhannsson 662-4654
Bjössi 8664048
Hjörtur Magnason 892-3160
Tómas Stanislawsson 823-5560

 

Prófdómarar verða svo í sambandi og finna tíma sem hentar báðum aðilum. Ekki er sjálfgefið að prófdómarar komist öllum stundum. Mjög óhagstætt er að fara fyrir einn og einn.

Fyrirkomulag:

  • Vinsamlegast millifærið prófgjaldið Kr. 4.500 - á reikning SKAUST með skýringunni Skotpróf 2015.
  • Í skotprófi skal framvísa kvittun fyrir greiðslunni. Það skal tekið fram að greiða skal fyrir skotprófið áður en prófið er tekið.
  • Vinsamlegast framvísið lánsheimild á skotvopni eigi það við.

Bankaupplýsingar:

Kt. 500395-2739

bnr: 0305-26-000243

Undirbúningur fyrir prófið.

    • Nauðsynlegt er að æfa sig fyrir skotprófið og gott er að kynna sér framkvæmd prófsins á www.hreindyr.is (smella á flipann "Verkleg skotpróf").
    • Fólk er hvatt til að koma vel undirbúið svo afgreiðsla gangi sem best fyrir sig.
    • Svo er bara um að gera að taka lífinu með ró og gera sitt besta.
    • Það er gott að prenta út æfingaskífu og prófa að skjóta á hana á 100 metrum. Það er alveg nauðsynlegt að æfa sig áður en prófið er tekið.

Prófdómarar SKAUST

Framkvæmdir um síðustu helgi

Þrír magnaðir menn, einn duglegur drengur og tveir harðir hundar mættu á skotsvæðið um helgina og tóku til hendinni. Þetta voru þeir Gunni greifi, Ingi og Gauti Breiðdælingur ásamt syni sínum Kristvini. Nöfn hundanna fylgdu ekki með.

Þeir eiga hrós skilið fyrir að leggja hönd á plóg. Það er um að gera að reyna að dreifa vinnunni á sem flesta. Meira svona.

[gallery columns="4" ids="1822,1823,1824,1825,1826,1827,1828,1829"]

Framkvæmdir komnar af stað

Föstudaginn 9. maí var byrjað á þeim framkvæmdum sem liggja fyrir í sumar. Nokkrir vaskir menn mættu á svæðið ásamt vinnuvélum og hömuðust fram eftir degi og eiga þeir hrós skilið fyrir sitt framlag en betur má ef duga skal.

Brunnurinn er kominn niður og búið að tengja vatnslögnina inn í hús, smá frágangur eftir við að tengja. Vegslóði var lagður út að 300 metra battann og snúningsplan fyrir bíla. Stígar voru gerðir milli stöðva til hliðar við trapvélina og einnig var malarpúða rutt upp fyrir aftan trappið. Reynt var að reka niður staura fyrir bíslag/forstofu og fyrir sólpall. Það er hins vegar svo mikill bölvaður ruddi þarna undir að við verðum að hafa annan hátt á.

Það var heilmikið gert þennan dag en kannski má segja að olíudrifnar skurðgröfur með útbelgdum glussaslöngum hafi unnið mestu vinnuna og töluverð handavinna eftir. Það er gömul og góð klisja sem á við fyrir það sem framundan er:

Margar hendur vinna létt verk.

Framundan er smíði sólpalls og bíslags, tengivinna við vatnið, fúaverja húsin okkar og snudda í kringum þau, taka til á svæðinu og ýmislegt smálegt.

Þessi verkefni þarf að ráðast á í sumar og eins og staðan er núna miðað við óbreytt árgjald hefur félagið ekki bolmagn að kaupa vinnuafl og því þurfa félagsmenn að snúa bökum saman til að gera svæðið snyrtilegt og þægilegilegra.

Nánar síðar um framkvæmdardaga.

Bjarni Þ. Haralds.
[gallery columns="5" ids="1713,1714,1715,1716,1717,1718,1719,1720,1721"]

Bogveiðikynning

Skotveiðifélag Íslands, SKAUST og Skotíþróttafélagið Drekinn bjóða upp á áhugaverða kynningu á bogveiði. Fyrirlesari er Indriði Grétarsson formaður Bogveiðifélags Íslands og meðstjórnandi í SKOTVÍS.

Fyrirlesturinn verður haldinn föstudaginn 16. maí kl. 20:00 í Íþróttahöllinni á Reyðarfirði Heiðarvegi 14
Kynning á Austurlandi