Halli á heimsbikarmót í bogfimi

Haraldur Gústafsson, eða Halli eins og allir kalla er á leiðinni erlendis að keppa í heimsbikarmóti í bogfimi. Keppnin fer fram í Marokkó áttunda og níunda október næstkomandi.

Halli er formaður bogfimideildar SKAUST og hefur hann þjálfað bogfimi og haldið námskeið í því félagi hér fyrir austan undanfarið ár.

Austurfrétt greinir frá þessu á vef sínum þar sem lesa má meðal annars viðtal við Halla.