Pallasmíði

Það voru 4 vaskir menn sem mættu að Þuríðarstöðum í gærkveldi, miðvikudag, til vinnu. Við kláruðum að setja niður grindina og steypa í gær þannig að það er allt klárt fyrir laugardaginn þegar dekkið verður lagt á.

Það var mat okkar í gærkvöldi að það leiðinlegasta væri búið og eftirleikurinn yrði þægilegur. Þetta vanst alveg ótrúlega vel og hratt enda vanir smiðir með í för og fagmenn. Það er fjári gott þegar menn gefa sér tíma í að vinna fyrir félagið sitt og við njótum öll góðs af. 

Við viljum hvetja sem flesta að berja pallinn augum og hann kemur svo sannarlega að góðum notum við hvers kyns viðburði í framtíðinni.

Stjórn SKAUST vill koma kæru þakklæti til þeirra sem mættu og unnu gott starf fyrir félagið sitt.

[gallery columns="5" ids="2395,2396,2397,2398,2399,2400,2401,2402,2403,2394"]