Sölutorg opnar

Nú hefur SKAUST opnað sölutorg á vef sínum fyrir félagsmenn og aðra. Best er að senda auglýsingu beint á vefstjóra (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Það skal tekið fram að SKAUST tekur enga ábyrgð á viðskiptum milli aðila.

Kaupendur og seljendur geta kynnt sér reglur um kaup og sölu skotvopna á vefnum www.reglugerd.is. Hér eru greinar númer 29 og 30.

29. gr.

Kaup á skotvopni.

Fallist lögreglustjóri á að veita skotvopnaleyfishafa leyfi til að eignast skotvopn gefur hann út heimild (kaupheimild) til umsækjanda. Í kaupheimild skal nákvæmlega tilgreina hvaða skotvopn umsækjandi megi kaupa og af hverjum.

30. gr.

Sala á skotvopni.

Seljanda er óheimilt að selja öðrum skotvopn eða selja önnur skotvopn en greinir í kaupheimild. Seljanda ber að árita þrjú eintök kaupheimildar sem staðfestingu á því að hann hafi selt kaupanda tilgreint skotvopn.

Frumrit kaupheimildar ber kaupanda að senda til lögreglustjóra sem skráir söluna þá þegar í skotvopnaskrá og gefur út skotvopnaleyfi. Selji einstaklingur sem hefur skotvopnaleyfi skotvopn, skal seljandi senda lögreglustjóra skotvopnaleyfi sitt og skal hann eyðileggja það og gefa út nýtt, án sérstaks endurgjalds.

Öðru eintaki kaupheimildar heldur kaupandi og gildir það eintak sem leyfi fyrir tilgreindu skotvopni til bráðabirgða í allt að fjórar vikur frá útgáfu heimildar. Þriðja eintaki heldur seljandi.

Ef kaupandi er verslun sem hefur heimild til að versla með skotvopn skal sótt um kaupheimild til viðkomandi lögreglustjóra með sama hætti og ef um einstakling er að ræða en kaupaheimild skal vera án endurgjalds. Ber seljanda að senda skotvopnaleyfi sitt til lögreglustjóra til ógildingar og endurútgáfu skv. 2. mgr.

Ákvæði þessa kafla eiga við þótt eigandaskipti verði á skotvopni með öðrum hætti en sölu.